Ritskoðun er [nú] menningarleg nauðsyn

Sé rýnd Stjórnarskrá Íslands, útgáfan 1874, aftur 1920, áfram til 1944, sést að Íslenska Ríkið ábyrgist að borgarar geti tjáð hug sinn allan, með einni undantekningu. Þeir gætu þurft að ábyrgjast fyrir dómi, í þeim anda, að meinsæri er ósiður.

2024-11nov--21Fyrir fáeinum árum var samþykkt á Löggjafarþingi Lýðveldisins – sem nefnir sig Alþingi – að dæma megi menn (konur og karla) fyrir orð sín ef þau túlkist sem hatur. Í aðdraganda þess birtu fjölmiðlar fréttir þar sem femínistar innan Lögreglu Ríkisins slóu fram allskonar staðhæfingum; hvað sé hatur og hvað ekki.

Þegar lögin birtust – sem hefur verið beitt – ræddi enginn hver í raun samdi þau; embættisfólk sem eiga að framfylgja, eða Löggjafar kosnir til að verja laga-siðgæði Ríkisins og samfélaga þess.

Enginn ræddi hvort haturslögin stæðust Stjórnarskrána (44) og ef ekki, væru þá landráð? Getur verið að þeir sem sverja eið að Stjórnarskrá séu sekir um landráð brjóti þeir eiðstaf sinn? Getur einhver skorið úr um slíkt, og hefur hæfilén (Faculty) og þor til?

Hugtakið Hatursegð, sem nú var lögleitt, er fúsk-þýðing á enska hugtakinu „Hate Speech“ eða „Hate Discourse.“ Réttari þýðing á orðinu „speech“ er Íslenska orðið Segð, og því væri Hatursegð réttari þýðing.

En hver á að meta réttmætt hatur, á Trump eða Netanyahú? Ó, stofnuð var nefnd!

Ef bæði lagasiðferði þjóðríkis og tungumál sem notað er innan þess, eru hvorutveggja fúsk, hvernig dansa þá limirnir?

Sé rýnd saga Norður-Evrópskrar menningar, lengra en tólf aldir, sést að ritskoðun og hugartálmun er ósiður í samfélags samræðum þjóðarbrota hennar, norðan við Eystrasaltið (Skandinavía) og sunnan s.s. Frísland, Saxland, Prússland, Kúrland, Ingmarland og víðar. Bæði norður-Germanir og norður-Slavar eru sammála hér; rit- og hugartálmun valdastéttar er ósiður!

Þetta endurspeglast í lagasiðgæði og [stjórn]lagasáttmálum þessara þjóða, langt aftur um aldir. Einhver frávik eru, eftir tímabilum þegar misjafnar stjórnmálastefnur og flokkadrættir koma við sögu, en í megindráttum er þetta niðurstaðan.

Nýverið var höfundur í erindagjörðum, þar sem góðborgari tók hann tali. Var viðmælandi hneykslaður yfir skrifum dómara sem líkir því fólki við Nasista Hitlers og útrýmingar-skelma, sem dirfist að gagnrýna stríðsglæpi Zionistaríkisins Ísraels. Voru skoðanir dómarans svo harðar í garð þeirra sem hann fordæmdi, að verða ekki ítrekaðar.

Ekki sást í skrifum dómara hvort hann viti að Zionistaríkið sem nefnir sig Júðaríki* gerir það í trássi við afstöðu yfir áttatíu prósenta Júða heimsins. Meirihluti Júða hafna þessu ríki og fá ekkert af stríðsskaðabótum þeim sem Þýskaland greiðir Júðum vegna Helfarar Nasista.

Kom fram í samræðu, að sleggjudómar og hatursfull orð séu ósæmandi þeim sem sitja embætti, semja lög, eða dæma lögbrot. Annað sé hvað almennir borgarar láta frá sér í mæltu og rituðu máli. Fólki skuli treyst til að greina mun á vitleysu, til að sniðganga eða tileinka sér.

Þekkjum við muninn á Þjóðernissósíalisma Zionismans (sem telur alla Júða vera kynþátt (eða þjóðþátt (Ethnicity)) eða Guðfræði Júðismans og agaðri Siðfræði þessara vel þróuðu Trúarbragða? Aukinheldur, sé Júðismi kynþáttur, eru þá allir Kaþólikkar afkomendur Péturs postula?

Það er alls ekki stjórnmála og Valdstjórnar, að ákveða hverjar skoðana okkar borgara séu fals, óreiða, hatur eða guðlast, nema hún hafi breyst í öfgavald Fasisma eða Marxisma; þá deyr menningin og samræða hennar.

Ef Valdstjórn afmarkar tjáningu borgara, með refsiramma, þá viðurkennir alvitra Félagshyggjuríkið að a) mennun í skólakerfi þess er marklaust fúsk og að b) enginn munur er á kommúnisma þess eða miðöldum Kaþólskra þegar þeir vildu ritskoða hvað væru rétt eða röng vísindi.

Þeir vita sem þekkja orðræðu höfundar, hversu mikill aðdáandi Júðisma hann er; Sögu, Siðfræði og Guðfræði. Oft hefur hann skrifað Zionískum Rabbínum til að fá úr skorið, ýmis vafaatriði, sem auðvelda skilning á Gamla Testamenti, Biblíunnar.

Eitt af því sem lærist við grúsk í Júðisma og Kristíanisma, eða rýni menningu og sögu tímabila, menningarsvæða og þjóðþátta, er að stundum þarf menning að rækta andstyggð sína, hafi hún villst af leið frá ráðdeild, göfgi og dyggð (Virtue) – sem dofna án trúar.

Margir kaflar Biblíunnar eru með Þráttunarhyggju (Dialectic*) og Siðrof (Anomie) sem aðal áhersluefni, og afleiðingar þessa fyrir menningu, fjölskyldur, og þjóðir.

Vísindin eru orðin miðaldavopn, lög og dómar sértrúarkredda útvalinna, orðræður menningar prjónaðar í flóknum textum með löngum orðum sem einungis yrðendur hlusta á, og saga mannsins og SIÐur flókið, djúpt og úrelt.

Eina leiðin út úr völundarhúsi, er alla leið, og leyfa Marxistum og Fasistum alræðishyggju að klára umbreytingu menningar okkar í viðurstyggð (Abomination).

Loks biður höfundur, betri borgara landsins afsökunar á illa mótuðum óreiðuskoðunum.

 

* Höfundur notar hugtökin Gyðingur (eins og Biblían) eða Júði, Júðismi sem þýðing á enska orðunum Jew, Judaism eða Germanska orðinu Juden, jöfnum höndum.

* Einnig mætti þýða Dialectic sem raunguræðu, svipað og skyrta sem er á raungunni.

 

Ritað 14. nóvember 2024 og sent Morgunblaðinu til birtingar, en hafði ekki verið birt í dag 9. desember 2024.

Góðar stundir.

 

This entry was posted in Annað efni and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.