Efnisflokkur: Heimssýn

Hugleiðingar um allt milli himins og jarðar. Heimspeki er skilgreind sem „vinur þekkingar“ og er henni ekkert óviðkomandi. Trú er sannfæring um það sem eigi er auðið að sjá og byggt á innsæi og andagift.

Nútími lýtur eigin lögmálum og stundum sagður stjórnast af anda sem oft er persónugerður stundum sem hinn vond. Einnig má sjá sjálfan sig sem aðferð samtímans til að umbreyta sjálfum sér.

Getur menningin gufað upp?

img-coll-0512

Ef Menning er saga hugsunar og verði hugsunin útdregin (Abstract) fásinna, hlýtur siðmenningin sem byggist á henni, að hefja frjálst fall. Séu greind ættar- og mægðatengsl stjórnmálafólks, ritstjóra og forstjóra stofnana, sést að á að giska tvöhundruð manns stjórna landinu og að fjölskyldur þeirra hafa stýrt þjóðinni í að minnsta kosti tvær aldir. Þetta er mælanlegt og því engin kenning. Hér er stórlega alhæft og hægt er að greina hvernig … Lesa meira


Sáttmálar og réttlæti

img-coll-0511

Hugleiðing um hvað sé sáttmáli, hvernig réttlæti sé skilgreint og munurinn á Manneskju og Mannveru. Kafli 20 í Annarri Mósebók (Exodus) skilgreinir boðorðin tíu. Gyðingar og Kristnir telja þau skipanir en ekki leiðbeiningar og að þau séu til allra manna. Múslímar viðurkenna Biblíuna og líta Kóraninn sem þriðja Testamentið, þeir viðurkenna einnig boðorðin tíu. Boð má túlka sem tilboð frekar en fyrirmæli. Þau séu þá tilmæli sem velja má að … Lesa meira


Ábyrg smiðja vandaðs ástands

img-coll-0608

Af farvegi þess að gaumgæfa þegar hugmynd verður að hugtaki og að frumspekilegur trassaskapur er varasamur. Píanistinn Yuja Wang útskýrði eitt sinn í viðtali að hún hefði ánægju af að tjá tónverk eftir Rússneska tónsmiði (Composers) og bætti við að hún hefði ánægju af rökvissri og stærðfræðilegri nálgun þeirra. Síðan bætti hún við að Beethoven væri djúpur og heimspekilegur en lét ósagt hvað henni fyndist persónulega. Í öðru viðtali örfáum … Lesa meira


Þegar djöflum er boðið í vírusa-dans

img-coll-0590

Þú gengur einhversstaðar innan um fólk, eða bara hvar sem er, og eitthvað ósýnilegt í loftinu getur komist að þér og drepið þig. Þannig líður mörgum í dag. Jafnvel þó hægt sé að rökræða það í drasl og sýna fram á að kvíðinn sé óraunsær, þá er hann raunverulegur í vitund þess sem kvíðir, og hann stjórnar hegðun hans. Kvíði er þegar við óttumst eitthvað sem er óáþreifanlegt eða óvitrænt … Lesa meira


Rýnt í ástands-börn þjóðfélagsfræðinnar

img-coll-0536

Í dag sá ég frétt, núna í ársbyrjun 2020, að í maí næstkomandi yrði þrjátíu starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum. Ég votta þessum hópi samúð mína, því um þessar mundir er erfitt ástand á atvinnumarkaðnum. Vonandi tekst öllu þessu fólki að finna ný störf, ef því verður þá sagt upp. Fyrir fáeinum dögum sá ég frétt um að hótel sem var að hluta í eigu Skúla Mogensen lokaði skyndilega. Fréttin … Lesa meira


Frumspekilegt gildi jólasveinsins

img-coll-0329

Þegar Leppalúði hitti Grænlenska tröllkarlinn Oolaorsoq í fyrsta sinn, stóðu þeir lengi og horfðu í glyrnurnar hvor á öðrum. Álengdar fór Grýla hamskiptum og þóttist vera klettur meðan elsti sonur hennar Letihaugur horfði á feður sína, óvitandi hvað hann ætti að hugsa, og beið. Í leyni á bak við þar næsta fjall lá Grínskaði, eldri bróðir Leppalúða og glóðu í honum glyrnurnar meðan hann beið eftir Tröllkarlaslag. Nokkuð sem gerist … Lesa meira


Trúarofsóknir hinna trúlausu

guyellis copy

Í mínu uppeldi var aldrei haldið að mér trú né heldur latt til hennar. Satt að segja hef ég ekki minnsta grun um andlegt líf foreldra minna. Aðeins hef ég örlitla sýn á andlegt líf ömmu minnar í föðurlegg en hún átti virkan þátt í uppeldi mínu. Satt að segja má túlka sögu okkar Íslendinga og Herúla frá árinu 1000, þegar við fyrst þjóða skilgreindum lagalegt trúfrelsi, sem eina langa varðveislu … Lesa meira


Sósíalisminn er tvöhundruð ára og hugsanlega úreltur

img-coll-1174

Fyrir fáeinum árum vorum við tveir félagarnir að spjalla við þáverandi nágranna okkar. Mann sem er á svipuðum aldri og við og starfar sem þúsundþjalasmiður hjá öflugu fyrirtæki. Hann er einn af þessum snillingum sem er „hagur á tré og járn.“ Hann er týpan sem er vaknaður og byrjaður að vinna á meðan við hinir erum að rumska og hann fer út að sópa innkeyrsluna á meðan við hinir erum … Lesa meira


Lýgveldið ku hafa margar stofnanir

img-coll-0868

Þegar jafnlaunavottunin var sett í lög á Ríkisþingi Lýðveldisins – sem ég uppnefni Lýgveldið – þá rann það í gegn eins og kók sem er drukkið með röri. Sárafáir veittu því athygli að innan ríkisins – eins og Lýðveldið er títt uppnefnt – hafa verið til lög um laun og jafnrétti í marga áratugi. Hvergi sá ég spurt, hvað þá heldur rætt málefnalega, hvort hér væri vitleysa á ferðinni. Sjálfur … Lesa meira


Verkfræðin fjögur mörk, Mystíkin eitt

img-coll-0307

Stundum þegar lygasaga er sögð blasir við manni að að 22 punda laxinn var bara 11. Maður veit að gott fólk þarf að segja góðar sögur og engin væri sagan ef ekki væri salt í henni. Stundum er saga sögð til þess eins að breiða út mannorð þess sem segir og stundum endursögð af þeim sem líta á söguhetjuna sem sanna hetju og afbragð samtímamanna. Yfirleitt tökum við sögum sem … Lesa meira


Afkúpluð ólínuleg þjóðasálfræði

img-coll-0604

Nýlega var gefin út Íslensk skýrsla um örplastmengun byggð á nýlegum Íslenskum rannsóknum. Ég niðurhalaði skýrslunni eftir að hafa lesið fréttina en ég viðurkenni að ég á eftir að kemba hana. Ég mun þó gera það með tíð og tíma og veit að fenginni reynslu að ég mun finna einhver svarthol í henni. Það eru tæp tvö ár síðan við Ragnar Proppé yfirfórum skýrslu, sömu ættar, sem þá var notuð … Lesa meira


Lög um réttindi sjúklinga á Íslandi

tviburar

Lög um réttindi sjúklinga á Íslandi eru talin með þeim bestu í heimi. Samkvæmt þeim getur sjúklingaur neitað hvaða aðferð sem hann trúir eða telji að sé ekki sér fyrir bestu. Lög númer 74/1997. Helstu greinar: 7. gr. Virða skal rétt sjúklings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð. Ákvæði lögræðislaga gilda um samþykki fyrir meðferð sjúklinga sem vegna greindarskorts, eða af öðrum ástæðum sem þau lög tilgreina, eru ófærir … Lesa meira


Bann við Umskurði eða trúarleg botnlangabólga

img-coll-0719

Samkvæmt áróðri húmanistavísinda, sem aðhyllast þróunarkenningu Darwins þá er botnlanginn óþarfur. Satt að segja getur hann verið stórhættulegur. Hið sama á við um forhúð getnaðarlimsins. Fólk gleymir stundum, bæði þeir sem eru dáleiddir af ríkisheilaþvætti og „allir vita visku“ að í húmanistavísindum er ekki alltaf veðjað á hlutlægt eða Objective mat, heldur huglægt eða Subjective mat. Sannleikurinn er sá að sé hin óþarfa forhúð fjarlægð þá bæði eykst ánægja af … Lesa meira


Rísandi alda sársauka, falin undir sléttu yfirborði

img-coll-0772

Það er vaxandi vanlíðan undir yfirborðinu hjá fólki þessa dagana. Fólk er hætt að treysta ríkiskerfinu, það fyrirlítur stjórnmálin, efast um trúverðugleika fréttamiðla, sér í gegnum rétttrúnað menntakerfisins, er unnvörpun að opna augun fyrir vanheilindum vísindanna. Þó fólk taki ekki undir með þeim tugþúsundm okkar sem höfum jafnt og þétt stungið nálum í „sannleika meginstraumsins“ þá er fólk hvorki blint né heyrnarlaust. Þó fólk smelli á Like og Dislike t.d. á … Lesa meira


Laun Biskups eða þjóðhöfðingja kirkjuríkisins

gudjon-img--0288

Þó nokkkur umræða hefur skapast síðustu daga um launamál Biskups hinnar svökölluðu Þjóðkirkju en réttnefni hennar er Lútersk evangelísk kirkja Íslenska Lýðveldisins. Áhugavert er að þjóðfélagsverkfræðingar hófu umræðuna viku fyrir jól. Í mínum huga virkar það sem árás trúleysingja á kirkjusókn og þeir einu sem þeyta þessu áfram á samfélagsmiðlum eru trúleysingjar sem trúa á orðhengilshátt og peníngaþvaður. Eitt besta dæmið um tómleika samtímans og fátæklegt gildismat er grein sem … Lesa meira


Gáfnaljós og Fræðimenn munu seint fá skilið Grínskaða

img-coll-1534

Hitti í dag tvo bókasafnsfræðinga sem hvorki vissu hvernig sögurnar um jólasveininn urðu til né heldur hvar í völundarhúsinu ég fyndi þjóðsögurnar. Fannst þeim frekar heimskuleg staðhæfing mín að sögur yrðu til við sögusteina í umsjá trölla. Ennfremur hvarflaði ekki að þeim að taka mark á frásögu Letihaugs sjálfs um hvernig hann og Stúfur framkölluðu jólasveinana fyrst. Allir vita nottla hvernig Jólasveinarnir urðu til eða hvernig þeir komast á einni … Lesa meira


Hatursegð eða orðræða haturs

img-coll-0697

Síðustu árin hef ég fylgst grannt með hugarglæpum hins vestræna heims. Sérstaklega þá  hvernig orðræða Evrópu og Norður-Ameríku notar jöðrun, þöggun og jafnvel refsingu þeirra sem viðra skoðanir sem eru pólitískt- eða menningarlega rangar eða taldar af einhverjum vera glæpsamlegar. Þá er forvitnilegt að almenningur á Íslandi virðist lítið meðvitaður um það ástand sem varir í mörgum nágrannalöndum okkar og öðrum lýðræðis ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. … Lesa meira


Segð og Orðræða í sögu hugsunar og málfars

img-coll-0266

Þegar Morgunblaðið íslenskaði enska orðið Browser sem Vafra, líkaði sumum vel og öðrum miður. Sjálfur var ég hrifnari af heitinu Gramsari en það kom frá manni sem notar Vafra mikið við að gramsa á Netinu. Ég reyndi um tíma að nota orðið Rápari því það var rétt orð samkvæmt Tölvuorðasafni Íslenskrar málefndar. Ég gafst þó upp á að reyna að ýta við lesendum Morgunblaðsins og áheyrendum þessara lesenda. Vafri er … Lesa meira


Hryðjuverk hugans

img-coll-0610

Fyrir hálfum þriðja áratug var ég meðlimur í trúfélagi sem lagði stund á hryðjuverk. Mestur hluti þeirrar starfsemi var fólginn í því að banka á dyr hjá fólki og bjóða saklausum fórnarlömbum uppá samræður um Biblíuna. Þeim sem létu fanga sig, var boðið uppá Biblíunám. Eins og allir vita þá eru trúarbrögðin talin í okkar samfélagi uppspretta illsku, heilaþvottar, styrjalda og alls kyns forpokunar á borð við að bæla frjálsa … Lesa meira


Hver er skjalfestur og réttur eigandi barns?

img-coll-1626

Það eru innan við tvö ár síðan ég sá myndskeiðin hennar Sunnu, þar sem lögreglufólk – rekið áfram af skjali í höndum starfskonu Barnavaldanefndar – ruddist með valdi inn á heimili Cassie og þreif með valdi og yfirgangi börnin hennar, beitti hana sjálfa ofbeldi, og hurfu á braut. Á sama tíma voru fjölmiðlar duglegir að draga Sunnu í svaðið og útmála hana – fjögurra barna einhleypa móðurina – sem slæma … Lesa meira


Hildarleikir heimsmynda

img-coll-0524

Megin dáleiðsla lýðsins felst í því að beina trú fólks á hentugar brautir. Allir hafa hvöt til að trúa – hvort sem trúin snýr að hinu yfirskilvitlega eða áþreifanlega. Þegar þú trúir einhverju verður það að þinni innri lögbók og þegar hún hefur fest sig í sessi mótar hún afstöður þínar og farveg. Frá þeirri stundu sérðu ekki hvernig trúin er orðin eins og aktýgi á huga þinn því hún … Lesa meira


Af mótherjum Íslenzkrar menningarsögu

Photo1705b

Þessi grein er ekki grein og ekki einusinni greinarstúfur. Hún er ekki svar og hún er ekki framsaga kenningar. Hún er bara pínulítil glósa fyrir bræður mína og systur sem þekkja Herulskan uppruna sinn í frumuminni sínu. Höfum í huga að þjóð er ekki genetískt fyrirbæri og hefur aldrei verið, þar til synir og dætur byltingannna í Frakklandi og Nýlendunum 13 – sem allt voru meitlaraspunar – bjuggu til Þjóðernisrembu. Þjóðernisremba … Lesa meira


Kína Sússí og innihaldslýsingar

img-coll-0599

Ég veit alveg að Sússí á að rita Sushi, eða ég held það. Einnig veit ég vel að hrár fiskur sem lostæti er Japanskt fyrirbæri en ekki Kínverskt. Sömuleiðis ritum við Bandaríki Norður Ameríku en ekki United States, svo ég má vel rita Sússí. Sömuleiðis veit ég að upphaf þessarar færslu er versta bull. Enginn Íslendingur hefur áhyggjur af því að Þjóðverjar grandskoðuðu Ísland fyrir stríð. Þeir skoðuðu alla Evrópu, … Lesa meira


Samfélag óttans og vindar hugans

img-coll-0286

Þegar við tökum okkur vald yfir eigin huga og síðan sál, þá meinum við rjómatotturunum að leiða huga okkar áfram í blindni. Við tökum í raun vald yfir þeim; því sá sem leiðir okkur beitir óhjákvæmilega þeim refsivendi sem hann óttast sjálfur. Ef sá vöndur er þér merkingarlaus, því þú hefur vald yfir afstöðu þinni, þá brýturðu vald hans á bak aftur og þar með sigrar þú heiminn. Þetta er … Lesa meira


Þegar hugmynd er trúað þá stjórnar hún huganum

img-coll-0202

Eitt af því sem við erum ekki alin upp við, það er að spyrja spurninga. Þvert á móti erum við vanin við að fá svörin og að við séum skrýtin ef við spyrjum spurninga. Með hverjum áratugnum þrengist svo ramminn um hvaða spurningar séu innan ramma og hverjar séu utan. Ég hef oft bent á að öll mannleg meðtekning (Perception) sé háð trú og að ómeðvituð trú okkar á veröldina skapi … Lesa meira


Að kenna er ekki hið sama og að mennta

img-coll-0263

Ég husa oft um menntun. Ég hef leitast við að mennta þessar litlu gráu síðan ég var polli og mér finnst það bæði gagnlegt og skemmtilegt, og oftast nær auðvelt. Sérstaklega hef ég áhuga á skapandi hugsun en ég veit ekki hvernig hún er skilgreind og ég er að átta mig á að það er af vilja sem meginstraumurinn hefur strokað slíka hugsun út, rétt eins og þú færð ekkert … Lesa meira


Þjóðfélag í hrunadans skoðanahórunnar

img-coll-0284

Fjölmiðlar voru stofnaðir í kringum 1605 og hafa síðan verið uppsprétta frétta, tilkynninga, auglýsinga, lesendabréfa, útskýringa og allt. Þeir sjálfir ásamt afþreyingar iðnaði – sem oft er í eigum sömu aðila ef klifrað er upp í pýramídann – viðhalda þeirri hugljúfu dáleiðslu að þeim sé treystandi og segi satt frá. Eitt áhrifamesta dæmið er Watergate spuninn þar sem tveir [rannsóknar]blaðamenn áttu að hafa flett ofan af spillingu hjá Ríkharði Njálgssyni. … Lesa meira


Brjóst eru bæði gleðigjafi og næring

img-coll-0197

Þegar maður er krakki er móðurbrjóstið bara búnga framan á mömmu. Þegar farið er í sund á þeim árum með mömmu sinni er tekið eftir hversu misjöfn þau eru. Til að lýsa því nánar þyrfti að rýna í þrjúþúsund milljón pör. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá herferðina um frjálsar geirvörtur var Einhver flaug yfir Gaukshreiðrið eða eins og vísdóms maður kenndi mér þegar ég var unglingur; … Lesa meira


Satan er ljósengill upplýsingar hins dáleidda huga

img-coll-0262

Fyrst fékk ég efasemdir um Einstein þegar ég las mér til um Heisenberg og Bohr. Því þá mundi ég hvað Gunnar Dal hafði skrifað um Einstein  varðandi skammtakenninguna, og að hann hefði unnið með öðrum í fáein ár að hönnun þeirrar hugmyndar sem frumeindahraðlarnir (CERN er frægastur) vinna eftir. En þeir áttu að afsanna skammtakenninguna en reyndust sanna hana; en það er einhver fnykur af þeim spuna. Svo sat í … Lesa meira


Hryðjuverk eru falskir vitar í dáleiðslu skuggavaldsins

img-coll-0304

Það eru um það bil tvö ár síðan ég ákvað að kynna mér aðeins menningarheim eins fimmta hluta jarðarbúa. Ég þekki minn fimmta því ég er alinn þar upp og ég þekki sérstaklega vel skuggann af okkar eigin sjálfsblekkingaheimi. Stór orð? Ég nennti þó ekki að lesa endalausar áróðursgreinar með eða móti þessum menningarheim. Vissulega ákvað ég að lesa „þeirra heilögu ritningu“ og hef kynnt mér hana nægilega vel í … Lesa meira


Saga síðustu aldar er blekking djöfulsins

img-coll-0218

Lýgin byrjaði sem mjög einföld lýgi til að drífa áfram eitt stykki stríð. Svo kom í ljós að lýgin var dáldið stór en það var leyst með snilldar bragði. Tveim áratugum síðar fór að bæra á fólki sem fattaði lýgina og þorði að fletta ofan af henni. Þá var brugðist við því með öðru snilldar bragði. Þá vandaðist málið. Aðgangur fólks að þekkingu jókst hröðum skrefum og geta fólks til … Lesa meira


Alsæla atvinnuleysis og brostinna vona

img-coll-0255

Atvinnuleysi er yndislegt, halda sumir, og virðast halda að auðvelt sé að taka fjórfaldri tekjulækkun og lifa á ölmusu. Lífsneisti heimila er margbrotinn, stundum þverbrotinn en lífið er ekki mælt í peníngum. Lífið  er betur mælt í trú fólks á sjálft sig og getu til að lifa sínu dags daglega lífi í virðingu, bæði við sjálft sig og aðra. Því miður er mikið af orðagjálfri manna, bæði í stjórnmálum og … Lesa meira


Dáleiddur smálánasauður

img-coll-0328

Banki hefur einkarétt á að koma ávísunum Seðlabankans í umferð. Seðlabankinn hefur einkaleyfi til að prenta ávísanir. Þú kallar það ýmist seðla eða penínga. Þú mátt kalla það hvað sem er; prentaðan pappír, ávísanir, eða blekkingu. Því pappírinn er verðlaus. Eina ástæða þess að hann virkar er sú að allir trúa blekkingunni. Bankinn kemur pappírnum í umferð í gegnum lánastarfsemi. Uppskrift hennar er þessi: Þú færð milljón að láni og … Lesa meira


Lífsskoðunarfélag frjálsra múrara

tviburar

Ein spurning leitar á hugann: hverjir eru í leynifélagi frjálsra múrara? Önnur spurning fylgir þeirri fyrri; hverju trúa þeir? Því þetta er jú lífsskoðunar félag. Sem vekur þá þriðju; hafi þeir ekkert að fela, hvers vegna eru þeir í felum fyrri allra augum? Sem að lokum vekur eina spurningu í viðbót; hefur leynd þeirra nokkuð með völd, eignir og dáleiðslu að gera? Langar þig í svör við þessu eða ættum … Lesa meira


Ég á mér sýn

tviburar

Ég á mér engan draum, enga von, né markmið; ég er ekki neitt í hafsins ólgusjó utan eitt lítið tár. En ég á mér sýn, göfuga hreina og skýra, hún er minn vilji og mín braut. Hún er mér vegvísir í myrkri og skýli í vondum veðrum. Hún er sú að göfgi mannsandans sé myrkri hans meiri og að minn andartaks draumur í fljóti þess góða í mannsins sál sé … Lesa meira


Persónuleg hugleiðing um að halda sig við efnið

gudjon-img--0054

Enska síðan mín – logostal.com – er smátt og smátt að saxa á íslensku síðuna mína – hreinberg.is – og sumpart að taka framúr. Sem er verulega sérstakt. Í fyrsta lagi geta pennar af mínu tagi sjaldan gert sér vonir um mikla lesningu og sérstaklega ekki þegar blandað er saman jafn mörgum og ólíkum straumum og ég geri. Enn síður þegar skoðanir eru jafn langt út fyrir rammann og mínar … Lesa meira


Sannleikar elítunnar þyrla upp moldviðri hugans

img-coll-0222

Ástæðan fyrir því að almenningur trúir fjölmiðlum er tvíþætt. Fyrri þátturinn er sá að fjölmiðlar segja frá viðburðum og atvikum. Viðburður er sumsé eitthvað sem gerist en atvik er eitthvað sem einhver segir frá s.s. tilkynningar stjórnvalda og annarra. Síðari þátturinn eru amerískar bíómyndir um blaðamennsku sem hafa dáleitt almenning til að trúa á hinn baráttuglaða rannsóknarblaðamann og hugrekki hans til að fletta ofan af spillingu. Við sem köfum dýpra, … Lesa meira


Samfélag heilagleikans og þaggaðir blíðusalar

img-coll-0653

Alþingi Lýðveldisspunans fremur ofbeldi á fólki sem vill selja hágæðaþjónustu af persónulegum toga. Fjölmiðlar og viss grasrótarhópur hefur komið því inn hjá þjóðinni að þetta fólk hljóti allt að vera fíklar eða undir áþján mansals. Engin raunveruleg rýni er til í þetta fag á meðan það er dæmt jafn harkalega og yfirborðsheilög elítan og nokkrir siðapostular halda þeim föngnum sem stunda fagið af faglegum áhuga og samviskusemi. Bæði fagfólkið og … Lesa meira


Ótti við Íslam er óttahvötin ómenguð

img-coll-0250

Ástæðan fyrir að Iðnveldið er svo hrætt við Íslam er ekki Múhameð og ekki öfgamenn sem fremja ofbeldisverk í skjóli hans. Hver sá sem lesið hefur Kóraninn eða rannsakað Múhameð veit að hann var jafn mikið á móti ofbeldi og Jósúa Maríuson – þessi sem þú trúir á síðan í fermingu. Einnig var hann jafn hrifinn af fyrirgefningu og aðrir spámenn eingyðistrúarinnar. Fyrsta súra – eða bók – Kóransins tekur … Lesa meira


Að mennta í hugsun eða kenna hugsunarhátt

img-coll-0079

Ég var alinn upp í menntakerfi sem gerði hiklaust grín að þeim nemendum sem hugsuðu út fyrir þann ramma sem meginstraumur hinna krakkanna og kennarans þóttu við hæfi. Þetta kerfi mældi gáfur nemenda sinna eftir minnisgetu sinni á prófum sem í raun mældu aðeins tvennt. Annars vegar hversu vel var tekið eftir í leiðinlegri og niðurdrepandi skólastofu þegar áhugaverðara var að horfa út um gluggann og láta sig dreyma um … Lesa meira


Skyggnusýning hins tvívíða heims

img-coll-0147

Fyrir fáeinum vikum tók ég eftir því að ég var orðinn háður Facebook, ekki að ég yrði að vera tengdur og tékka á veggnum daglega, ekki heldur að ég yrði að tékka oft á dag; ég var með tvo prófíla opna allan daginn, annan í Chrome og hinn í Firefox. Allir vafrar leyfa í dag svonefnt Tabbed Browsing eða Flippað vafstur – svo notað sé slangur. Þú getur í dag … Lesa meira


Veruleiki er þversnið af dulhyggju allra samtímis

img-coll-0136

Það er sterk tilhneiging meðal fólks að trúa því að „þú sért það sem þú trúir” og einnig að sú sýn sem þú hugsar mest um sé sú sýn sem þú dregur fram í dagsljósið. Sé þetta rétt hugnast mér lítt hvað fólk er mest að hugsa um. Alls staðar virðist spilling, eigingirni, þröngsýni, ofbeldi í orði og æði, ábyrgðarlausar ástir og umfram allt taumlaus sjálfselsk græðgi og sinnuleysi. Það … Lesa meira


Vertu vatnið vinur minn

img-coll-0108

Síðan ég tók við God’s Will og opnaði fyrir það sem hún stendur fyrir, hefur streymt til mín innsæi á hluti sem ég hef hvergi séð ritað um eða neina halda fram. Svo fór ég að rannsaka netið. Þar sá ég að undir teppi meginmiðlunar og hins lögleidda „menntakerfis” var straumur af fólki að segja sömu hluti, segja frá sams konar innsæi, ekki bara í okkar samtíma heldur í samtíma … Lesa meira


Hinn siðprúði múgur er stýrður lýður

img-coll-0306

Ef megnið af fólki hefur misst tökin á innihaldi siðferðis og er tilbúið að gefa öðrum vald yfir mælikvarða eigin siðferðis, og ef iðkendur frjálsrar hugsunar eru „útsendarar kölska“ þá sér enginn þegar nornaveiðar og dáleiðsla miðalda er enn að verki. Ef það er rétt sem trúarbrögðin segja beinlínis og Samsæris kennismiðir rökstyðja ítarlega, að samfélag fólks sé miðstýrt í gegnum blekkingar skuggavalds, þá væri rökrétt að efast um allan … Lesa meira


Hin kristna menning tapaði sálu sinni og fangaði þína

img-coll-0256

Þegar fylgjendur Jósúa Maríusonar týndu lífi sínu fyrir trú sína þótti þeim það fagnaðarefni, enda hafði forsprakki þeirra sjálfur týnt lífi fyrir trú sína og þeir trúðu að sálarlíf sitt væri eilíft en egóið forgengilegt. Þegar Míþras dýrkandinn Konstantín keisari umbreytti Míþras trú sinni í ríkistrú og skipti um nafn á henni þá umbreyttist og útþynntist boðskapur spámannsins. Enda stendur boðskapur hans ekki fyrir það sem hin svonefnda Kaþólska Kirkja … Lesa meira


Eyðimörk hugans og blindur áttaviti

tviburar

Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum. Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama … Lesa meira


Vindmyllur hugans og útvíkkun á vitund

img-coll-0165

Í skammtatilveru þá er allt vitund. Atómið hefur vitund rétt eins og blómið, sólin eða ég – þú. Þegar þú neytir einhvers tekur þú þátt í vitund þess. Því getur vitund hveitijurtar – og frumuminni hennar – haft áhrif á þína vitund, og tilfinningar eða greind – þegar hennar er neytt. Skynjunarlyf eru með vissar ábendar varðandi þetta eins og Terence McKenna hefur margbent á og bókin “The Doors of … Lesa meira


Sé prúttað við Guð kemur verðið á óvart

gudjon-img--0305

Ég man ekki hvort það var í Kóraninum eða Biblíunni. En það var útskýrt fyrir trúuðum að ástæða þess að Hebrear urðu að flakka í eyðimörkinni í eina kynslóð var aðeins að hluta til sú að þeir reistu skurðgoð (Gullkálfinn) meðan Móse var á Sínaí fjallinu. Hin ástæðan var mun áhugaverðari. Hún var sú að kynslóðin sem kom út af Egyptalandi – eða út úr hinu táknræna heimskerfi ótta og … Lesa meira


Alheimur er mældur með ljósi sem gæti blekkt hugann

img-coll-0157

Fyrir aðeins fjórum öldum vorum við að byrja að skilja að jörðin snýst í kringum sólina. Við erum alin upp við að það sé staðreynd og að það hljóti að vera augljóst. Ef við hins vegar leggðumst út undir beran stjörnuhiminn þá er það engan veginn augljóst. Til að sjá það þarf maður að eyða nótt eftir nótt úti að horfa, skrásetja, miða út, reikna út, og horfa betur. Ekki … Lesa meira


Virk samskipti við fólk eða tvívíða merkimiða

gudjon-img--0308

Áðan tók ég rútu í fyrsta sinn í tólf ár. Það var alveg eins og í fyrsa skipti og dálítið gaman að fylgjast með fólkinu raða sér um borð. Þar sem ég sat gat ég horft á fólk rétt áður en það kæmi um borð. Fyrir utan innganginn var par í faðmlögum og átti greinilega erfitt með að skiljast að. Hugurinn hvarflaði til þeirra skipta í fortíðinni sem ég hafði … Lesa meira


Þegar menning verður einskis virði innan frá

img-coll-0170

Í rauninni hefur enginn áhuga á breytingum til batnaðar. Engar fréttir eru sagðar af þúsundum landsmanna á vergangi. Enginn þrýstingur á valdakerfið að hlýða þjóðinni. Fólk í sama kaupæðis og afþreyingar algleymi og áður, fljótandi áfram bíðandi þess að sér sé reddað. Hið eina sem blífur er reiðigjóstur athugasemda til hægri og vinstri á síðum fréttamiðla og stöðulínum á samfélagsmiðlum. Reiðin er alls ráðandi, ýmist hjá þeim sem hafa tapað fé … Lesa meira


Heimsendir var daginn fyrir sjálfsmorð

img-coll-0292

Heimsendir hófst með iðnbyltingu og lauk með Tunglferðunum. Endirinn á heimsendi átti sér stað árin 1965 til 1975. Þessu spáðu Vottar Jehóva um árabil út frá Biblíu útreikningum. Þeir sjálfir misskildu hins vegar eðli, tilgang og framgang heimssendis eins og flestir Biblíu rýnendur. Með orðunum eðli, tilgang og framgang þá var átt við sýn. Þegar við lifum í persónulegri heimssýn en lítum á hinn ytri veruleika sem raunveruleika þá mun … Lesa meira


Kraftur hinnar fönguðu sálar

img-coll-0237

Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni. Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær. Hinn mannlegi einstaklingur … Lesa meira


Foringi föllnu englanna fjötraður

img-coll-0484

Þegar ég var sex ára fékk ég mína fyrstu martröð. Hún var ljóslifandi draumur og ég mundi drauminn árum saman. Hann var svo skýr – og átti sér stað í götu í hverfinu heima – að ég eyddi talsverðum tíma næstu árin að ganga um hverfið til að finna götuna aftur en fann hana aldrei. Ég var alltaf sannfærður sem drengur að gatan væri til. Næstu tíu árin efaðist ég … Lesa meira


Þjófur kemur í hugarhöll eigandans

img-coll-0270

Endurkoma meistarans – ekki hans sjálfs sem einhvers konungs heldur í anda – gerðist fyrir fjórum áratugum og einu ári skemur. Undirbúningur þess hófst áratug fyrr og voru þá opnuð innsiglin sjö. Þessu var spáð fyrir tveim árþúsundum. Því var ennfremur spáð að endurkoman væri eins og þegar þjófur kemur inn í hús, sem hefur mun dýpri merkingu en fólk fær séð. Því það fyrsta sem þú hugsar er „ég … Lesa meira


Efnahagur iðnríkja blómstrar í stríði

img-coll-0241

Ef Vesturheimshreppur myndi hætta stríðsrekstri og stríðsæsingum myndi hagkerfi þeirra hrynja mánuði síðar. Tvennt gæti þá gerst. Kína yrði hið nýja heimsveldi og Evrópa myndi í glundroða sínum flýja verndarvæng Voðatúns yfir til Pútubónda. Meðan þessar hræringar væru í gangi myndi efnahagskerfi Rauðskjaldar hrynja og með því allir alþjóðasjóðir og seðlabankar iðnríkja. Það yrði magnaðasta heimskreppa allra tíma og í glundroðanum fengi Palestína spes útreið. Svo kannski viltu að Ofurbarði … Lesa meira


Kreddan er útför hinnar lifandi trúar

img-coll-0208

Trú er í samtíma okkar jöðruð (marginalised). Manneskja sem er trúuð er séð sem þröngsýn og skammsýn sem lifi í takmörkuðum og gamaldags heimi. Hún hangi í tilbeiðslu á úrelta eða hálfúrelta hugmynd um yfirskilvitlega veru sem hafi dálítið öfgakenndar mannlegar tilfinningar á borð við litróf afbrýði og fyrirgefningar og margt þar á milli. Enn fremur er sýnin á gildi trúar orðin bjöguð, jafnvel af prestunum sjálfum. Kraftaverk fortíðar séu … Lesa meira


Elítan er sálarlaust skrímsli

img-coll-0474

Meðlimir elítunnar eru ekki fólk heldur sálarlaus skrímsli. Aðeins sálarlaust skrímsli sendir „Fulltrúa valdstjórnar“ til að bera barnafjölskyldur út af heimilum sínum. Aðeins sálarslaus skrímsli leiða heiðarlegt fólk inn í dómssal til þess að rífa af þeim heimilið og færa það opinberri stofnun sem gleymt hefur tilgangi sínum. Elítu pakk sem heldur að fólkið í samfélaginu séu sauðir og kyngi endalaust setningum á borð við „þetta eru lögin“ eða „þetta … Lesa meira


Dávald að ofan eða draumur að innan

img-coll-0156

Nútímalíf Íslendingsins er álíka spennandi og líf svartra þræla í Bandaríkjunum rétt fyrir þrælastríð. Hljómar kannski langsótt því þeir voru eign annarra manna en við erum það ekki. Þeir voru ómenntaðir en við erum menntaðir. Þeir áttu ekkert og við eigum helling. Þeir gátu ekki ferðast en við getum ferðast. Hvert einasta heimili er skuldsett langt umfram eignir. Þær litlu eignir sem heimilin hafa eru veðsett langt umfram verðgildi. Sum … Lesa meira


Tjáningarfrelsi og rannsóknarréttur múgsefjunar

img-coll-0088

Það sem er áhugavert varðandi lokun léns IS-samtakanna er þetta: Fjöldi fólks, þar á meðal fólk sem annars eru ötulir verjendur tjáningarfrelsis, hefur talað eins og það sé ekki bara sjálfsagt mál, heldur nauðsynlegt að loka svona vefsíðum. Ekki hefur hins vegar útskýrt með skýrum hætti hvaða lög eiga að hafa verið brotin með þessari vefsíðu. Aðeins hefur verið bent á grein í Almennum hegningarlögum að refsivert sé hér á … Lesa meira


Skurðgoðadýrkun hefur lítinn styrk gegn hreinni trú

img-coll-0138

Níu milljónir kristinna manna – og kvenna – búa í Egyptalandi og aðal söfnuðurinn þar er jafnframt einn sá elsti í heimi. Hugsanlega sá elsti því Kristnir Egyptar telja að guðspjallamaðurinn Markús hafi stofnað söfnuð þar árið 40. Þegar Konstantin keisari reisti hina Kaþólsku skurðgoðakirkju sem síðar mótaði nær alla kristna söfnuði, þar á meðal hinn Íslenska voru valin og hreinrituðu fjögur rit sem sögðu frá spámanni Guðs að nafni … Lesa meira


Að játa Guð sannleikans í orði og æði

img-coll-0294

Fyrir um það bil sex þúsund árum var par sem gekk í gegnum hræðilega erfiðleika. Elsti sonur þeirra var drepinn af bróður sínum. Sagan nefnir það ekki en margt bendir til þess að þeir hafi verið tvíburar, í það minnsta var stutt á milli þeirra. Þetta var trúað fólk sem datt niður á þá hugmynd að ekki bæri að trúa því sama og flestir trúðu á því landsvæði þar sem … Lesa meira


Að sjá gerist fyrir náð ef maður dregur frá

img-coll-0110

Það eru tvenn meginöfl sem berjast um huga og hjörtu mannkyns. Margir halda að barist sé um áþreifanlega hluti svosem yfirráð yfir löndum og eignum, enda virðist það svo á yfirborðinu sem notað er til að fóðra okkur. Mörgum yfirsést hins vegar að hin raunverulegu átök gerast inni í höfðum okkar sjálfra. Við sjáum oft ekki það sem er hulið á bak við örþunna filmu skilnings okkar. Enginn fæðist í … Lesa meira


Græðum stjórnlaust

img-coll-0194

Við horfum á þorskinn, álið, ferðamennina og nöldrið þegar við ræðum efnahagsmál. Mig undrar ímyndunarafl vorrar þjóðar. Því engin þjóð í heimi hér, hefur betri menntun. Hún er afbragð annarra þjóða í skapandi hugsun og andlegri dýpt. Tökum því  snúning sem ég hef beðið eftir árum saman. Beðið þess að mér betri menn sjái og rökstyðji betur en ég. Eins og allir vita er ég fyrst og fremst heimspekingur og … Lesa meira


Hvíti og svartigaldur

img-coll-0121

Þeir sem lesið hafa Orðatal vita að ég henti mér út í dulheimagrúsk í kringum 11 ára aldurinn og hef verið á undarlegu andlegu ferðalagi síðan. Hvar ég iðrast ekki neinna skrefa hingað til en hef þó stigið fleiri feilspor en vert er að rita um. Eitt sem alltaf ruglaðist í mér var hversu mjög hinir ýmsu meistarar og sjálfskipaðir kennarar – sem furðu nokk öfluðu sér ævinlega misvitra lærisveina, … Lesa meira


Afplánun er auðveld

gudjon-img--0047

Fyrst þegar komið er til afplánunar er mætt á Skólavörðustíg 9 í Reykjavík. Þegar þangað er komið verður maður fyrir léttu áfalli. Aðstæður samrýmast í engu því sem nútíma Íslendingur á að venjast. Húsnæðið myndi kannski teljast lúxus fangelsi í Brasilíu eða Nígeríu. Nú vilja margir góðborgarar að fangar megi dúsa í sem verstum húsakynnum og lýsa þannig sjálfum sér vel. Það er rétt sem Páll Winkel segir í greinastúf á … Lesa meira


Einmana í mannfjölda

gudjon-img--0084

Allir sem hafa búið í borg vita hvað átt er við þegar sagt er „einsemd í borg“ því engin einsemd er verri en sú að vera einmana í mannfjölda. Þetta vita einnig þeir sem búið hafa í fámenni, hvort heldur þorpi, smábæ eða sveit, því þar er nánd oft meiri. Vissulega finnst mörgum vont í fámenni þegar allir vita allt um alla en þó er það betra en búa í borg og … Lesa meira


Óvart skotið á vont mark

gudjon-img--0016

Það er skrýtin tilfinning að horfa á hugbúnað sem aldrei átti að verða, og spurja sig hvernig hann varð til. „Alpha Pack“ var í upphafi skrifað fyrir mín eigin verkefni sem einfalt verkferlakerfi. Ég hafði í upphafi þörf til að skrá niður hugmyndir. Ég er fyrst og fremst hugmyndasmiður og þar sem ég hef lagt stund á sálfræði, guðfræði og heimspeki, er garðurinn stundum frjór. Reynslan er sú að fyrir … Lesa meira


Leiðtoginn er úreltur

img-coll-1162

Hjarðhegðun er hið náttúrulega úrval spendýra. Við fylgjum sjálfkrafa þeim aðila sem virðist hæfastur til að leiða okkur til betri afkomu. Þetta náttúruval gerist sjálfkrafa innra með okkur og er mjög erfitt að stjórna því með innri rökræðu. Þú vilt ekki vera viljalaust dýr sem lætur ókennda náttúru leiða þig áfram en alveg sama hvað þú reynir, þá sérðu þetta ævinlega eftirá. Hve margir einstaklingar í sögu þinni, hvort sem … Lesa meira


Mannréttindahugtak eða veruleiki

img-coll-1020

Fyrir sjö heilögum árum síðan var ég venjulegur Íslendingur sem vann mín störf, víkkaði smám saman út þægindahringinn, og undi sáttur við Guð og menn, aðallega Guð. Svo hrundi mín prívat veröld og hluti hennar var lagður í dóm götunnar, sem var sárt. Eins og allir vita getur vont orðið vani þegar skrápurinn þykknar og við vitum að oft þarf að bíta á jaxlinn, setja undir sig hausinn, berja sér … Lesa meira


Andaverur hins illa

gudjon-img--0010

Það má ekki lengur trúa því að ill öfl séu til, hvað þá að þau stjórni fólki, og enn síður að þau ráðist sérstaklega að fólki sem iðkar heiðarleika og heiður. Því ef hið illa er til, og ef það er rétt sem Biblían kennir, að til séu „andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (svo ég vitni í Pál postula), þá er það virkt afl sem vinnur gegn einhverju góðu. Hið fyndna … Lesa meira


Skapandi hjátrú

gudjon-img--0028

Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita. Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu … Lesa meira


Boltinn og risinn

gudjon-img--0149

Í spádómsbók Daníels er því lýst hvernig heimsveldi hins illa verða mölvuð af sigri hins góða. Þar er heimsveldunum líkt við risa. Lýsing á risanum er eftirfarandi: 32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, 33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir. Mismunandi er hvernig menn túlka drauminn.  Er þetta betur útskýrt í bók minni „Orðatal um Biblíuna.“ … Lesa meira


Laumglymur andans

img-coll-0230

Á milli ellefu og hálfeitt á kvöldin kemur kyrrð. Þetta finnst best í bæjum og þorpum. Hið sérstaka við þetta er að umferðarniðurinn þagnar mun fyrr, eða á milli hálfníu og hálftíu. Fyrst niðurinn úr umferð er löngu horfinn, þegar kyrrin kemur, þá hlýtur að vera annað á ferð. Tvennt kemur til greina að mínu mati. Annars vegar fara flestir til náða á fyrrgreindum tíma. Líklega eru þrír fjórðu mannfjöldans … Lesa meira


Dómur krists

img-coll-1170

Guð einn veit, því ég tel það ekki, hversu marga ég hef hitt á ævinni sem vita hvað Guð er. Færri þeirra hafa þó sagt mér hver hann er, því fæstir þeirra ræða við hann. Þó hafa þau öll lesið um hann. Sérstaklega þykir mér áhugavert hversu mikið af yfirborðsfíflum þykjast vita hver vilji Guðs er, bara því þau hafa lesið hnausþykka bók sem þau telja að sé orð hans. … Lesa meira


Ekki gamalt heldur nýtt

img-coll-0207

Hugmyndin að nýju Íslandi er ekki ný af nálinni. Þessi hugmynd birtist, á því sem næst hverri öld frá landnámi. Við megum ekki gleyma því að Íslenska þjóðin fæddist vegna þess að nýbúar árið 900 vildu nýtt land og nýtt samfélag. Við erum svo upptekin af því að rífast og jagast – um misstór málefni – að við gleymum því hvaðan við komum. Við gleymum því að gildin sem þjóðin … Lesa meira


Menntunar holan

img-coll-0015

Íslenska þjóðin býr að bestu menntun í heimi – eða svo er sagt. Þó kemur hún illa út úr samanburðar rannsóknum. Læsi virðist fara hnignandi og kerfið er talið dýrt, jafnvel óskilvirkt. Víða heyrast viðtöl við sérfræðinga með ýmsar skoðanir en flestir tala þeir mest um kannanir og stefnur. Minna bólar á einföldum úrræðum til úrbóta, eða betrumbóta. Minna ber á þeim röddum sem ræða um hvað rétt sé gert, … Lesa meira


Litadýrð í blómagarði

img-coll-0204

Ég var svo lánsamur sem ungur piltur að alast upp í sveit. Ég var einnig svo lánsamur þegar ég var drengur, að komast að því að til var samkynhneigt fólk. Ennfremur var ég svo lánsamur að mér var kennt af fullorðna fólkinu að bera virðingu fyrir fólki sem er öðruvísi en ég sjálfur. Þegar ég var drengur fannst mér þó óþægilegt að til væru drengir sem þættu aðrir drengir sætir. … Lesa meira


Rányrkja opinberra stofnana

bodun

Skuldin á bak við Bröttukinn 7 var spunnin eftir vel þekktri uppskrift: Desember 2007 Höfuðstóll 11 milljónir. Eign 6 milljónir. Kaupverð 18 milljónir. September 2010 Skuld 18 milljónir. Eign – mínustala. Matsverð eignar 16 milljónir. Desember 2011 Uppboð fyrir Íbúðalánasjóð (opinber stofnun) á vegum Sýslumanns (opinber stofnun): Hæsta boð, slegið og selt, 3 milljónir. Júlí 2013 Héraðsdómur Reykjaness (opinber stofnun) dæmir leigjanda (áður eiganda) til útburðar vegna 200.000 króna skuld … Lesa meira


Drónar í flugi og hugsun

img-coll-0146

Valdahóparnir á bak við Bandarísk stjórnvöld tilheyra menningarsýn sem er ekki kristin. Meirihluti þeirra auðmanna eru af Hebreatrú sem trúir því að Palestína sé þeirra fyrirheitna land og það sé loforð frá skaparanum. Í þeirri trú eru allar þjóðir, utan Hebrea þjóðarinnar skríll sem „tilheyrir þjóðunum“. Þjóðirnar eru nefndar Gentiles á ensku sem merkir hina óumskurnu. Síðari þýðingar hinna hebresku ritninga breyttu þessu orði því margir þjóðfélags og trúrarhópar nota umskurn … Lesa meira


Áttavillt hugsun í tölvuveröld nútímans

gudjon-img-0021

Árið 1993 kynntist ég tölvum og forritun í fyrsta sinn. Það ár hóf ég útgáfu tímarits um tölvur sem hét ET-blaðið og gaf það út til ársins 1997. Þetta var skemmtilegt tímabil sem kenndi mér margt. Þegar ég hóf útgáfuna voru margir í tölvu- og hugbúnaðar bransanum sem fullyrtu að slík útgáfa væri ekki framkvæmanleg hérlendis. Það hefði verið reynt margoft áður. Mér tókst þó að gefa út 13 tölublöð … Lesa meira


Fjórir leyndardómar hins kristna heims

img-coll-0083

Orðatal er eina bókin um kristna trú sem útskýrir hvers vegna Djöfullinn eigi létt með að tæla mannshugann. Hún er eina bókin sem fullyrðir að Kristur kirkjunnar sé Andkristur og að boðskapur Jesú sé falinn fólki. Er þar fullyrt að prestastéttin séu „embættismenn trúarbragðanna“ og séu beinlínis fulltrúar andskotans. Fyrir leikmann kunna þessi orð að vera fullsterk og öfgakennd en rauði þráðurinn í Biblíunni er einmitt sá að Djöfullinn Satan … Lesa meira


Tíminn er spírall

img-coll-0025

Önnur stærsta uppgötvun í hugarlandi mannkynsins er tíminn. Við ráðum ekki við tímann því við getum ekki flýtt honum, hægt á honum né ferðast um hann. Þó dreymir okkur um að geta það. Þegar við nálgumst þá hugmynd, hvort hægt sé að ferðast í tíma, vakna spurningar á borð við hvort við viljum nokkuð vita hvað sé í framtíðinni og hvernig myndi líf okkar vera, eða myndum við yfir höfuð … Lesa meira


Fjörbaugsmaður og landvættir

img-coll-0808

Var að lesa mér til um orðið „Fjörbaugsmaður“ og fann grein frá 1907. Óvart var mér – sem les ekki ljóð – litið á langt kvæði á síðunni og rakst þar á hendingu sem varð mér samstundis kær. Mér hafa landsvættir verið hugleiknir undanfarið ár. Skoðun mín er sú að fjallkonan sé landvættur sem tengi aðra landvætti við þjóðarsálina, okkur. Ég sé vættina sem feiknamikinn landvilja og orku sem taka … Lesa meira


Hinn dugandi maður

gudjon-img--0124

Hitt hef ég mann sem hafði lítið að gera á vinnustað. Hann tók til þess ráðs að ganga mikið um vinnustaðinn með klemmuspjald. Í hvert sinn sem hann var tekinn tali lauk hann samtalinu á orðunum „best að þjóða, svo manni verði eitthvað úr verki.“ Fljótlega tók fólk að ráðleggja honum að taka það rólega, hann legði of mikið á sig. Hver sá sem starfað hefur á hjá ríkisstofnun hefur … Lesa meira


Sannleiks og sáttanefnd

img-coll-0020

Sannleiks og sáttanefnd, fyrir gerendur og þolendur kynofbeldis, gæti orðið farvegur fyrir gríðarlega heilun og bata fyrir allt samfélagið.  Þar getur manneskja stigið fram og segir „ég kem með þessa játningu til að undirstrika að ég er veikur maður og ég þarf hjálp“. Hún hefur vissulega unnið öðrum einstaklingum tjón og skaða. Sjálfur er ég fórnarlamb og myndi vilja opna fyrir farveg sannleiks og sáttanefndar. Þar sem gerendur jafnt sem … Lesa meira


Fjölmiðla uppeldi

img-coll-0639

Heimurinn okkar – já okkar – er mjög hraðvirkur. Bréf sem eitt sinn var vikur á leiðinni – og tók enn fleiri vikur að rita svar við – og svo fleiri vikur í svarleið, fer nú rafrænt frá einum til annars á sekúndubroti. Þó veröldin hafi breyst hefur mannlegt eðli haldið sér. Karlar í mið Evrópu fyrir tvö þúsund árum flökkuðu um skóga og fjalllendi í leit að veiðibráð. Aðrir … Lesa meira


Heimskerfi óttans

img-coll-0559

Flest trúarbrögð kenna okkur að heimurinn sé á valdi hins vonda. Flestar heimspekikenningar taka undir þetta. Margar stjórnmálahreyfingar eru sama sinnis. Skoðanahópar, bækur, kennslustefnur, og annað hafarí af viðhorfum elur okkur á því í gegnum söguna að stjórnkerfi veraldar, að trúarbragðakerfin og alla jafna allir sem ráði, séu hluti af samsæri illrar orku, illra anda, eða hvaðeina sem vont er. Á sömu stundu trúa því flestir að það sem þú … Lesa meira


Benjamín, spámaður Guðs

1998-safn-084

Þegar ég heyrði fyrst um Benjamín H. J. Eiríksson var það í lítilli frásögu innan kunningjanetsins. Ég hef þá verið liðlega tvítugur. Spjallið var á þá leið að hann hefði verið merkur hagfræðingur, en hefði geggjast og áliti sig vera Jesú endurholdgaðan. Ég var meðlimur Votta Jehóva á þessum tíma og að sjálfsögðu var þar litið niður á alla sem ekki voru sömu trúar og þeir. Í dag er ég … Lesa meira


Geld þekking

img-coll-0605

Þú þröngvar ekki fólki til að hugsa, en þú getur tælt hugsun annarra. Því meira sem þú útskýrir hugsun fyrir öðrum manni, því meir mun hann streitast gegn huga þínum. Gefir þú hugsun þína í skyn – sem er djúp list- leggur hann saman orð þín. Þannig finnur hann á eigin spýtur innihald hugsunar þinnar og öðlast innblástur. Þannig virkar öll hugsanaþróun. Því sá sem öðlast innblástur bætir við sinni … Lesa meira


Eiðsvarinn offiser

img-coll-0689

Ég hef skoðað sögu Bradley Manning og sögu Julians Assange. Enda ávalt gert mér far um að lesa um málefnin og kynna mér þau. Ég vil vita meira en fjölmiðlar matbúa mér. Þessi maður var eiðsvarinn foringi í her og misnotaði aðstöðu sína. Sértu eiðsvarinn, þá sverðu við heiður þinn. Nú er heiður úreltur á sjónvarpsöld en þó held ég að hann hafi enn merkingu. Ef maður er eiðsvarinn foringi … Lesa meira


Mín veröld sem var

img-coll-0297

Þegar ég var krakki átti ég annan heim og fór þangað oft. Þar var ég stundum landkönnuður að skoða ókunn lönd og ég lék mér þannig leiki. Ég útbjó mig til landkönnunar með tjaldi og ýmsum græjum og gat gleymt mér tímunum saman á ferðalögum. Herbergið mitt breyttist stundum í ókunnar borgir og undraheima af ýmsum toga. Þegar ég varð unglingur breyttist þessi veröld. Þá fór ég í krossferðir eða … Lesa meira


Vefur Fiskistofu útgefinn

Á myndinni eru Jón Bjarnason, Árni Múli Jónasson og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir

Þessi grein er er kaflabrot úr bók minni „Varðmenn kvótans – Fiskisaga af einelti:“ Það var ekki óalgengt að ég ynni fram á kvöld þær vikur sem ég vann mig í gegnum mesta álagspunktinn. Það var síðustu vikurnar áður en þáverandi Sjávarútvegsráðherra opnaði nýja vefinn með pompi og prakt, óvitandi að hann var að sýna gömlu fötin keisarans eftir litun. Skömmu áður en eineltið náði hámarki var haldinn blaðamannafundur hjá Fiskistofu með … Lesa meira


Hikandi ég frekar en ég án hlutverks

img-coll-0005

Einu sinni kom Peter Sellers, sá ástsæli gamanleikari, í viðtalsþátt. Spyrillinn hafði orð á því að Sellers hefði tekið skýrt fram við sig, að hann myndi ekki koma sem hann sjálfur. Peter Sellers var þekktur fyrir þetta viðhorf, og útskýrði að ég held aldrei hvers vegna hann var svo harður á þessu. Á hverju sem tautaði og raulaði var hann fyrst og fremst leikari og þverneitaði á nokkurn hátt að … Lesa meira


Aldur jarðar

universe

Alheimurinn er talinn vera 13.77 milljarða ára. Það útleggst sem  13.770.000.000 ár! Jörðin er talin vera 4,54 milljarða ára, sem úttleggst sem 4.540.000.000 ár! Jörðin hefur því lifað í 32% af aldri alheimsins! Sólin okkar er talin um 60.000.000 árum eldri en jörðin, sem gerir hana 4,6 milljarða ára. Tja, jafngamlar! Sólin er bara 22ja ára, þó er hún miðaldra. Þannig að við höfum allavega milljarð ára til að finna og … Lesa meira


Sniðganga sem úrræði

02

Við þekkjum nöfn á borð við Gandhi. Krúttlegur lítill kall á lendaskýlu sem var Indverji. Flestir vita að hann er frægur, og sumir að hann var pólitískur eða andlegur leiðtogi. Einhverjir hafa séð bíómyndina og vita þetta aðeins nákvæmar s.s. að hann var lögfræðimenntaður frá London. Enn færri muna eftir að hugmyndir hans og aðferðir – eða orðfæri – þjálfaði hann í Suður Afríku sem var fasistaríki innan Breska Heimsveldisins. … Lesa meira


Rafmagns kostnaður

img-coll-0002

Um svipað leiti og jakkalakkar orkuveitunnar hækkuðu hitann hækkaði rafmagnið. Maður spurði sjálfan sig hverrar þjóðar þessi kvikindi væru. Efnahagur landsins í molum, þeirra eigin skuldsetning fram úr hófi fáránleg, og ég ríkisborgarinn skyldi borga brúsann og stillt upp við vegg til þess. Þar sem ég hafði þegar ákveðið að lækka eigin hitakostnað, með smá áreynslu og árvekni, þá var um aðeins eitt að ræða. Borgaraleg mótstaða! En hvernig lækka … Lesa meira


Hitakostnaður

img-coll-0074

Fljótlega eftir hrun hækkaði hitinn. Í fjölmiðlum höfðu reglulega birst fréttir af skuldum hitaveitunnar – eða orkuveitunnar – og að erlendu lánin þyrfti að greiða. Ljóst var hver ætti að greiða! Ekki þeir sjálfir! Svo kom að því að hitinn hækkaði, svo sem búast mátti við. Ekki ætluðu Jakkalakkar að axla ábyrgð. Ekki voru þeir að missa störfin sín, lækka í launum, eða á annan veg í hættu. Ég staldraði … Lesa meira


Flókin veröld

050720123133

Við lifum í veröld sem er bæði flókin og einföld. Það er auðvelt að finna sér vinnu ef þú ert tilbúinn að vinna í hverju sem er, en flókið ef þú gerir kröfur. Að sama skapi er einfalt að móta sér viðhorf til nútímans ef þú fylgir fréttum, en ef þú lest þér til og kynnir þár málin flækist myndin. Það er til hellingur af efni sem varpar hulunni af … Lesa meira