Efnisflokkur: Þjóðveldi

Ferðin frá Lýðveldi til Þjóðveldis

Piparkökuhúsið og Hrafnagúndi

img-coll-0502

Sumir halda að ég sé eitthvað á móti Guðna Th. Alls ekki, af og frá. Ég hef lesið sumt eftir hann og hann er ágætur penni, skrifar frekar persónulegan stíl en fágaðan, þó dálítið litlausan. Allir sem ég þekki sem hafa hitt hann, bera honum vel söguna. Hann er ægivel giftur, þó mér finnist fáránlegt að forsetafrú sé útlendingur (hvort heldur Dorrit eða Elíza) þá eru þær báðar framúrskarandi sem … Lesa meira


Vægi jaðarsettrar sýnar (óstytt útgáfa)

2019-10-5623-klippt

Fimm þjóðabrot söfnuðust hérlendis saman og höfðu án deilna sammælst um að kalla eylandið Ísland. Fræðimenn álíta að sá fyrsti hafi byggt sér varanlegt ból á því Herrans ári 874. Ýmsir eru ártalinu ósammála og halda því fram að hér hafi þá verið byggð í það minnsta í þrjár aldir. Það skiptir þó ekki máli því dálítið annað gerðist sem að mati frumspekinga er merkara. Án deilna sameinuðust þessi þjóðabrot … Lesa meira


Ef siðrof hjúpar varanlegt Ástand

img-coll-0493

Þegar forkólfar fréttamiðla og stjórnmála úthrópa innlend fyrirtæki sem starfa í öðrum þjóðríkjum fyrir vafasama viðskiptahætti, gætu þeir óvart eða viljandi litið framhjá heimdraganum. Í Evrópskri menningu skulu viðskiptahættir vera með ákveðnu sniði og við erum alin upp við að líta sjálfkrafa svo á að sé farið út fyrir þann ramma, sé spilling á ferðinni og allir vita að spilling er illska og mannvonska. Spilling er hugtak sem menning allsstaðar … Lesa meira


Úlfar og kosningar

img-coll-0916-a

Undanfarnar vikur hef ég fylgst með nokkurri eftirvæntingu með aðdraganda kosninga, allt frá því að tilkynnt var í herbúðum Ríkisstjórnar að sitjandi stjórn færi frá völdum og myndi boða til kosninga. Það er ætíð spennandi að fylgjast með framvindu stjórnmála okkar Íslendinga, enda má segja að við séum jafn mörg lénsríki og íbúar landsins eru margir. Hver hefur sína vel ígrunduðu skoðun og umræður eru oft bæði heitar og litskrúðugar. … Lesa meira


Vefsetur ríksins eða glanstímarit

img-coll-0584

Fólk sem almennt rýnir í útgefið efni ríkiskerfa, hérlendis sem erlendis, lítur á vefsíður og vefsetur opinberra stofnana og ráðuneyta sem hluta útgefins efnis. Löng hefð er fyrir því að sagnfræðingar, blaðamenn, háskólaborgarar og almennir rýnendur nálgist útgefið efni af þessu tagi sem frumheimildir og gerir kröfu um klassíska nálgun við framsetningu þess og áreiðanleika í tíma. Áreiðanleiki í tíma snýst, auk framsetningar og forms, um aðgengileika, rithátt, heimildatraust og … Lesa meira


Íhald í krýsu

img-coll-0830

Þegar ég gerðist íhaldsmaður hafði það tekið mig nokkrar vikur að þora því. Ástæðan er einföld; Jafningjaþrýstingur samfélagsins var búinn að venja mig við það frá blautu barnsbeini að hægra megin væru arðræningjar Kapítalismans og að hinn illi Sjálfstæðisflokkur stæði þar vörð. Ég hafði oft séð hvernig fólk í samfélagsnetinu var tekið á beinið með miklum yfirlýsingum og eineltis-ræðum ef það lýsti yfir stuðningi við flokk jötnanna, því var ljóst … Lesa meira


EES frá 1662

img-coll-0953

Sumarið 1662 hélt elítan á Íslandi svonefndan Kópavogsfund þar sem tveir æðstu embættismenn Íslenska Þjóðveldisins skrifuðu undir erfðahollustu við konung Danmerkur. Síðan riðu þeir til Alþingis á Þingvöllum og fengu hollustusamninginn viðurkenndan og þar með lögfestan. Sagt er að þeir hafi skrifað undir samninginn undir hótun vopnavalds frá sendimanni konungs og kannski er það rétt. Íslensku embættismennirnir voru þó ekki einir á ferð, því ævinlega þegar lögsögumenn og goðar riðu … Lesa meira


Hvernig Íslenski Íhaldsflokkurinn er tálsýn

img-coll-0503

Ég ætla ekki að stofna Íslenska Íhaldsflokkinn, það er af og frá. Ég veit jafn vel og lesandinn að ég er ekki þesskonar maður að laða fólk að flokkum. Við látum hins vegar menningarrýnum framtíðar um að greina frekar þá fyrnadýpt sem að baki liggur. Að vinna með hugmyndir og sköpun er minn styrkur, þar finn ég mig, og þar hafa margir í gegnum áratugina fengið af að njóta. Árin … Lesa meira


Málþóf og hringavitleysa

img-coll-0903

Um þessar mundir eru ýmsir þingmenn meirihlutans á hinu svonefnda Alþingi að kvarta yfir að fáeinir þingmenn minnihlutans skuli beita málþófi á þingi, og gefa í skyn að hrein mannvonska sé þar á ferð. Nokkrir Íslenskir þingmenn hafa beitt málþófi bæði á Ríkisþingi Lýgveldisins frá 1944 og undir forvera þess Konungsríkinu frá 1918 til 1944. Stundum hefur það komist í fjölmiðla og stundum í kjaftasögur. Hér áður var stundum rætt … Lesa meira


Virðing vekur virðingu.

img-coll-0277

Eins og við höfum flett ofan af, síðan Þjóðveldið var endurreist í júní 2013, þá hélt það velli til 1662, að því var vikið til hliðar af viðbjóðslegu og sönnuðu samsæri. Þegar ég samdi bókina „Endurreist Þjóðveldi 2013“ óraði mig ekki fyrir hversu mikla dýpt ég hafði dottið niður á, ég hafði fátt til hliðsjónar annað en draum Fjallkonunnar, örfáar fálmkenndar sýnir, sterka siðferðiskennd og hugmyndir um menningu okkar sem … Lesa meira


Hjarðhegðun er fyndin

Photo1283

Nýlega sat ég í náttúrulaug úti á landi, sem er svosem ekkert merkilegt. Hvaða Íslendingur hefur ekki farið í náttúrulaug ef hann veit af henni á ferðum sínum? Við öll – tja, næstum öll – elskum landið okkar ofar öllu öðru. Ef frá er talið Sjálfið og Skaparinn. Þeir sem ekki trúa á skapara verða bara að sætta sig við að hafa skapað sig sjálfir. Svo sem margir landar mínir … Lesa meira


Leitin að plagginu mikla, stjórnarskrá Lýðveldisins frá 1944

img-coll-0757

Veturinn 2014 til 2015 kom upp sú spurning í Djúpköfun hjá FrelsiTV hvort Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland frá 1944 væri til sem raunverulegt plagg eða ekki. Vaknaði sú samsæriskenning að plaggið væri skáldverk sem hentaði elítunni. Axel Pétur Axelsson setti sig í samband við þær stofnanir sem líklegastar væru til að varðveita skjalið og eftir nokkuð streð fékk hann ljósmyndir af skjalinu. Í kjölfarið ákvað ég að gera slíkt hið sama. … Lesa meira


Umræðan ytra og mystískur veruleiki

img-coll-0302

Ég þreytist seint á að vekja athygli á Chris Hedges. Af þeim sem vilja vekja „samræðu lýðræðis“ og hvetja fólk til að finna til eigin vægis er hann tvímælalaust einn sá færasti í málefnaflutningi. Afar virtur og viðurkenndur blaðamaður til langs tíma, vel menntaður og hugsandi. Ég er ekki nauðsynlega sammála öllu sem hann segir, enda skiptir það ekki öllu. Samræða lýðræðis snýst einmitt um að heyra hvað aðrir hafa … Lesa meira


Hinn gleymdi arfur Herúla – forfeðra Íslendinga

img-coll-0293

Herúlar voru í sex aldir á flakki um Evrópu þvera og endilanga. Þeir kynntust allri speki veraldar sem þeir bundu í mál sitt með Völu og Háv. Þeir kynntust Levítum við Volguósa og fengu hlut í dýrð hinnar földu Arkar sem enn er þar dulin, en Levítar fela sig enn eftir að hafa kennt Khösurum hluta sögu sinnar, sem síðar urðu Azhkenasy zíonistar og brengluðu spádómunum miklu. Í þann tíð … Lesa meira


Áttavillt skapandi hugsun

img-coll-0213

Þegar rætt er um úrræði kemur oft ginnunga gapið í ljós. Hvarvetna í bloggheimum, eða í umræðunni almennt, heyri ég fólk hrópa á lausnir. Margir koma með tillögur að breytingum en nær enginn með tillögur að umbreytingu. Endurreist Þjóðveldi er eina tillagan sem fram hefur komið síðustu áratugi, og jafnvel aldir, sem kemur með raunhæfa og einfalda tillögu að umbreytingum. Ekki nóg með það heldur mun hún virka á mettíma … Lesa meira


Áfram stelpa, meira skyr

img-coll-0402

Meðan netheimur og fréttatímar eru undirlagðir af hver sletti skyri í hvern eða hver grýtti úr hvaða glerhúsi, og meðan kjammsað er á nöttaralegum dónaskap einhvers sem lýsir sjálfum sér best. Á meðan við sendum ekki ofbeldi valdakerfisins til föðurhúsanna, höldum við áfram að gera lítíð úr sjálfum okkur. Og hver er lausnin? Við sniðgöngum algjörlega; allt eins og það leggur sig og við endurreisum vald borgarans yfir samfélagi sínu. … Lesa meira


Hvernig Herkúles sigrar Hýdruna vondu

img-coll-1130

Ég hef sagt ákveðinn grunnboðskap nokkuð oft, stundum upphátt svo einhver heyri og stundum í rituðu máli í von um að einhver lesi, oftar þó gefið í skyn. Ósjaldan fæ ég á tilfinninguna að fáir fatti merkinguna, aðallega vegna viðbragðanna, svo mér hættir til endurtekningar. Þegar ég var kennari á tölvunámskeiðum byrjaði ég oft fyrsta tímann á „hæ ég er Gaui, ég endurtek mig aldrei.“ Ég þurfti fyrir vikið að … Lesa meira


Veikur er verndaður maður

img-coll-0425

Ég skammast mín pínkupons fyrir það sem ég ætla að skrifa en hugsunin vaknaði og mér finnst hún eiga rétt à að vera skoðuð. Það ríkti hér áður sú hefð og að miklu leyti ríkir hún enn, að einkalíf fólks í sviðsljósinu var látið vera. Þetta fólk gat verslað óáreitt svo dæmi sé tekið og reynt var að sneiða hjá því að kasta skyri í persónur þó fólk væri ósammála. … Lesa meira


Sjálfsblekking aðdáenda Sóknarhóps og Pírata

img-coll-0185

Sóknarhópurinn sem farið hefur eins og eldur í sinu á vefnum er blekking. Um er að ræða hjákátlega tilraun úr samskonar tjaldbúð og Samfylking og Björt framtíð til að koma á Stjórnlagaspunanum frá 2012. Ef þú sérð ekki að spuninn var blekking og tál þá heppnaðist honum að leiða þig í villu og þá er óþarfi að útskýra það nánar fyrir dáleiddu meginstraums fiðurfé. Sóknarhópurinn er leiddur af góðum manni sem … Lesa meira


Kerfisfólk stjórnar með hugmynd sem er trúað

img-coll-0406

Eitt af því sem við föttum ekki er að ríkishugmynd er hugmynd. Aðal ástæðan er sú að engin önnur hugmynd ríkir yfir okkur og þá sjaldan að skipt hefur verið um ríkiselítuna hefur það kostað byltingu. Þannig er ríkishugmyndin meitluð í vissan stein í vitund okkar og við tökum hana sem gefna. Taka skal þrjú skýr dæmi sem sýna þetta svart á hvítu. a) Hinn almenni borgari tekur sjaldan eftir … Lesa meira


Staðið á breiðum herðum Vilmundar og Benjamíns

img-coll-0195

Ég hef lesið „Hér og nú“ eftir Benjamín H. J. Eiríksson, best menntaði og færasti hagfræðingur sem þjóðin hefur átt og að auki spámaður Guðs. Maður sem var hátt settur í erlendum gjaldeyrisbanka áður en hann varð háttsetttur í Íslenzka fjármálakerfinu. Maður sem var innvígður í valdakerfið um árabil, vel lesinn, vel sigldur og verulega djúpur að innsæi í alþjóðamál iðnveldanna, samsetningu innlenda valdakerfisins og ekki síst í mannlegt eðli. … Lesa meira


Um endurvakinn útlegðardóm

img-coll-0326

Útlegðardómur Þjóðveldis getur aðeins verið framkvæmdur gagnvart fólki sem brotið hefur af sér gegn öðru fólki án tillits til veru sinnar í ríkiskerfi. Þjóðveldi getur ekki dæmt nokkurn mann fyrir að brjóta lög Lýðveldis frekar en Þjóðverjar geti dæmt mann fyrir lögbrot í Frakklandi eða öfugt. Hins vegar er til skilgreining á hugtakinu glæpur til mannkyni og að sama skapi er óhjákvæmilegt að til sé hugtakið glæpur gegn þjóð. Slíkt … Lesa meira


Lakota lýðveldið og Lakota bankinn

tviburar

Lakota Republic Lakota þjóðarinnar er ein skemmtileg tilraun til beins lýðræðis. Russell Means var hugsanlega besta röddin um þau mál. Rithöfundur, baráttumaður, heimspekingur – og afbragðs maður. Hann er nýverið látinn en arfleifð hans mun lifa áfram. Fyrir áhugasama skrifa ég minna og set meira af tenglum í efni sem tengist bæði Means og Þjóðveldis hugsjóninni. Free Lakota Bank Russel Means final interview Meira um fyrrgreindan banka Frábær viðtalsþáttur Alex … Lesa meira


Alþingi Lýðveldis hefur leyfi til landráða

img-coll-0107

Samkvæmt grein 21. í Stjórnarskrá Lýðveldis frá 1944 er bannað að gefa afsal eða kvaðir á landinu nema Alþingi samþykki það sérstaklega. Við fyrstu lesningu mætti skilja þetta sem svo að bannað sé að gefa öðrum vald yfir landinu. Við nánari rýni í setninguna sést að leyfilegt er að gefa öðrum vald yfir landinu ef Alþingi samþykkir svo. Einnig er ljóst af grein 26. í sömu stjórnarskrá að Forseti Lýðveldisins … Lesa meira


Endir Þjóðveldis

tviburar

Ég er í óða önn að hætta öllum greinakornum í tengslum við Endurreist Þjóðveldi. Ástæðan er persónuleg og engin ástæða til að útlista hana frekar. Ég er búinn að eyða úr blogginu þeim greinum sem voru kjarninn í bók minni Endurreist Þjóðveldi 2013 enda sú bók skilmerkilega frágengin og til í PDF sniði og hljóðupptökum annars staðar á Netinu. Á næstu dögum og vikum munu aðrar tengdar greinar verða fjarlægðar … Lesa meira


Elítan forðast að rýna í skattaskjólin

img-coll-0174

Skattaskjól eru blekking elítunnar – eða skuggavaldsins í elítunni. Engin færsla getur farið inn á bankareikning í skattaskjóli án þess að skilja eftir sig slóð. Alltaf er hægt að rekja slóð. Þegar nöðrur embættiselítunnar væla um að skjólin gefi engar upplýsingar er um blekkingu að ræða. Þær eru að lýsa því yfir – án þess að segja það beint – að þær vilji ekki rekja sýnilegar slóðir sín megin; með … Lesa meira


Lýgi sem er trúað verður sannleikur

img-coll-0007

Í áratugi hefur lýðurinn verið dáleiddur til að leita eftir afþreyingu og að eyða tíma sínum og hugsun í eftirsókn eftir vellíðan og ágóða sjálfsins. Í slíkum spuna hverfur grundvöllur samfélagsins úr augsýn og þar með úr hugsýn. Meðan hugur þinn sér ekki að stjórnarskráin er undirstaða eða sáttmáli þjóðar um hvernig hún mótar eigin samfélag þá ert þú ekki að eyða orku þinni í að móta samfélagið heldur þeir … Lesa meira


Sniðgengi er ekki óvirkni

img-coll-0565

Þú vilt að elitan geri eitthvað fyrir þig, því þú gafst henni verðlaust atkvæði? Elítan er ekki land og þjóð, ég er ekki land og þjóð, þú ert ekki land og þjóð. Þjóðin hefur þó selt vald sitt fyrir sama verð. Ég veit hvað ég er að gera fyrir land mitt og þjóð en ég veit ekki hvað þú ert að gera. Meðan ég veit ekki hvaða afstöðu þú hefur … Lesa meira


Hvergi sést listi yfir tómar íbúðir þjóðarinnar

img-coll-0557

Búinn að heyra í útvarpinu síðustu daga. Búinn að skoða meginvefmiðla, lauslega, búinn að heyra í fólkinu í kringum mig, sem all flest fylgist vel með. Er að reyna að heyra eitthvað annað en það sem mér finnst sjálfum, því ég er alltof pissed off og búinn að tjá mig nóg úr þeim ranni. Ég heyri aðallega þrennt. Heilmikið af fólki segir að við séum að sjá hagvöxt og batnandi … Lesa meira


Hugleiðing um sjálfshvatningu þjóðar

img-coll-0273

Við vitum öll að það er margt að hér hjá okkur – og margt sem er súper gott. Þegar ég horfi á umræðuna – og samræðuna sem er minni en hún er til – þá leita ég sífellt að rótinni; hver er rót vandans. Þá hef ég engan áhuga á hvort það er í stjórnmálunum, bankakerfinu, smáiðnaðinum, menningu og listum, menntakerfinu eða annars staðar, heldur hver sé rótin undir öllu … Lesa meira


Sjálfsvald er hið eina vald

img-coll-0224

Mannkynið er ein risastór fjölskylda. Og sem betur fer sjá það sum ættmennin. Tilvera okkar er fallvölt og aðeins skapandi hugsun, umburðarlyndi og samheldni minnkar veltuna og varnar falli. Allt byggist þetta á hugsun og við höldum oft að skoðanir okkar og rökstuðningur þeirra sé hugsun, því hvorutveggja fer fram í höfðinu. Ennfremur höldum við oft að þær hugsanir sem spretta af tilfinningum okkar sé einnig hugsun því tilfinning vekur … Lesa meira


Við erum sjálfsnægari en við trúum

img-coll-0198

Ef maður skoðar kolavinnslu í Appalachia fjöllum, Borneo eða kolahéruðum Kína sést nokkuð sem meginfjölmiðlar sýna helst ekki. Þeir sprengja ofan af heilu fjöllunum og nánast jafna þau við jörðu til að massmoka kolum upp. Þetta er stór iðnaður, að vinna kol og drífa áfram stóriðnað erlendis. Ein virkjun fyrir litla verksmiðju á Bakka við Húsvík er lítill dropi í samanburði. Ég hef fylgst með því sem er í umræðunni … Lesa meira


Óþekktir vogunarsjóðir og löglegt ránsfé

2014-013

Einu sinni voru örfá ríkisfyrirtæki sem stóðu vel. Svo voru þau gefin í gegnum leikfléttu sem uppkomst og nefndist einkavinavæðing. Þá fóru þau að leika sér með froðubólur þar til þau sprungu með hvelli. . Þá voru þau orðin þrjú en með tífalda veltu ríkisins og þó þau hefðu farið á hausinn þá hefði það verið eðlilegt. Vissulega hefðu það verið stórt áfall fyrir eigendur þeirra en það hefði jafnað … Lesa meira


Kókdrukknuð menning á völtum fótum

img-coll-1327

Oft birta fjölmiðlar fréttir af hreyfingum útlendinga hérlendis. Þetta er tíska síðan þjóðin missti trúna á sjálfa sig. Skiptir engu hver útlendingurinn er ef hann er flottur í tauinu og lófarnir loðnir. Séu þeir óloðnir dugar að hann sé frægur í slúðurblöðum. Kínverjar keyptu sér jörð á norðurlandi og fór það hljótt enda á þeim tíma hálft landið í kvíðakasti yfir hugsanlegri atvinnusköpun í afdal sem enginn fer um nema … Lesa meira


Fyrirboði næsta hruns

img-coll-0127

Fréttir af nýja tíuþúsund króna seðlinum voru uppfullar af tvennu, Jónasi Hallgrímssyni (sem var fórnarlamb hálfdansks stjórnkerfis Íslandselítunnar) og þjóðlegu mynstri. Þegar Íslenzka lýðveldið hampar hinu þjóðlega virðist það gleyma hvernig lýðræði fæddist á Íslandi sama dag og nýbúar á landinu breyttust í þjóð. Því vaknar stóra spurningin: Hverju er þagað yfir? Þegar hagkerfi setur nýja seðla í umferð er það yfirleitt vegna verðbólgu og oft dulinnar. Venjan er, ekki … Lesa meira


Allt er hugmyndum háð

img-coll-0068

Þegar hinum almenna manni er gefinn kostur á að bera ábyrgð og sýna hvað í honum býr mun hann standa sig jafn vel og fræðingar og sem best hugsandi menn. Jafnvel betur því hann á skýrari hagsmuna að gæta. Fræðingar eiga það ennþá til að pissa upp í vindinn, svo mjög að almenningi blöskrar. Gleymum ekki að menntun hins almenna stúdents nútímans er á pari við menntuðustu menn liðinna alda. … Lesa meira


Stutt hugleiðing um réttindi

02c

Sönnun þess að við erum dáleiddir þegnar valdakerfis er augljós, því blekking (illusion) er ávallt ofin úr því sem annars lægi í augum uppi. Ef við hugleiðum andartak öll okkar réttindi; og stígum því næst úr úr rammanum: Hver gefur frjálsu barni náttúrunnar réttindi? Þegn er hugtak sem merkir manneskju sem tilheyrir ríkiskerfi og er undir valdkerfi þess sett. Borgari hins vegar merkir frjálsa manneskju sem á hlut í eigin … Lesa meira


Hið heilaga orðagjálfur

img-coll-0130

Atkvæði þitt í kosningum er ávísun á vald þitt. Þegar þú gengur inn í kjörklefa velur þú hver eigi að höndla ávísun þína næstu fjögur ár. Þú velur fulltrúa þinn, eða handhafa valds þíns, af lista sem var valinn fyrirfram. Þú hefur engin áhrif á hvernig það val fer fram. Þegar þú velur handhafa valds þíns þá hefurðu tvennt til að miða við. Annars vegar sögu þessa handhafa undangengin fjögur … Lesa meira


Daginn eftir hrun

img-coll-0099

Þegar hrunið kom á sínum tíma fæddust mér tvær hugmyndir, sem ég hef áður ritað um. Vissulega veit ég ekki hvort þær hefðu verið framkvæmanlegar. Daginn eftir að guð Geirs blessaði Ísland – því til eru margir guðir og Geir nefndi aldrei hvern þeirra hann ákallaði – hugsaði ég: „Banna skal útflutning á þeim hundruðum stórra vinnutækja sem brátt verða seld úr landi. Þjóðnýta alla fjármögnunarbanka jafnharðan og þeir falla. … Lesa meira


Hin tigna og frjálsa Íslands sál

img-coll-0131

Öldina sem Íslendingar urðu til var hér krökkt af laxi, silungi, og fleygri veiðibráð. Þá höfðu refir, ernir, smyrlar og fálkar átt hér griðland án samkeppni við manninn en urðu brátt að hopa. Eins og allir vita  hafa ernir verið hundeltir í gegnum aldirnar því þeir bæði taka lömb en geta einnig náð ungabörnum. Eins og með öll stóru rándýrin þá lifa þau erfiðu lífi og eiga þvi erfiðara uppdráttar … Lesa meira


Þjóðveldishátíð 2014

gudjon-img--0091

Það er stutt í þjóðveldishátíð lýðræðis Íslendinga. Í fyrra var haldin sú fyrsta í átta hundruð ár. Hátíð sem er tileinkuð lýðræði, frelsi og sjálfræði. Eins og ljóst er af greinum Þjóðveldisfélagsins er málefnið risastórt. Hvernig við getum yfirgefið Lýðveldið og leyft því að rotna í eigin spillingar haug en jafnhliða endurreist hugsun Þjóðveldis á frelsis vilja Íslensku þjóðarinnar. Við ætlum ekki að gera þetta með byltingu né ófriði. Við … Lesa meira


Einfalt er bezt, nema flókið sé betra

img-coll-0137

Ég skráði mig í sjálfstæðisflokkinn því mér þótti virðing ríkja þar fyrir festu og öfgaleysi. Þar væri virðing borin fyrir skoðunum annarra og málefnaleg rökræða sterk. Ég hélt Sjálfstæðismenn virða lýðræðislega niðurstöðu og samræðu. Kjarni sjálfstæðisflokksins vill sýna samfellda heild út á við. Þó margir félagar séu flokknum ósammála í mörgu virðist samstaðan sterk. Í heildina var ég meira sammála þessum flokki en nokkrum hinna en einnig hrifinn af þessari … Lesa meira


Ef frelsið er falt þá ertu þræll

gudjon-img--0048

Þegar þjóð sundrast má búast við að allt fari norður og niður. Venjan þegar þetta gerist er sú að engin samstaða sé um þjóðarhag og þeir sem stýra honum tapi stórfé. Þegar átt er við þjóðarhag er jafnan átt við efnahagslíf þjóðar. Þeir sem stýra þjóðarhag eru sjaldnast stjórnmálamenn og aldrei þjóðin sjálf. Málpípur stjórnmála vilja segja okkur annað og miðjumoð þeirra er þreytt. Síðast þegar þjóð okkar sundraðist voru … Lesa meira


EES brýtur þjóðarsáttmálann

img-coll-0158

Lestu samantekt EES samningsins og lestu svo stjórnarskrána frá 1944. Lestu svo almenn hegningarlög, og notaðu svo Netið: Athugaðu hverjir samþykktu þennan samning sem er hrein landráð. Ég er á móti því að Lýðveldismafían tróð alþjóðasamningi og valdaafsali upp á þjóð sem krafðist þess að geta kosið um samninginn. Samning sem þar að auki er brot á samningi stjórnkerfis við þjóðina. Er til yfirlit yfir hversu mörg lög frá Brussel … Lesa meira


Festa er bumbum betri

gudjon-img--0045

Margmenni á Austurvelli birtist ekki á þann hátt að gangandi vegfarendur fái hugmynd á gönguferð í miðbænum. Hver einustu fjöldamótmæli, hérlendis sem erlendis, eru skipulögð í grasrót. Það er gert þannig að maður ræðir við mann og eru þeir yfirleitt meðlimir í grasrótarhóp. Þannig var bumbubyltingin fyrir fjórum árum. Búsáhaldabyltingin var skipulögð af fáeinum málefnahópum vinstra megin við línuna. Þetta veit hver sá sem rýnt hefur í hverjir voru helstu ræðumenn, hverjir … Lesa meira


Mín Íslenzka arfleifð

gudjon-img--0027

Forfeður mínir komu til þessa lands, til að lifa frjálsir án afskipta ríkisvalds.  Þeir virtu trúfrelsi og heiður. Þeir stofnuðu héraðsþing í 39 héruðum til að íbúar héraðs gætu tekið beinan þátt í mótun laga og rétta. Þeir völdu árlega fulltrúa héraðsþings til að ríða til Alþingis og móta landslög. Hinn vinnandi maður var sá sem stóð þær raunir sem á hann stóðu. Tungu sína hafði hann í heiðri, forfeður … Lesa meira


Áríðandi vandi

gudjon-img--0221

Maður fyllist vissu þakklæti í garð meginfjölmiðla. Því þeir minna mann sífellt á að á Íslandi býr hamingjusamasta þjóð heims. Smám saman venst maður því að vandi samtímans verður vandi fortíðar og allt mun þetta reddast. Enda gleymt í doða spunans. Það sem er efst á baugi dagsins í dag er gleymt í næstu viku. Erfiðleikar þjóðarinnar hverfa smám saman í skuggann af froðu og þvættingi. Manni er bent á … Lesa meira


Ég vel sniðgengi

img-coll-0798

Ég hef ekki notað Plastkort frá hruni, hvorki Debit né Kredit. Ég nota aldrei heimabanka. Þegar mig vantar eyðslufé sæki ég það í hraðbanka og stöku sinnum í næsta útibú. Það eru þúsundir Íslendinga að beita þessu sniðgengi, sem er ástæða þess að hraðbankar hafa nú færslugjöld. Bankakerfið er enn í bóluvexti og fjölmiðlar þegja. Ef Íslendingjar tækju fé sitt úr bankanum í vikunni, fengju aðeins 10% þeirra reiðufé. Hinir fengju … Lesa meira


Áróður virkar ekki á óttalausa

img-coll-0145

Á síðustu öld geysaði stjórnlaus óðaverðbólga tvisvar í Þýskalandi. Tvívegis var hún skotin niður á fáeinum dögum með djarfri aðgerð. Aðgerðinni hefur verið ítarlega líst víða en megin miðlar vilja síður hleypa því inn um lúguna hjá þér. Verðbólga* skiptir þjóðina engu ef hún hefur efni á mat handa börnum sínum og þaki yfir höfuðið. Henni er sama um fjárvald og yfirvald ef hún býr við öryggi. Hins vegar skiptir … Lesa meira


Búnir að missa tökin

gudjon-img--0072

Fangelsismálastofnun er opinber stofnun. Hún er angi af hinu opinbera kerfi Íslenzka lýðveldisins. Sú Grýla hefur aldrei skilið þegna landsins og stjórnar með boðum og bönnum. Þegar boð og bönn virka ekki er þeim fjölgað eða þau þyngd. Þessi grein var fyrst rituð á blog.is sem gagnrýni á frétt varðandi hertari refsingar á föngum hjá Fangelsismálastofnun Íslenska Lýðveldisins. Sem fyrrverandi fangi og áhugamaður um sálfræði og sjálfshvatningu tel ég mér … Lesa meira


Bongóblíða í dávaldsheimum Lýðveldis

img-coll-0139

Í vor gekk ég tvívegis inn í banka og spurði um stýrivexti. Í bæði skiptin hváir bankastarfsmaður og segir „hvað er það?“ Í bæði skiptin uppfræddi ég bankastarfsmann um hvað stýrivextir séu. Stýrivestir eru grundvallarvextir allra vaxtaútreikninga í bankakerfinu. Jafnframt benti ég starfsmanni á hvar hægt sé að fletta upp stýrivöxtum en í fyrra tilfellinu kallaði bankastarfsmaður á annan bankastarfsmann sér til aðstoðar. Oft hef ég lent í samskonar undanfarin … Lesa meira


Eldfærin endursótt

img-coll-0132

Eitt sinn var sagt frá því að gömul norn sendi ungan uppgjafahermann inn í tré að sækja eldfæri. Síðan upphófst allskyns dirrindí fyrir dátann en sögulok fyrir skessuna. Það er eins með Íslenzka lýðveldið. Hvað sem það veltir sér upp úr orðagjálfri milli þingnefnda eða valdahópa ráðuneytanna. Innan þessa valdakerfis er ekki lengur neitt lýðræði, sama hvað háttvirtur þingmaður eða aðrir reyna að kveikja í með ónýtu tundri. Skessan hefur … Lesa meira


Að elska orðagjálfur

gudjon-img--0008

Það er oft sem ég las ekki allan textann í fréttum fjölmiðla. Sérstaklega um stjórnmál. Það er svo mikið af faglegu orðagjálfri. Mér verður oft óglatt þegar stjórnmálamenn og þeirra háttvirti orðhengilsháttur reynir að útskýra að þeir hafi staðið við loforðin eins og frekast var unnt – þó það sjáist ekki. Sem minnir á hvernig starfsfólk ráðuneyta og stofnana iðkar ákveðna mállýsku innan tungutaks faglegs orðagjálfurs. Mállýsku sem er betur … Lesa meira


Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín

hvitblain-kort

Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum. Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna. Þó … Lesa meira


Hið heilaga orðagjálfur

img-coll-0119

Atkvæði þitt í kosningum er ávísun á vald þitt. Þegar þú gengur inn í kjörklefa þá velur þú hver eigi að höndla ávísun þína næstu fjögur ár. Þú velur fulltrúa þinn, eða handhafa valds þíns, af lista sem var valinn fyrirfram. Þú hefur engin áhrif á hvernig það val fer fram. Þegar þú velur handhafa valds þíns þá hefurðu tvennt til að miða við. Annars vegar sögu þessa handhafa undangengin … Lesa meira


Kóngur valdi fánann

img-coll-0188

Ég elska Ísland og Íslenska þjóð, sem er hið sama í mínum augum og að elska sjálfan mig. Allt það góða og besta í sjálfum mér sprettur af sama meiði og Íslenska þjóðin. Ég er hluti af henni. Allt sem er gott í minni þjóð er líka gott í mér. Það er eins með það sem er óæskilegt. Í mínum augum er ekkert sem er vont eða illt en sumt … Lesa meira


Opinber hugarhýt

gudjon-img--0011

Fjórar spennandi spurningar: Hvað er miklu eytt í tölvukaup á vegum hins opinbera. Hve mikið er eytt í hugbúnaðarkaup á vegum hins opinbera? Hversu mikið af hubúnaðarkaupum hins opinbera er erlendur hugbúnaður? Eftir hvaða stöðlum er farið við val á opinberum hugbúnaði? Er til svar við þessum spurningum? Er einhvers staðar til staðall fyrir gagnageymd Íslenska lýðveldisins? Eru til faglega skilgreindar aðferðir við þróun hugbúnaðar innan stofnana? Hvernig skyldi erlendur … Lesa meira


Nýtt Ísland í hnotskurn

img-coll-0296

Það fyrsta sem þú hugsar við fyrirsögn á borð við „Endurreist Þjóðveldi“ er „afturhvarf til forneskju.“ Þú hefur rétt fyrir þér, og um leið er hugur þinn blekktur. Hugsjónin fyrir endurreist Þjóðveldi er þess eðlis að ekki er hægt að taka afstöðu eftir fyrirsögn eða fimm mínútna tímaritsgrein. Höfum í huga að flest skrif á Vefnum eru í eðli sínu tímaritsgreinar. Þó má vekja spurningar og leyfa lesandanum að svara. … Lesa meira


Lýsing er í minni veröld þjófur

img-coll-0971

Þegar Lýsing tók af mér bílinn streittist ég á móti sem best ég mátti. Ég hafði borgað í bílnum 60% af láninu.Því miður gat ég ekki lengur staðið í skilum eftir að Fiskistofustjóri eyddi frama mínum. Nú tekur Lýsing bílinn og finnur eitthvað í honum til að gera við. Vissulega þurfti bíllinn viðhald og reyndar hefði ég gert við hið sama og hafði ætlað mér það. Var ég búinn að … Lesa meira