Húmanistadulspeki (vísindadulspeki) 2020 – ritgerð

Við fyrstu fréttir af Covid-19 veikinni sá maður enga ástæðu til að efast um að veikin væri til. Þegar rætt var um hvaða vírus lægi að baki hennar sá maður heldur enga ástæðu til að efast. Þegar veikin breyttist í fyrirsögnum meginmiðla (Mainstream Media) í farsótt (Epidemic) og að lokum í heimsfaraldur (Pandemic) sá maður heldur enga ástæðu til að efast.

img-coll-0317Hverjum myndi detta í hug að taka hættuna á farsótt og breyta henni í einhvers konar samfélags- og þjóðaverkfræði (Social engineering) eða áróður (Propaganda)?

Hvers konar illkvittni væri slíkt og á hversu fjarstæðukenndum veruleika myndi sú sálfræði byggja? Hver myndi græða? Myndi fólk ekki sjá í gegnum slíkt og neita að láta blekkjast?

Umfram allt, hvers vegna ætti maður að hlúa að samsæris kenningu um farsótt sem væri að dreifa sér um allt og draga fjölda fólks til dauða? Það væri fjarstæðukennt. Það væri eins og hvolpur að elta skottið á sér: Hverjum dytti í hug að ljúga um augljós vísindi og hverjum dytti í hug að klína lygahvöt upp á þá sem greina frá vánni?

Við höfum vanist þeirri trúarhugsun að vísindin séu heiðarleg og þau leitist við að staðfesta með mælingum og athugunum hvað það er sem hreyfir nálina á mælinum. Um allan heim eru gefin út tímarit fyrir jafningjarýnd (Peer Reviewed) vísindi, athuganir, kenningar, útskýringar og niðurstöður. Það hlýtur að vera erfitt að nota svo vandlega rýnt efni til að ljúga upp í opið geðið á athugulu fólki?

Af framangreindum ástæðum hikaði maður að efast opinberlega og beið því átekta. Þetta eru yfirleitt fyrstu viðbrögð grúskara við fréttum, við byrjum á að trúa, síðan förum við að sjá gloppur, svo grúskum við, loks greinum við frá því sem við finnum, sem endar á að við erum djöflamerkt (Demonized) og síðan sniðgengin (Ostracized) af meginþorra fólks.

… framhald ritgerðarinnar á PDF fomi: 20200703-Humanistadulspeki.

ritgerðin upplesin á archive.com (hefst á 1:58:39 í gudjon-hreinberg-safn-2020-E).

… athugið, síðan ritgerðin var birt hafa bæst við punktar, sjá Viðbót.

 

This entry was posted in Annað efni and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.