Sósíalisminn er tvöhundruð ára og hugsanlega úreltur

Fyrir fáeinum árum vorum við tveir félagarnir að spjalla við þáverandi nágranna okkar. Mann sem er á svipuðum aldri og við og starfar sem þúsundþjalasmiður hjá öflugu fyrirtæki. Hann er einn af þessum snillingum sem er „hagur á tré og járn.“

img-coll-1174Hann er týpan sem er vaknaður og byrjaður að vinna á meðan við hinir erum að rumska og hann fer út að sópa innkeyrsluna á meðan við hinir erum að fara úr sokkunum fyrir háttinn.

Við ræddum oft við þennan öfluga mann, því hann virkaði með báða fætur á jörðinni, rökviss og jafnlyndur og með heilbrigð viðhorf til fjölskyldulífs og samfélags.

Þar sem vinnustofa hans var í sömu byggingu og vinnustofa okkar félaganna, hittumst við oft og tókum tal saman og ekki var óalgengt að hann fengi sér tíu dropa hjá okkur á kaffistofunni. Við félagarnir erum báðir heimspeki sinnaðir og þetta var í annað (og síðasta) sinn sem við leigðum saman húsnæði undir sitthvort vinnuborðið og hillu með fræðibókum.

Dag einn er rætt um stjórnmál og vinur okkar þúsundþjalasmiðurinn – sem einnig er duglegur í vinsælli íþrótt – viðurkenndi að hann væri Sjálfstæðismaður og hefði alltaf verið það. Vorum við félagarnir báðir undrandi, vinur minn þó meira en ég, og umræður hófust um þetta.

Á þessum árum var ég ekki jafn meðvitaður um stjórnmál og ég er í dag; Mér þótti orðastagl og þref stjórnmálanna oftar snúast um sálarlega tregðu, þröngsýni og rakaflækju frekar en yfirvegað kalt mat og raunhyggju. Ég var þó frekar á því á þessum tíma að ég væri meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn en það skipti mig litlu máli þá.

Mér hafði verið innprentað af skólum, meginmiðlum, og almannaróm, að lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn væri Fasismi og við vitum öll að fasisminn er nasismi, rasismi, mannhatur og ógeð, svo ég leyfði mér ekki að gæla frekar við of-langt-til-hægri tilhneigingar í hugsun.

Í dag veit ég betur. Fasismi er ákveðið form á Sósíalisma rétt eins og Marxisminn er annað form á því sama og er hvorutveggja vinstra megin. Nútíma kommúnismi (sem er annað orð yfir Marxísma) vill hins vegar ekki leyfa fasistum að vera vinstra-megin svo þeir hafa komið því inn hjá okkur að hægri-fólk séu mismunandi form á fasisma.

Fasismi tekur oft þjóðernissinnað form og það er ein aðferðin til að sverta fólk sem fasista séu þeir þjóðernissinnaðir.

Það er klassískt form á því hvernig kommúnískir heimspekingar Frankfurt skólans einbeita sér að því að rugla orðræðunni og hæra upp í vitund fólks með allskyns orðhengilshætti svo það týnist í hvirfilvindum skoðana-staglsins og tekur ekki eftir þegar smalahundar marxíska sósíalismans taka samfélögin og þjóðfélögin yfir.

Vinur minn sem er öflugur heimspekingur og sagnfræðingur ákvað að rökræða við þúsundþjala smiðinn um hversu mikil hugvilla það væri að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Tókst honum það þokkalega vel en smiðurinn varðist mjög vel, því hann var búinn að hugsa þetta til hlýtar og hafði sín rök á hreinu.

Hann var þó snillingur í höndunum en vinur minn snillingur í heimspekilegu orðfæri og einn öflugasti greinandi sem ég hef fyrirhitt. Leikurinn var því ójafn. Þetta var í fyrsta sinn sem stjórnmála umræður komu upp þar sem við félagarnir tókum báðir þátt.

Við höfðum svo oft rætt önnur – tengd málefni – að við vissum báðir að stjórnmál var ekki inni á okkar sameiginlega sviði, og það var ákveðin sátt um það.

Því var ég dálítið hissa þegar vinurinn dengdi fram vissum frösum og hugtökum sem Þjóðfélagsverkfræðingar Frankfurt skólans hafa notað síðustu áratugi til að sverta (Demonize) íhaldið og ýta orðræðu þess út af umræðuborðunum.

Allir vita jú að íhaldið hyglar bara sínum mönnum, vinum og ættmennum í stjórnvaldinu og aðræna almenning (Kleptocracy and Nespotism) gegnum ofvaxin og hygld fyrirtæki sín og að það heldur fólki helst átthagabundnu og stéttaskiptu.

Allir vita að íhaldið hyglir hinum illgjörnu trúarbrögðum sem hafi heilaþvegið og dáleitt fólk um aldir og að íhaldið elskar hernaðar uppbyggingu og þann illgjarna iðnað sem því fylgir ásamt því að stuðla að ófriði víða um heim, en að öreigalýðurinn borgar alltaf brúsann.

Allir vita að konur geta ekki valið sjálfar eiginmenn undir íhaldinu og að þær geta ekki losað sig við óæskileg fóstur undir íhaldinu, að þær séu helst bundnar með streng við eldhúsið og ennfremur að ef kommúnisminn skaffi ekki vernd fyrir börn í formi leikskóla og barnaskóla, endi börn sem ómenntuð og illa uppalin í veröld aðráns, stéttaskiptingar og fátæktar.

Þetta þykir fólki augljóst enda hafa kennarar og blaðaritstjórar ásamt höfundum skemmtiefnis í sjónvarpi og kvikmyndahúsum kerfisbundið innprentað þessari niðurstöðu meira og minna frá byrjun síðustu aldar.

Þeir sem vilja ræða þetta til hlýtar hafa ekki orðfærið til þess. Framangreind þríarma aðferð hefur innprentað fólki sósíalískri heimssýn án þess að fólk taki eftir því og kerfisbundið fjarlægt – sem fyrr segir – getu fólks til að greina hvað er að gerast og takmarka kjark fólks til að mæla fram skoðun sína, því hún er umsvifalaust svert með misdjúpvitrum frösum (sem allir vita að eru réttir).

Þríforkur Poseidons (eða Ægis) hefur þá getu að sé honum stungið í jörðina, skekur hann hana með ægilegum jarðskjálftum og flóðbylgjum.

Heimspeki og sálfræði goðahyggjunnar (og einnig eingyðistrúarinnar) lítur á jarðskjálfta sem tákn um þegar undirstöður hins daglega og veraldlega lífs minnir á vissan fallvaltleika og minnir okkur á að stíga varlega til jarðar og huga vel að, hún skilgreinir einnig vatn, haf, rigningar og flóð sem tákn um hið frumspekilega sálarástand manns og náttúru.

Þegar Móse og Elía klufu hafið eða þegar Elía og Jesú gengu á því, þá var óbeint verið að minna á hvernig orðræða þeirra og hugmyndavinna gat bæði klofið sig í gegnum hugmyndahaf mannsins og tekið visst vald yfir því.

Auk þess sem það er gaman að trúa á kraftaverkin sjálf.

Framangreint er tekið fram sem tenging við fornar mýtur, til að benda á að þegar nútímamaðurinn missir getu sína til að sálgreina og menningarrýna sjálfan sig og ástand heimssýnanna í kringum sig, þá var það ekki tilviljun. Heimssýn sósíalismans var ekki aðeins búin að taka yfir huga fólks, heldur hefur hún með yfirveguðum hætti skorið úr vitundarástandi fólks getuna til að greina það og lýsa því.

Síðan gerist skemmtilegur snúningur: Orðræðan færist yfir á Stjörnustjórnmál. Allt byggist á fólki og því gildismati að ákveðnum einstaklingum fylgi hugarástand eða dulmögnun (mystical) kraftur. Sértu í fylgni við ákveðinn einstakling þá ertu í fylgni við hans heimsmynd (ekki heimssýn) og þá krafta sem það fyrirstillir.

Einn virtasti sósíalisti síðust aldar – Eleanor Roosevelt – lýsti því snilldarlega hvernig meirhluti fólks hugsar fyrst og fremst um fólk, annar stór hluti þess hugsar um viðburði og ástandslýsingu en agnarsmár hluti þess hugsar um hugmyndir og skilning. Hún lýsti þessu sem þrennu; Þriðjungur hugsar um fólk, þriðjungur um atburði og ástand og þriðjungur um hugmyndir.

Prússar hönnuðu menntakerfi sem síðar varð fyrirmynd að sósíalísku nútíma menntakerfi sem elur fólk upp frá barnæsku til háskólanáms.

Þeir notuðu samskonar viðmið en útskýrðu á annan hátt. Þeir litu svo á að 95% fólks stundaði störf á borð við framleiðslu, viðhald og iðn, að 4% stundaði fræðistörf og skjalavald (bureaucrat) en 1% stundaði stefnumótun og stjórnun.

Á þeim tíma sem prússar settu upp fyrrgreint sniðmát í menntun var fókusinn sá að viðhalda sess elítunnar, að byggja upp öflugt miðstýrt ríki (hvort sem það væri keisararíki eða forsetaríki) og að halda huga almennings uppteknum við það sem honum væri hollast að hugsa um.

Staðreyndin er sú að sósíalismi og íhald gera bæði þetta sama, eini munurinn á þeim kerfum sem þau byggja upp er hverjir séu í elítunni og hversu stór prósenta hver hópur sé. Ég hef oft leikið mér með regluna áttatíu-tuttugu í þessu samhengi.

Áttatíu-tuttugu reglan er oft notuð í viðskipta- og athafnalífinu – hún er auðvitað dulspekileg og ill mælanleg – en hún passar furðuvel við ýmsar aðstæður. Áttatíu prósent af innkomunni kemur frá tuttugu prósent af erifðinu, áttatíu prósent af erfiðinu skilar tuttugu prósent af innkomunni.

Það góða við þessa reglu er að þegar maður t.d. byggir upp nýtt fyrirtæki eða endurhannar innra starf félagshópa og fyrirtækja þá auðveldar hún manni að finna út hvar mesta sóunin er. Hún minnir mann jafnframt á að erfiðið sem skilar minnstu, kennir manni oft aðferðirnar sem síðar skila mestu.

Sé áttatíu-tuttugu reglan yfirfærð á staðhæfingu frú Roosevelt, má setja þetta þannig upp: Áttatíu prósent fólks hugsar um fólk og tuttugu prósent um atburði, ástand og hugmyndir. Áttatíu prósent af síðarnefnda hópnum hugsar um atburði og ástand en tuttugu um hugmyndir.

Sé þessi regla sett upp í einfaldri viðmiðun birtist hún svona fyrir hvern 100 manna hóp: 80 hugsar um fólk, 16 hugsar um viðburði og tölur, 4 hugsa um heimspekigreiningar.

Eftir að ég hóf að nota þetta módel og nota það samhliða prússneska módelinu, hef ég átt auðveldara með að sjá á hverjum tíma hvernig samræður samfélaganna og umræður þjóðfélaganna mótast. Jafnframt er auðveldara að sjá framvinduna í gegnum áratugina og jafnvel í gegnum aldirnar.

Tökum einfalt dæmi: Okkur er sagt frá því hvernig Franksa byltingin var hreyfiafl (Catalyst) sem kom á heimsumbyltingu sósíalismans og lýðræðishyggju, ásamt Bandarísku byltingunni. Þetta er að miklu leyti rétt en að jafn miklu leyti rangt.

Bandaríska byltingin var hreyfiafl lýðræðisumbóta, það er rétt, en hún byggðist á hreyfiafli sem átti sér stað í Englandi rúmlega öld fyrr og er í Engilsaxneskri heimssýn (ekki heimsmynd) nefnd Dýrðlega Byltingin (The glorious revolution) og þó Þríforkur Ægis tali ekki um það, þá lifir sá Atburður ríku lífi innan engilsaxneskrar menningarumræðu.

Þeir hinir sömu eru vel meðvitaðir um hreyfiafl engilsaxneskrar heimsmyndar og Ensk-kristilegrar heimssýnar (Anglican Christian Worldview) á lýðræðislega og akademíska þróun heimsmenningarinnar.

Franska byltingin (öfugt við þá Ensku) byggðist hins vegar á sósíalískum hugmyndum sem höfðu verið fáeina áratugi í þróun bæði á Þýskum og Frönskum menningarsvæðum í áratugi og var sér-Evrópsk. Þegar Parísarkommúnan var sett á laggirnar rúmlega kynslóð síðar, þá voru sömu hugmyndir, orðræður og skrif vel lifandi í hinum ýmsum borgarsamfélögum frá Normandy í vestri til Súdetalands í austri, frá Berlín í norðri til Bologna í suðri.

Í því módeli sem ég lýsti áðan, þá hefur almenningur ekki minnsta grun um þessa tvo hugmyndastrauma: Það er búið að ala á því hjá fólki að horfa á Fólkið með blöndu af Viðburðum og að þykja Hugmyndir fráhrindandi og flóknar, enda sér sósíalísta elítan um að matreiða hugmyndir og túlka atburði, og er fyrirfram búin að undirbúa fólk í sósíalistaskólum hvernig það taki við þeirri matreiðslu og túlkun.

Þegar ég segi við fólk að ég hafi áhuga á Þjóðveldinu, þá er það bara gamaldags. Þetta sama fólk lifir í Marxískum sósíalisma, sem er byggður á gamaldags og úreltum hugmyndum frá 1870 en veit það ekki.

Þetta fólk er með hugann fullan af frösum sem kommúnistar hafa komið inn hjá fólki allar götur síðan þá, eru löngu úreltar eða hafa fyrir löngu verið afsannaðar sem áróður og mistúlkun (lýgi).

Þeir hinir sömu myndu benda á að Das Kapital kom út 1867, að Parísarkommúnan var 1871 og að franska sósíalista byltingin hófst 1789 og því sé ártalið 1870 hrein rangtúlkun. Sem er enn ein sálfræði-aðferð Frankfurt skólans til að draga fólk út í hártogun (splitting hairs) um allskyns þvætting og orðhengilshátt sem hefur ekkert að gera með raunhæft gildismat.

Ehvaða skiptir engu máli hver stefna borgarinnar sé, meðan þú lifir góðu lífi innan hennar. Meðan hún verndar þig, þá máttu vera hlandforar vitleysingur meðan heilaþvegnir íbúar borgríkisins klappa.

Þetta sama fólk hefur ekki hugmynd um hvernig konungsríkin stóðu vörð um mun meira frelsi innan þeirra léna og borga sem stóðu að ríkjum þeirra en gert er í þjóðríkjunum sem Marteinn Lúter og Richelieu kardínáli komu á. Þau vita ekki að Westfalísku samningarnir hönnuðu heimsmynd sósíalískra þjóðríkja sem eyddu fyrrgreindu frelsi.

Skilningsskortur á þessari greiningu, hefur afmáð þjóðfélagshópa Evrópu og víðar í heiminum ásamt því að afbaka náttúrlega sýn fólks, og komið á almennri fyrringu.

Ég hef margreynt erlent fólk að því að séu því gefnar fimm mínútur til að svara spurningunni; Hvað eru margir þjóðflokkar í þínu ríki, þá byrjar það á Þjóðríkisþjóðinni en endar á þjóðflokkunum sem enn lifa góðu lífi undir hulunni en er neitað um orðfæri.

Hvar er málefnalega og vel ígrundaða málstofan sem greinir skoðanir og kenningar Marxískra fræðimanna og pólitískra kverúlanta og mælir út frá raunhæfum og mælanlegum gildum – eða gildismati – og setur niðurstöður sínar í einfalda og skýra frasa sem auðvelda fólki eins og vini mínum og þúsundþjalasmiðnum að takast hressilega á, áður en þeir klára úr kaffibollanum og ganga sáttir aftur til vinnu?

Hvernig smíðum við samfélög sem gæta að virðingu, festu, áræðni, djörfung og dug, annars vegar, eða samfélög samhljóms og svertunar, hærigrautum tilfinningagilda og yfirborðsmennsku hins vegar?

Er kommúnisminn úreltur eða er hann framtíðin? Í gegnum árin hef ég oft lesið kafla 11. í Opinberunarbók Jóhannesar, því þó ég hafi oft lesið hann, var merking hans mér óljós. Vissulega hafði ég lesið og heyrt útskýringar á kaflanum frá hinum og þessum kristilegu stefnum.

Það er eitt af gildum mýtna og andlegra rita, séu þau lesin með opnum huga og án þess að taka kreddu-túlkun kverúlantanna (bæði þeirra trúuðu og guðlausu) sem sem gilda niðurstöðu, þá ýta þær við þróun þroskaðrar frumspekilegrar hugsunar.

Bókstafstrúarfólk guðleysis og sósíalisma hafnar því hvernig frumspekin er hverfillinn sem skilgreinir manninn frá dýrum merkurinnar og skapar siðmenningu og djarfa hugsun. Niðurstaða þeirra er stöðnun hugans og ofurvald akademískrar rörsýnar og feitríkis skrifræðisins.

Níutíu prósent af öllum uppfinningum koma frá andlegu fólki. Tæplega sjötíu prósent Nóbels verðlauna hafa verið veitt andlegu fólki fyrir framfarahugsun í menningu og vísindum. Guðlausi sósíalistinn veit þetta en viðurkennir það ekki og það er enginn sem er opinberlega að svara honum. Hann sér ekki að það er munur á andlega sinnuðu fólki og trúuðu eða munur á trú og trúarbrögðum og sé honum bent á það, snýr hann orðræðunni á hvolf.

Hann sér ekki, né myndi viðurkenna, að opinská orðræða og lýðræði var skapað og er varðveitt af andlegu fólki.

Einn daginn las ég kafla 11. enn og aftur, og það rann upp fyrir mér ljós. Ef ég lít til baka, allt aftur til frönsku og bandarísku byltinganna, og bar saman heimsátök hugmyndanna allar götur síðan þá, lá túlkunin skýr fyrir hugskotssjónum:

Spámennirnir tveir í kafla 11. sem takast á um athygli og fylgni fjöldans, voru báðir sósíalistar. Annar þeirra var fasisti og hinn var marxisti. Þeir fengu báðir mikinn fjölda fólks með sér, þeir bárust á banaspjótum hvor við annan, báðir lágu þeir í valnum (í tiltekinn tíma) og báðir risu þeir á ný og hildarleikurinn hófst á ný.

Kafli 11. sagði ekki að þeir væru Spámenn Guðs, heldur Spámenn.

Við þurfum að muna að þegar Jóhannes skrifaði Opinberun sína niður, löngu áður en Bókstafstrúartúlkun yfirtók heiminn upp úr 1800, var spámaður tákn fyrir mann eða hugmyndafræði sem sprettur fram, oft á undan sinni samtíð, mælir eða útskýrir nýstárlega eða endurtúlkaða sýn og gerist að hreyfiafli jarðar og hafs.

Yfirleitt er merkingin táknræn, en stundum all veruleg. Enginn veit í rauninni eða getur sannað eða afsannað hvort Móse eða Daníel hafi raunverulega verið til, kannski var sagan um þá spádómur um eitthvað sem síðar myndi gerast eða tákn sem kenna mismunandi – og vitkandi – skilning á hverri kynslóð. Kannski ekki.

Þegar ég horfi á heimsátökin sem hófust eftir fæðingu sósíalismans 1790 (Frakkland 1789 eða Bandaríkin 1776) hvort heldur það voru fasistar eða kommúnistar, sé ég mestu slátranir sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað.

Þau fáu trúarbragðastríð sem mannkynið hefur att, reyndu iðulega að sniðganga slátrun og þeim lauk yfirleitt með samningum sem gættu gagnkvæmrar virðingar. Styrjaldir sósíalismans rústa ævinlega andstæðingnum og lýkur með heilaþvotti og lygum.

Sósíalistastríðin eru slátranir sem framdar voru með öllum tiltækum ráðum. Kerfisbundin morð á tugmilljónum almennra borgara með eldsprengjum, milljónir sveltar til dauða eða þvingaðar til búferlaflutninga, ýtt út á vígvöllinn eða smalað í dauðabúðir.

Bandamenn voru jafn sekir í þessum fræðum og Nasistar, og það er margsannað þó það sé ekki á vitorði almennings.

Marxískur sósíalismi leyfir ekki þá orðræðu. Roosevelt var sósíalisti og hann efldi marxískt kerfi í Bandaríkjunum. Stalín var yfirlýstur Marxisti. Churchill var sósíalisti sem snérist til Nýfrjálshyggju (sem er Mensheviskur Sósíalismi).

Allir leiðtogar bandamanna voru mis-yfirlýstir sósíalistar og allir byggðu þeir upp marxísk ríki. Við höfum hins vegar ekki orðræðuna til að skilgreina það og þeir fáu sem reyna það, láta oft glepjast af fasískum sósíalisma og andísemitísma sem er oftar barnalegur frekar en vitsmunalegur.

Þúsundþjalasmiðurinn hafði vinnustofu í húsi sem var í eign þriggja systkina. Systkinin stýrðu öflugu fyrirtæki sem faðir þeirra byggði upp. Við félagarnir leigðum af þeim skrifstofurými á mjög hóflegu verði. Allt starfsfólk þeirra bar þeim vel söguna og litu upp til þeirra.

Mín reynsla af bræðrunum tveim sem stýrðu fjölskyldufyrirtækinu var sú að þeir sýndu öðru fólki virðingu, tóku tillits til aðstæðna fólks hvort heldur það starfaði fyrir þá eða átti í viðskiptum við þá. Aldrei heyrðist í þeim eitt aukatekið neikvætt orð í garð annarra og þeir gættu þess í hvívetna að rekstur þeirra valtaði ekki yfir þá sem minna máttu sín.

Nær undantekningarlaust hefur reynsla mín í gegnum áratugina af valdamiklu og efnuðu fólki verið sú sem hér greinir. Þá sjaldan að ég hef séð samskonar fólk fara hamförum gegn fólki og samfélögum, hafa það verið sósíalískir efnamenn og/eða stjórnmálakverúlantar.

Staðreyndin er sú að kapítalismi er ekki hugmyndafræði. Fjármagn er afleiðing af athafnalífi samélaga og þjóðfélaga. Hægri fólk aðhyllist yfirleitt virðingu, yfirvegun og íhugun á verðmætu gildismati.

Sósíalistar hafa það á stefnu sinni að rífa niður framangreind tildi og ræna kapítalinu. Fátækt og hugmyndstjórnun er nær alltaf afleiðingin þar sem sósíalistar fá að ráða málum. Sósíalísk ríki koma á margföldum gjaldheimtum og ráns-skattheimtu, arðrán er það sem þeir trúa á og ástunda meðan þeir telja viðkvæmu fólki trú um að það séu kapítalistarnir.

Félagslegur jöfnuður er lyga-hugtak til að fela þetta fyrir fólki, kapítalistinn er kommúnistinn sjálfur.

Besta dæmið um fyrrgreinda hugmyndafátækt er þegar elítan byggir upp sósíalískt feitríki af því tagi sem er að kaffæra Evrópu og aðrar álfur þessa dagana og þegar hægri-flokkar innan feitríkis stuðla að slíku, þá eru þeir hægri-sósíalistar og þar með vinstra megin við miðjuna.

Síðan fá þeir sósíalíska nýfrjálshyggju til að uppnefna feitríkið sem djúpríki, sem er Freudísk sálfræði; Þú hefur ekki vald yfir eigin undirvitund! Fáir vita í dag að Freud útbjá sálfræði sína til að auðvelda sósíalískum sálfræðingum að heilaþvo fólk og hann á efri árum iðraðist þess.

Ég bið lesandann velvirðingar ef ég hef á einhvern hátt sært blygðunarsemi hans í þessari grein, sem upphaflega átti að vera helmingi styttri. Tilgangurinn var að færa rök fyrir nauðsyn einnar spurningar, án þess að svara henni: Er sósíalisminn úreltur og gamaldags?

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.