Hvernig Íslenski Íhaldsflokkurinn er tálsýn

Ég ætla ekki að stofna Íslenska Íhaldsflokkinn, það er af og frá. Ég veit jafn vel og lesandinn að ég er ekki þesskonar maður að laða fólk að flokkum. Við látum hins vegar menningarrýnum framtíðar um að greina frekar þá fyrnadýpt sem að baki liggur.

img-coll-0503Að vinna með hugmyndir og sköpun er minn styrkur, þar finn ég mig, og þar hafa margir í gegnum áratugina fengið af að njóta.

Árin sem ég gekk hús úr húsi með Biblíuna, styrkti ég trú margra. Árin sem ég stýrði leitarhundaþjálfun hjá Hundasport.is hafði ég hvetjandi áhrif á marga tvífætta og ferfætta.

Þau ár sem ég kenndi á tölvur aðstoðaði ég marga við að yfirstíga tölvufælni og tugir fólks vinna skrifstofustörf og jafnvel við forritun og vefsíðugerð, sem bein afleiðing af því starfi.

Þau ár sem ég hef verið að vinna að framgangi Eingyðistrúarinnar, Þjóveldisins og Ferli hins jákvæða vilja, hef ég snert marga, hérlendis sem erlendis, og styrkt til að feta þann þrönga og hlykkjótta veg sem það er að vera lifandi mannvera með fullt vald yfir eigin huga og drífandi andlega tilveru.

Með öðrum orðum; Ég er heimspekingur sem vinn best sem einherji og þannig hef ég lifað síðasta áratuginn, sáttur við Guð, dýr og menn, í þessari röð. Það tók mig fjóra áratugi að finna og sætta mig við hver ég er og hvernig ég vinn tilveru okkar sem best gagn. Eins og heimsfrægt er orðið.

Framansagt er ritað eingöngu til að áminna lesandann um að þó grein þessi sé um „Íslenska Íhaldsflokkinn“ þá ætla ég ekki að stofna hann og þó hann verði að veruleika og þó ég muni styðja hann, þá verð ég ekki áberandi þar.

Hins vegar sýnist mér að fáir þori að ríða á vaðið og ræða þessa viðkvæmu og djörfu hugmynd.

Haustið 2017 þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri-Grænna var stofnuð (ásamt Framsóknarflokknum) var mörgum ljóst að engin hægri stefna var lengur til á vettvangi Íslenskra stjórnmála. Enn færri var ljóst að orðfærið til að ræða það og skilgreina var einnig horfin.

Ég gerði stundum grín að því í myndskeiðum mínum frá 2017 til 2018 að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn Menshevika flokkur en ég tók fljótt eftir því að mjög fáir samtímamanna vita hvað hugtakið Mensheviki táknar; Á fyrstu árum Sovétríkjanna sálugu var öflug barátta innan þeirra um völdin, var sú barátta háð á milli vinstri arms og hægri arms Rússneska Kommúnistaflokkins, Bolshevika og Menshevika.

Í aðal atriðum vildu Bolshevikar þróa kommúnistaríki þar sem borgarinn væri á borgaralaunum, að sjálfstæðar stofnanir og nefndir höguðum stefnumálum ríkisins, og stýrðu bæði félagslegum og efnahagslegum farvegi þess, og ættu það. Menshevikar vildu að héruð ríkisins hefðu takmarkað sjálfstæði og að borgarar hefðu meira svigrúm bæði félagslega og efnahagslega, og að ríkið ætti það aðeins að hluta.

Fáum er ljóst að Menshevismi er í rauninni öflugt Sósíal-Demókrat og að nær allir flokkar vesturlanda dagsins í dag eru einskonar form af Menshevisma.

Að fólk sem hugar að stjórnmálum viti þetta ekki né heldur hvernig sósíalismi er skilgreindur sem hugtak til að móta tilvistarrríki, hvaðan það kemur og hver sé stefna þess, er ein ástæða þess að ég nefndi hér framar að orðfæri til að skilgreina og þar af leiðandi skilja hugtök dagsins í dag, hefur rýrnað. Sem dæmi má nefna að Fasismi (sem einnig þekkist sem Nasismi og Falangismi) er Þjóðernissinnaður Mensheviskur Sósíalismi.

Fáir eru færir um það í dag að ræða hvað fasismi er, enda þora því fáir sakir stríðsglæpa Nasista í síðari heimsstyrjöldinni og vegna djöflun (Demonism) á Adolf Hitler, öðrum frægasta fasista allra tíma. Sem er aftur annað einkenni á þeirri hugarrýrð sem áður er nefnd.

Ef nútímamenning ræddi hispurslaust um stríðsglæpi Bandamanna í síðari heimsstyrjöld og vægðarlausan heilaþvott á heilum þjóðum (Japana, Þjóðverja, Ítala og fleiri) næstu tvo áratugina á eftir, yrði öllum erfingjum þeirra hafnað í dag. Staðreyndin er sú að þeir sem upplýsa um stríðsglæpi bandamanna fá ekki greinar birtar neinsstaðar.

Áður en lesandinn missir sig; Framangreint er ekki til að draga neitt dám af Fasistum, heldur að rökstyðja þá fullyrðingu að við höfum misst vitið, við höfum ekki lengur vald yfir eigin huga til að greina hugtök og skilja merkingu þeirra né afleiðingar.

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði Miðjuflokkinn, gegn miklu andstreymi, hóf hann endurreisnarstarf á vettvangi Íslenskra stjórnmála.

Fáum dylst hversu málefnalega vinnu Miðjuflokkurinn hefur unnið síðustu misseri undir forystu Sigmundar Davíðs og hefur hann áunnið sér virðingu meðal landsmanna sem fáum Íslenskum stjórnmálamönnum hefur tekist, gegn gríðarlegu andstreymi vel skipulagðrar áróðursherferðar sem staðið hefur yfir árum saman.

Íhugulum hefur heldur ekki dylst að eftir liggur rjúkandi rúst á vettvangi svokallaðra vinstri og hægri arma stjórnmálanna. Fáir treysta í dag loforðum VG, eftir að Samfylkingin klofnaði og sameinaðist aftur er allur vindur úr þeim. Kúluflokkur Þorgerðar er eitthvað sem enginn hlustar á. Allt saman Sósíal-Demókratískar hringavitleysur þar sem fylgið er eingöngu bundið við persónufylgi og eina eða tvær meginstefnur án raunverulegra málefna eða skilvirkrar vel hugtakagreindrar orðræðu.

Miðjuflokkurinn er Sósíal-Demókratískur flokkur sem viljandi skilgreinir sig þannig. Flokkurinn hefur hins vegar sannað sig sem eini hægri-flokkur ársins 2019 og þar með að Sjálfstæðisflokkurinn er vinstra megin við miðjuna. Hægri armur stjórnmálanna er því tómur; Svört eyðimörk eins og Sprengisandur, þar sem sjaldan heyrist hljóð.

Á vissan hátt eru Íslensk stjórnmál í dag eins og fyrstu og annarrar deildar fótbolti, þar sem fólk heldur með uppáhalds fótboltastjörnunum og heldur sig við hverfisliðið, þar sem allflestir tuða látlaust um sömu leikflétturnar árum saman án þess nokkru sinni að átta sig á að þjálfararnir eyða megninu af starfsævi sinni í teboðum í útlöndum.

Hverjir eru að ræða þessa dagana, haustið 2019, væntanlegt fjárlagafrumvarp Sjálfstæðisflokksins, þar sem því er lofað að næstu tvö árin muni verða örlitlar skattalækkanir í flóknum þrepum hér og þar í Íslenska Sovétinu. Eins og nammimoli handa óþekkum krakka sem lét til leiðast að setjast í stólinn hjá tannlækninum sem í þetta sinn hét Orkupakki 3 en væri réttnefndur Kópavogsfundur 2.

Tökum smá snúning á hugmyndafátæktinni.  Allt umfram tíund, er rán. Það er öllu einfaldara.

Rétt eins og með O3; K2 er einfalt og auðveldlega útskýrt: Sjálfstæð stofnun í Brussel, sem ekki einu sinni þarf að hlýða eigin þingi, fær alræðisvald yfir Íslensku efnahagslífi, ásamt bankaráði Brusselsbankans (sem hefur hugsanlega fjarstýrt Seðlabanka Íslands í áratug).

Hversu margir átta sig á að Persónuverndarreglugerðin og Jafnlaunavottunin var Marxísk leikflétta og að hluta til frá Sovéska Brussel og Sovéska UNESCO? Hversu margir Íslendingar vita í dag að önnur þessara stofnana ræður í dag yfir 60% Íslands?

Tökum annað dæmi. Nýlega kom Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Íslands. Ellefu sósíalískir grasrótarhópar mótmæltu heimsókninni og þar á meðal voru tvö félög kynbrenglaðra, annars vegar Samtökin 78 og hins vegar félag transfólks. Ég vissi ekki að það væri samnefnari hinseginfólks að vera vinstri sinnaðir sósíalistar? Ef ég væri hinsegin hægrimaður, væri ég þá kynvís, kynbeinn, Straight, eða eitthvað annað?

Ég setti orðið kynbrenglun hér inn viljandi; Því menntakerfi og fjölmiðlakerfi sósíalísmans er búið að banna okkur að nota svona orð.

Mike Pence er mótmælt því fólk heldur því fram að hann sé á móti kynbrengluðu fólki, þegar staðreyndin er þveröfug (eða hinsegin). Hann er á móti því að mennta- og fréttakerfi sósíalismans séu notuð til að kynbrengla viðkvæmar sálir sem eru óvissar með sjálfar sig eða að fólk sé viljandi heilaþvegið um ýmsar hugmyndir á grundvelli innihaldslausra slagara. Enginn þessara hópa mótmælti því þegar Duterte forseti Filippseyja lýsti því yfir að hann hefði verið kynbrenglaður á yngri árum en hætt því þegar hann þroskaðist.

Milljónir fólks um allan heim hafa kvartað sáran yfir því síðustu ár hvernig annars vegar er búið að brengla tungumálið þannig að sumt er ekki lengur hægt að segja, að hin og þessi hugtök hafi glatað merkingu sinni og snúist upp í andhverfu sína og að lokum hvernig pólitísk rétthugsun hefur gert okkur öll að ritskoðurum og þannig gelt samræður okkar og vitsmunalíf.

Hægri sinnað fólk sér þetta vel að mestu leyti en þegar hægri flokkarnir hafa látið undan þrýstingi sósíal-demókratsins og látið teyma sig yfir miðlínuna, oft óvitandi og stundum af flugusveinum, þá missum við getuna til að greina hlutina og ræða þá.

Á meðan á ritun þessarar greinar stóð, kíkti ég rétt aðeins á Facebook og sá þar umræðuþráð hjá einum hægri-manni sem ég fylgist oft með. Maður sem hefur margar skoðanir sem samrýmast mínum og aðrar sem mér hugnast lítt. Hann vill helst gera Ísland að fylki í Bandarísku-Ísrael, á sama tíma og hann vill hafa það sjálfstætt og hægri sinnað.

Hann um það, en kannski er hann einmitt barn þeirrar menningar sem ég er að lýsa hér að framan. Ef hann les þessa grein, vil ég að hann viti að ég ber virðingu fyrir honum og umræðum hans.

Í téðum þráð var því varpað fram að við Íslendingar þyrftum erlenda fjárfestingu og að slíkt væri nauðsynlegt fyrir heilbrigð og sjálfstæð ríki. Ég sá fleiri hægri-menn taka undir með þessari flugu-athugasemd sem er algjör þvættingur og í rauninni þveröfugt. Það er auðvelt að sanna að erlend fjárfesting drepur niður sjálfstæð ríki og breytir þeim í Sovét.

Ég áminni enn á ný; Við erum alin upp af heilaþvottakerfi sem hefur fjarlægt greiningagetu okkar og skilning á sögurýni okkar sjálfra hvað þá alþjóðasögu og framvindu alþjóða mála. Árið 1929 skall á heimskreppa rétt eins og haustið 2008, í báðum tilfellum má rekja ástæður þessara kreppa til sósíalískra samsæra.

Hvort um samsæri var að ræða eða ekki, þá er það staðreynd að næstu tvo áratugina, frá 1929 til 1949 tókst aðeins fjórum ríkjum að rísa upp úr kreppunni án þess að nota hernað til þess og án erlendra fjárfestinga eða þáttöku í alþjóðabönkum. Þrjú þeirra voru Fasísk og eitt þeirra Marxískt.

Ekkert sósíal-demókratískt ríki náði þessum árangri án þess að ræsa hervélar.

Við erum alin upp af skólakerfi þar sem flestir kennarar og námsgögn er sósíal-demókrat. Mest allt afþreyingarefni sem við horfum á, Bandarískt, Breskt og Danskt, er einnig sósíal-demókrat. Nær öll fréttamiðlun – jafnvel sú sem þykist vera hægri sinnuð – er samsett úr mismunandi blöndu af sósíal-demókrat.

Hvernig á einstaklingur sem er alinn upp af sósíal-demókrat að vita hvað sé það ekki, þegar uppeldi hans er ekki af einum flokki eins og gert var í Sovét heldur mörgum blöndum af Menshevika og Bolshevika flokkum sem allir í grunninn stefna að heimsríki kommúnismans?

Hversu margir nútímamenn vita í dag að Karl Marx leit á sósíal-demókrat sem aðferðina til að ýta hægri-stefnum úr vitund fólks og smámsaman koma á heimskommúnisma?

Hversu margir vita að hugmyndasmiðir og heimspekingar Frankfurt skólans einbeittu sér að því í áratugi að þróa aðferðina og að við búum í dag við það hugmynda-ástand sem þeir ætluðu sér að þróa með Marxíska heimsspeki sem fyrirmynd?

Erlendis er mikið um umræður í þessa átt, ég viðurkenni fúslega að fyrir áratug sá ég ekki þessa hluti en fór smámsaman að átta mig á myndinni eftir margra ára grúsk í mismunandi hugmyndastraumum erlendis frá, endalausri rýni í alls kyns fræði og ísköldum samanburði við heimspeki liðinna alda og framrás menningar eins og hún er þekkt bæði í opinberri sögurýni og jaðarrýni.

Á sama tíma hef ég smámsaman komist að raun um að við Íslendingar, sem í sex aldir vorum útverðir framþróunar í Evrópu, við vitum ekki hvernig við höfum verið heilaþvegin og vitum ekki einu sinni að um langa tíð skalf öll Evrópa af ótta við hugmyndasmíði okkar og að erlend áhrif einbeittu sér að því að kveða hana í kútinn og tókst það með tveim atburðum, 1663 og 1810.

Sósíalisminn hefur alið þig upp beinlínis til að vera ófær um skilning á þessari hugsun. Niðurstaða greinar minnar er sú sama og ég lýsti yfir í upphafi hennar. Ég átta mig á að hugsun mín er of djúp og tær til að geta tekið í handbremsuna áður en Íslenskt ástand (State) hendir sér fram af hengiflugi lágkúrunnar.

Ég átta mig einnig á því að af þeim fáu sem nenna að lesa þessa löngu grein, eru líklega enn færri sem skilja hugtökin og greininguna.

Ennfremur sé ég eftir að hafa varpað athugasemdum um stofnun nýs hægriflokks. hér og þar í samræðuþráðum hægri-manna sem ég ber virðingu fyrir (samanber framanefnt) því mér sýnist að þeir ætli sér að eyða næstu misserum að grenja (eins og sósíalísk börn) yfir lágkúru Sovéskaflokksins – áður Sjálfstæðisflokksins – frekar en að stofna samræðuhóp á netinu þar sem hægt er að hefja vitræna samræðu um hvað Hægri stefna sé eða hvernig megi stuðla að endurheimt móðurmálsins okkar, sem áður skók Evrópu.

Að endingu langar mig að benda á sex punkta: Nigel Farage, Donald Trump, Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu, Marie le Pen, Putin og Erdogan.

Aðferðir þessa fólks og tengdra hópa sýna að það er að komast hreyfing á þann heilaþvott sem síðustu átta áratugi hefur umbreytt samfélögum heimsbyggðarinnar í Sovét að öllu leyti nema nafninu einu.

Taktu eftir hvernig sósíalíska menntakerfið og fjölmiðlun hefur tekist að gera þessi nöfn að einhverju neikvæðu í huga þínum, án þess að færa heildstæð rök fyrir því. Ennfremur taktu eftir því hvernig orðið Íhaldsflokkur er sjálfkrafa neikvæður í huga þér og að þú hefur ekkert orðfæri til að svara áróðri Marxísmans.

Eitt dæmi um einfalt orðfæri: Þegar Marx benti á Kapítal og kallaði það Kapítalisma, þá skildi enginn að ismi er hugmyndafræði og það er ekki til sérstök heimssýn eða hugmyndafræði um fjármagn. Hann ætlaði hins vegar að stofna hreyfingu sem myndi ræna kapítali heimsins og honum tókst það 2008. Þeir einu sem hafa byggt hugmyndafræði í kringum fjármagn, eru kommúnistarnir sjálfir.

Einu sinni var hugsun okkar Íslendinga meira en þúsund árum á undan heimsbyggðinni, nú erum við að bisast við nítjándu aldar hugmyndir á meðan aðrar þjóðir eru að spýta í lófana.

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.