Efnisflokkur: Annað efni

Hljóðbækur og bækur á Acrobat pdf.

Tvær leiðréttingar og ein skýring

tviburar

Í grein minni „Að mismuna hundafólki? sem birt var í Morgunblaðinu 24. apríl 2013, rita ég á einum stað „Matís hefur reglur? en átti að vera „Mast hefur reglur.? Biðst ég velvirðingar á að leiðrétting féll milli þilja og dróst. Greinin er birt undir nafninu Elías Ívarsson, en margir þekkja skrif mín betur undir nafninu Guðjón E. Hreinberg, en ég heiti fullu nafni Guðjón Elías Hreinberg Ívarsson. Sumt fólk trúir … Lesa meira


Viðbót við ritgerðina Húmanistadulspeki

Photo5787

Eftir að ég, Guðjón Hreinberg, lauk ritun greinarinnar Húmanistadulspeki, hafa bæst í sarpinn örfáir smáir punktar sem mætti bæta við hana. Frekar en að uppfæra PDF skjalið set ég punktana hér. Ef fleiri punktar bætast við á næstunni, mun ég setja þá hér og dagsetja. Einn færasti vírusa sérfræðingur heimsins, Judy Mikovitz sem minnst er á í ritgerðinni, hefur bent á fáeina áhugaverða punkta varðandi vírusasmit. Punktar sem öll sóttvarnarráð … Lesa meira


Húmanistadulspeki (vísindadulspeki) 2020 – ritgerð

img-coll-0317

Við fyrstu fréttir af Covid-19 veikinni sá maður enga ástæðu til að efast um að veikin væri til. Þegar rætt var um hvaða vírus lægi að baki hennar sá maður heldur enga ástæðu til að efast. Þegar veikin breyttist í fyrirsögnum meginmiðla (Mainstream Media) í farsótt (Epidemic) og að lokum í heimsfaraldur (Pandemic) sá maður heldur enga ástæðu til að efast. Hverjum myndi detta í hug að taka hættuna á … Lesa meira


Þegar saumavélin hrekkur í gírinn

20180208_231915

Eftir að hafa rætt ritað greinina „Að læra á saumavél er ekkert grín“ ræddi ég ítarlega við starfsmann hjá viðgerðaþjónustu Pfaff á Íslandi. Voru mér gefin þrenn ráð, sem ég fylgdi og viti menn; Hægt var að sauma með græjunni! Síðan er búið að sauma og sauma og gera við hitt og þetta. Vélin virtist þurfa einhverja yfirhalningu því Sikksakkið var bilað en allt annað virkaði eins og enginn væri … Lesa meira


Að læra á notaða saumavél er ekkert grín

saumavel-s22

Fyrir rétt rúmlega tveim árum keypti ég notaða „Singer 22“ saumavél í endurvinnslunni á 5’000 krónur. Viku síðar fór ég á frítt saumavéla-námskeið á vegum Rauða krossins. Þá kom strax í ljós að ekki var hægt að nota saumavélina, svo ég skutlaði henni í viðgerð (sem kostaði 11’000 krónur) og lærði á eina af saumavélum Rauða krossins. Þegar saumavélin kom heim úr viðgerð (en það kostaði Dísel olíu að skutla … Lesa meira


Bréf frá sjálfsmorðingja

notis-front-014

Í fáeinar vikur hefur bók verið að fæðast í hugskotinu – sem betur fer afar stutt – sem fjallar um sjálfsmorð og það samfélagsmein sem það er. Orð mín sem betur fer afar stutt tekur til þess að ég ætlaði aldrei að skrifa hana. Hún fæddist nýlega sem hugmynd. Ég hef aldrei litið svo á að þetta efni sé inni á mínu áhugasviði. Auk þess sem mín bíða verkefni sem … Lesa meira


Viðhaldsdyggðir Þjóðanna

pdf-icon

Ég tók mér það bessaleyfi fyrir fáeinum árum að vélrita upp bókina „Viðhaldsdyggðir Þjóðanna“ sem er lítið kver eftir Bjarna frá Vogi. Kverið er gefið út árið 1917 meðan heimsstyrjöldin fyrir geisaði og er því tæplega aldar gamalt í dag. Heimurinn hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er, í tæknilegum skilningi og um margt í andlegum skilningi, en þó er mannkynið enn hið sama og þá. Bókin er vistuð … Lesa meira


Orðatal um leyndardóma Biblíunnar

2007-12des-jol-083

Ég hef nýlega lokið uppkasti að bók sem ég nefni Orðatal. Hún fjallar um Biblíuna út frá sjónarhóli hins kristna heims. Einblýnt er á rauða þráðinn í spádómum hennar og flett ofan af því hvað Jesús var og samsærið sem hvergi er útskýrt annars staðar. Sem stendur er aðeins um uppkast að ræða. Hér og þar eru mismælisvillur, aðallega hvað varðar nöfn, og upptökurnar eru mjög hráar. Því bið ég … Lesa meira


Brísíngamen Freyju

pdf-icon

Ég leyfði  mér að vélrita upp og setja á vefinn bók eftir Skugga (Jochum Eggertsson). Bókin heitir Brísingamen Freyju. Bókin er um margt merkileg og mér finnst að hún verðskuldi að vera aðgengileg. Ég geri mér ljóst að hér eru siðferismörk að veði, því hún er líklega bundin höfundarrétti. Hins vegar er hún nærri hvergi aðgengileg, og efni hennar er stórmerkilegt. Brísingamen Freyju (pdf) má sækja frítt á shop.not.is.   … Lesa meira


Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna

jolasagan

Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp. Þar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna … Lesa meira


Endurreist Þjóðveldi 2013

hvitblain-kort

Hugmyndin að Endurreist Þjóðveldi fæddist óvart. Sem áhugamaður um heimspeki og trúmál hef ég aldrei haft áhuga á stjórnmálum og lítinn á samfélagsmálum. Ef eitthvað er hafði umræða stjórnmála og ýmissa samfélagsmála gert mig fráhverfan þeim vettvangi. Í raun var það þrennt sem varð kveikjan að viðsnúningi mínum. Þegar ég þróaði „Ferli hins jákvæða vilja“ lærði ég hvernig reiður og bitur maður getur umsnúið eigin persónu til jákvæðrar og skapandi … Lesa meira


Raunir Kornelíu

kornelia

Stutt hljóðbók um afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku. Fylgt er eftir ævihlaupi og rakin saga konu sem nefnist Kornelía. Er líf hennar skoðað fram á miðjan aldur. Bókin er eingöngu útgefin sem stutt hljóðbók og er hún frí til lestrar (hlustunar). Bókina má niðurhala frá bókasetri mínu shop.not.is en hún er einnig vistuð á rafrænu Þjóðarbókhlöðu rafhladan.is eða spila beint af media.not.is.  


Varðmenn kvótans

gudjon-img-0173

Sagan af því þegar kvótakerfið var opið fyrir tölvuárásum og maðurinn sem lokaði holunum var látinn víkja. Að góðborgarar Fiskistofu, eyðilögðu frama þessa samstarfsmanns og fór þar fremstur Árni Múli Jónasson þáverandi Fiskistofustjóri. Allar myndir í bókinni tengjast Fiskistofu með beinum eða óbeinum hætti. Bókin er útgefin á Acrobat sniði (pdf) og einnig sem hljóðbók. Acrobat bókinni má hlaða beint niður í tölvuna þína og prenta út. Acrobat sniðið má … Lesa meira