Geld þekking

Þú þröngvar ekki fólki til að hugsa, en þú getur tælt hugsun annarra.

Því meira sem þú útskýrir hugsun fyrir öðrum manni, því meir mun hann streitast gegn huga þínum.

Gefir þú hugsun þína í skyn – sem er djúp list- leggur hann saman orð þín. Þannig finnur hann á eigin spýtur innihald hugsunar þinnar og öðlast innblástur.

Þannig virkar öll hugsanaþróun. Því sá sem öðlast innblástur bætir við sinni eigin. Þannig geta tveir lagt saman dulda hugsun og skapað hina þriðju. Allar deilur sem vit er í hafa þennan tilgang einan. Að samlegðaráhrif tveggja einhuga, skapi lausnir og hugarmyndir til framtíðar.

Hvernig færð þú hóp sem er barmafullur þekkingar, og trúir að menntun sín sé verðmæt, til að leggja þekkingu sína saman og tengja nýja, og verðmæta hugsun?

Hvað er yfir höfuð skapandi hugsun? Er það eitthvað sem bara tilheyrir hinum skrýtna?

 

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.