Piparkökuhúsið og Hrafnagúndi

Sumir halda að ég sé eitthvað á móti Guðna Th. Alls ekki, af og frá. Ég hef lesið sumt eftir hann og hann er ágætur penni, skrifar frekar persónulegan stíl en fágaðan, þó dálítið litlausan. Allir sem ég þekki sem hafa hitt hann, bera honum vel söguna.

img-coll-0502Hann er ægivel giftur, þó mér finnist fáránlegt að forsetafrú sé útlendingur (hvort heldur Dorrit eða Elíza) þá eru þær báðar framúrskarandi sem slíkar og þó ég sjái rautt þegar á Dorrit er minnst þá er ég kolfallinn fyrir Elízu.

Sem þýðir að Guðni er vel giftur og maður amast ekkert við slíku, auk þess sem maður amast heldur ekki við feðrum sem eiga mörg börn (rétt eins og með Boris Johnson sem er algjör tuddi á þeim vettvangi).

Það fræðilega efni sem ég lesið eftir Guðna er þokkalega rannsakað – segi ég leikmaðurinn – en það verður að segjast að það er í stil við húmanísk fræðistörf síðustu fimm áratuga. Fyrirbæri sem væri lengra mál að útskýra en dugar að segja að þú þarft bara að lesa „abstract“ kaflann í öllum ritgerðum frá húmanistavísindamönnum, eða vita hvernig vindar stjórnmála- og samhljómshagsmuna blása.

Þetta segir þó ekkert um neitt, samfélag menningar og fræða er flókið og það var það bæði á tímum Arkímedesar og Páls frá Tarsus, rétt eins og á Steingervingalandi.

Nei, ég hef ekkert út á Guðna að setja sem mann, þess vegna uppnefni ég hann Piparkökudreng, því manneskjan sem gegnir hlutverki er ekki það sama og manneskjan sjálf. Katrín er manneskja sem lifir sínu lífi, Stalínskæja er hlutverkið sem hún birtist í opinberlega. Ég er ég, heimspekingurinn opinber birting og spámaðurinn aðeins flóknara enda kölluð þjónusta og ekki val.

Piparkökudrengurinn er barnasaga sem við öll höfum lesið eða heyrt eða séð í myndasögu (Cartoon), svo við þekkjum söguna, en á ensku heitir hún „Gingerbread man.“ Táknmyndin er tvíþætt. Í fyrstu er augljóst að hjónin sem bökuðu drenginn eru elítan og að öll dýrin sem hann hleypur undan eru gervigrasrótar hóparnir sem ætla sér að éta hann – eða eigna sér- en hann kemst undan þeim öllum þar til refurinn nær að plata hann.

Hvernig Guðni var tekinn og hann (með vilja eða álpun) var bakaður í ofni markaðsfræðinnar og gerður að táknmynd fyrir fólk, er nokkuð augljóst þeim sem fylgdust með atburðarásinni.

Hann skaust eins og stjörnublys upp á himininn með bók um Gunnar Thoroddsen og Óvinir ríkisins og svo Hrunið, sem prófessor var hann hluti viðurkenndrar akademíu og því samþykktur af elítunni, vel þekktar skoðanir hans á Icesave og Evrópusambandinu gerðu hann geðþekkan stórum hluta áhugafólks um stjórnmál og menningarmál og með spjalli sínu um Hrunið og síðan Panama skjölin var hann algjörlega matreiddur sem geðþekkur maður með þægilegar skoðanir á málefnum tíðarandans.

Síðast en ekki síst höfðu fræðistörf hans um sögu forsetaembættisins gefið honum mjög skýra sýn á bæði hvernig forseti skal koma fram á hlaupum sínum undan þeim sem vilja éta hann og hvernig hann sinni opinberu starfi sínu. Þá var nokkuð ljóst hverjum þeim sem læsi skrif hans og rýndi í viðtöl hans og fyrirlestra að hann myndi á engan hátt velta Títanic bátnum af stefnu sinni á ísjakann.

Allir vita sem grúskað hafa, að Títaníc hét í raun Olympic og að sagan af skipsskaðanum var mun flóknari en sú matreidda.

Sem fyrr segir, táknmyndin getur verið jafn flókin og sagan, en táknmyndir ýmist draga fram augljósa og ónefnda fleti eða lýsa upp dulflækjur (Complexes), því refinn sérðu ekki fyrir og óvíst að hann verði nefndur refur þegar hann birtist og eins óvíst að nokkur muni viðurkenna birtingu hans og rétt eins víst að sagan ljúki þannig að Piparkökudrengurinn hlaupi inn í sólarlagið í sögulok eins og Lukkuláki. Hversu margir tóku eftir þegar Lukkuláki skipti út sígóstubbnum fyrir grasstrá?

Þegar ég geri grín með hugakinu er ég meðvitaður um eldhúsið sem bakaði hann, þau sem stýra eldhúsinu, húsfólki þeirra og þjónum, svo og öllum hópunum í kring. Síðast en ekki síst sé ég Piparkökuhúsið sjálft, sem er ekki endilega staðsett á Álftanesi.

Þegar ég hef rætt um þetta við fólk í gegnum árin, hef ég aldrei heyrt nein málefnaleg rök frá stuðningsfólki hans fyrir því hvers vegna það styður hann, rétt eins og það trúi á táknmynd á trúarlegu altari sem fellur að einhverri dulspekilegri mynd sem það geri sér um hluti sem ekki er auðið að sjá. Mér finnst það jafn sorglegt og mér finnst það mannlegt. Þegar ég bendi þeim á verkfræðina sem kom táknmyndinni inn í huga þeirra, hlusta þau af kurteisi.

Nú síðustu vikurnar, þegar framboð Guðmundar er rætt (og í sögulegu samhengi) er annað sem birtist, í fyrsta lagi fannst þessu fólki að Sturla væri of öfgakenndur og hafði heyrt eitthvað um hann sem þeim líkaði miður, ekkert þeirra gat bent á hvað Sturla sagði um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og hvort það væri alvarlegt mál að hún hefði með yfirveguðum hætti verið þverbrotin áratugum saman.

Þau höfðu hins vegar séð yfirlýsingar valinna aðila, fjölmiðlafólks og jafnvel lagaprófessora, sem hiklaust sögðu þjóðinni að útskýringar Sturlu væru rangar, rýnislaust og því kyngt hráu.

Einnig tek ég eftir að þegar framboð Guðmundar er rætt í pottunum, þá kemur einhver frasi úr fjölmiðlafyrirsögn um persónu hans eða einhvern hluta af sögu hans, sem er kolrangur og ekki bara rangur, heldur æpandi rangur hverjum þeim sem hefur kynnt sér málin og fylgst með einhverju öðru en fjölmiðlasmiðju tvíhöfðans á Íslandi.

Nei, tvíhöfði er ekki Sigurjón og Gnarr heldur Rúv og Sýn (áður 365), dýrs sem mótar eina sömubókarmynd handa allri þjóðinni. Líkt og Rómverski guðinn Janus, sem stýrði inngöngu og útgöngu fólks í hús og musteri og stýrði öllum skilningi þess, og var þannig, rétt eins og Loki okkar, ásinn sem goð, jötnar, menn, álfar og vanir snérust um.

Þannig vinnur sálarverkfræðin í krafti þess að þjóðin rannsakar ekki sjálf heldur flöktir í vindum félagsverkfræðinnar (social engineering*) og hefur jafn lítið minni og hún hefur yfirsýn. Allt þetta fólk vill breytingar en getur ekki sagt hvaða grundvallarþáttum skuli breyta né hvernig og hefur verulega takmarkaðan skilning á eðli laga og reglna eða hvaða frumspeki er notuð í ríkissmiðjum (Statecraft) eða þjóðfélagssmiðjum. Rétt eins og Hrunið 2008 hafi bara verið fjarlægar meltingartruflanir á milli kvöldskatts og dögurðar, en þó geta þau tínt til mörg hrafnaspörð og talið baunirnar í grautnum.

Ég átta mig vel á – í öllum þessum hugleiðingum – hversu líklegt það er að karl og kerling gefi karlssyni áfram lélega eftirlíkingu af Kristjáni Eldjárn.

Einnig er  hugsanlega rétt hjá Axel að kosningar á Íslandi séu kallaðar en ekki taldar. Ég átta mig á að erlendar stofnanir hafa aldrei fengið að fylgjast með Íslenskum kosningum. Mér er svosem slétt sama því ég veit að hvort heldur Guðni eða Guðmundur verða á Bessastöðum næsta haust, þá mun það afar litlu breyta um tíðarandann, um spillingu Lýgveldisins eða um steinrunna hugsun Uppvakninga (Ghoul), Umskiptinga (Golem) eða Uppskafninga (Gargoyle).

Ég hef fyrir löngu áttað mig á að vel menntað fólk skilur ekki þessi þrenn hugtök og sér ekki hárbeitt háðið sem dregið er fram úr fornum Evrópskum mýtum sem bjuggu þau til og voru vel þekkt hérlendis á öldum áður.

Það mun engin áhrif hafa á skilning fólks á frumspekinni sem áður var nefnd eða eðli húmanismans og þeirri spillingu sem hann náttúrulega vinnur að, það mun ekki leiða Íslendinga aftur til uppruna síns og út úr piparkökuhúsinu. Sem minnir á aðra sögu Grimm bræðra, skyldu Hans og Gréta ná að ýta norninni í ofninn?

Reyndar held ég að ef Guðmundur verði kosinn, að það muni gefa þjóðinn falska ímynd um stundarsakir, þess að greining mín sé röng.

Í þessu ljósi ritaði ég nýverið að það versta – fyrir mig persónulega, því ég á engra annarra hagsmuna að gæta – að þó ég muni kjósa Guðmund (þrátt fyrir að hann elskar bæði Nató og Dorrit) er að ég þarf að gagnrýna hann sem forseta Lýgveldis jafn hnitmiðað og ég hef gagnrýnt Lygaramafíu þess og kotunga hennar til þessa.

Ég hef ekkert á hvorum að græða en mig grunar annað. Ef Guðmundur tapar kosningunni – sem er mjög líklegt – þá stendur eftir vitnisburðurinn sem hann er að gefa um stjórnarskrármál og eðli raun-lýðræðis (en raun-lýðræði hefur ekki sést á Íslandi síðan 1662) sem við Íslendingar höfum einir þjóða notað og eigum höfundarréttinn á en þorum ekki að viðurkenna.

Téður vitnisburður minnir á vitnisburð Sturlu frá 2016, sem er einn sá mikilvægasti sem Þjóð okkar hefur fengið, er þá meðtalinn minn eigin vitnisburður í starfinu fyrir Endurreist Þjóðveldi 2013. Án vitnisburðar er ekki hægt að dæma og án dóms verður engin heilun. Eins og fræðimaðurinn Robert Faurisson sagði „að dæma er að bera saman.“

Dómarinn gæti verið samviska þjóðar eða hinir dularfullu vættir sem vernduðu okkur þar til við girtum niðurum okkur fyrir Nató klíkuna.

Góðar stundir.

Þessi grein fæddist óvart, ég samdi stöðufærslu fyrir Facebook, sem óvart varð lengri. Hún var viljandi skrifuð í þéttum klessustíl því ég vildi tjá eitthvað með morgunkaffinu en ekki hafa það of læsilegt, svo varð færslan ægilöng svo ég skellti henni á bloggið.

* Ég nota enska hugtakið „Social Engineering“ jöfnum höndum fyrir Félagsverkfræði, Þjóðaverkfræði, Þjóðfélagsverkfræði og Sálarverkfræði.

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.