Tag Archives: Íhald
Íhald í krýsu
Þegar ég gerðist íhaldsmaður hafði það tekið mig nokkrar vikur að þora því. Ástæðan er einföld; Jafningjaþrýstingur samfélagsins var búinn að venja mig við það frá blautu barnsbeini að hægra megin væru arðræningjar Kapítalismans og að hinn illi Sjálfstæðisflokkur stæði þar vörð. Ég hafði oft séð hvernig fólk í samfélagsnetinu var tekið á beinið með miklum yfirlýsingum og eineltis-ræðum ef það lýsti yfir stuðningi við flokk jötnanna, því var ljóst … Lesa meira
Sósíalisminn er tvöhundruð ára og hugsanlega úreltur
Fyrir fáeinum árum vorum við tveir félagarnir að spjalla við þáverandi nágranna okkar. Mann sem er á svipuðum aldri og við og starfar sem þúsundþjalasmiður hjá öflugu fyrirtæki. Hann er einn af þessum snillingum sem er „hagur á tré og járn.“ Hann er týpan sem er vaknaður og byrjaður að vinna á meðan við hinir erum að rumska og hann fer út að sópa innkeyrsluna á meðan við hinir erum … Lesa meira
EES frá 1662
Sumarið 1662 hélt elítan á Íslandi svonefndan Kópavogsfund þar sem tveir æðstu embættismenn Íslenska Þjóðveldisins skrifuðu undir erfðahollustu við konung Danmerkur. Síðan riðu þeir til Alþingis á Þingvöllum og fengu hollustusamninginn viðurkenndan og þar með lögfestan. Sagt er að þeir hafi skrifað undir samninginn undir hótun vopnavalds frá sendimanni konungs og kannski er það rétt. Íslensku embættismennirnir voru þó ekki einir á ferð, því ævinlega þegar lögsögumenn og goðar riðu … Lesa meira
Hvernig Íslenski Íhaldsflokkurinn er tálsýn
Ég ætla ekki að stofna Íslenska Íhaldsflokkinn, það er af og frá. Ég veit jafn vel og lesandinn að ég er ekki þesskonar maður að laða fólk að flokkum. Við látum hins vegar menningarrýnum framtíðar um að greina frekar þá fyrnadýpt sem að baki liggur. Að vinna með hugmyndir og sköpun er minn styrkur, þar finn ég mig, og þar hafa margir í gegnum áratugina fengið af að njóta. Árin … Lesa meira