Getur menningin gufað upp?

Ef Menning er saga hugsunar og verði hugsunin útdregin (Abstract) fásinna, hlýtur siðmenningin sem byggist á henni, að hefja frjálst fall.

img-coll-0512Séu greind ættar- og mægðatengsl stjórnmálafólks, ritstjóra og forstjóra stofnana, sést að á að giska tvöhundruð manns stjórna landinu og að fjölskyldur þeirra hafa stýrt þjóðinni í að minnsta kosti tvær aldir. Þetta er mælanlegt og því engin kenning.

Hér er stórlega alhæft og hægt er að greina hvernig nýliðun fer fram og hún æxlast. Til er fólk sem heldur því fram að þrjár til fjórar fjölskyldur eigi því sem næst allt Þjóðfélagið, á því hef ég enga skoðun né þekkingu. Fullyrðingin kemur þó fram hjá fólki sem er ekki þekkt að fleipri.

Ég hef lengi haldið því fram að menning sé saga hugsunar. Allar hugmyndir sem settar hafa verið fram, í rituðu, mæltu (og tónuðu) máli eða í athöfnum s.s. smíðum, viðburðum eða niðurrifi, stafa af hugsun. Flestir heimspekingar eru þessu sammála og er aðal ástæðan fyrir að núverandi mannkyn er fræðilega nefnt Homo Sapiens Sapiens, það er Manntegund sem er meðvituð um hugsun sína.

Siðmenning er aftur birting menningar – eða hugsunar – sem þá er byggð upp með kerfisbundnum og yfirveguðum hætti. Hún sé eins mörgum mönnum (körlum og konum) til hagsbóta eins og framast er kostur og standist byggingin raun kynslóða og alda.

Eðli málsins samkvæmt krefst menning þess að innan hugarknattarins þrífist alls kyns hugsanir og margar þeirra mótsagnakenndar. Sömuleiðis krefst hún þess að úrvinnsla hennar sé sjálfri sér samkvæm, samtímis umburðarlyndi gagnvart hinu mótsagnakennda eða óæskilega.

Menning krefst þess að ofbeldi (eða kúgun) sé síðasta hálmstrá hins úrvinda huga.

Hér birtist allt það sem skipt hefur okkur máli síðustu 5.781 ár. Hugtakið Okkur, hjúpar merkinguna okkur öll sem tökum þátt í að vinna með hugmyndir og hugtök, og tökum þar með þátt í framþróun menningar síðustu sex árþúsundir.

Talan er fengin að láni hjá elsta tímatali mannsins sem enn er í notkun, sem er hið Hebreska. Þannig er skrásett og þekkt saga hugsunar, sú sem haldist hefur óslitið og verið meðvituð eftir þeirri tímalínu sem lengst hefur haldist og hjúpar sem flest blæbrigði.

Tökum nú snarbeygju. Í heilt ár hefur Þjóðin verið undir alræðisstjórn eins ráðherra sem gefið hefur út langa röð tilskipana – sem nefnast reglugerðir – á grundvelli laga sem virkjuð voru með ólögmætum hætti. Nú nýverið samþykkti Alþingi að breyta þeim lögum og gera ólögmætið löglegt og var samþykktin einróma (séu fjarverandi atkvæði túlkuð sem samþykki)!

Umræður um téða lagabreytingu stóðust tæplega vísindalega eða menningarlega rýni en greining á því krefst lengri pistils. Sé fullyrðingin rétt, vaknar sú spurning, ef menning er hrunin og siðmenning í frjálsu falli, hvernig getum við mælt það?

Í fyrra hélt ég fram, að á Íslandi hafi hin svonefnda þrískipting valds (á Lýðveldistímanum) aðeins verið til í orði kveðnu. Þeir frömuðir sem halda öðru fram, hljóta að vera meðvitaðir um hvers vegna þrískipting valds telst mikilvæg í siðmenningu samtímans eða hvaða menningarhugsun liggur þar til grundvallar.

Rétt um það leyti sem hinn svonefndi Covid-faraldur var skilgreindur – en hann hefur fyrir löngu verið vísindalega afsannaður þó fáir viðurkenni það – setti ég fram myndskeið þar sem ég greindi ítarlega og með faglegum hætti hvernig framangreind fullyrðing um þrískiptingu valds væri rökstudd. Á þeim tíma var alvarleiki komandi tólf mánaða handan við sjónarrönd.

Staðan er þessi: Hópurinn sem smíðað hefur Íslenska siðmenningu síðustu tvær aldir, setur lög Ríkisins (Þjóðfélagsins), leyfir framkvæmendum þess þáttöku í að setja þau, að forseti ríkisins hafi aldrei sett ríkisstjórn samkvæmt stjórnarskrá, að þó Alþingi og Ríkisstjórn fari í dag með skipan dómara (sem ráðherrar gerðu áður) þá eru dómarar skipaðir af þeim sem þeir eiga að dæma um hvort setji lögmæt lög, fylgi stjórnarskrá (brjóti eiðstaf sinn við hana) eða framfylgi lögum löglega!

Nú er þessi hópur að undirbúa löggjöf um ritskoðun með refsidómi ef Íslenskur borgari fjallar með röngum hætti um svonefnda Helför Nasista gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöld. Á Íslandi hefur aldrei þrifist gyðingahatur, á landinu eru nær engir sem ræða um eða skrifa um þessi mál, auk þess sem Ísland var hernumið og hlutlaust land í téðum hildarleik.

Látum vera þá fásinnu Nasista að skilgreina meðlimi trúarbragða sem líffræðilega þjóð.

Þegar Hatursorðræða var gerð refsiverð á Íslandi, tóku lögreglumenn opinberlega þátt í að hafa áhrif á þá lagasetningu. Nýverið gerði Sóttvarnalæknir sig sekan um að þrýsta á hvernig lögin sem skilgreina starfssvið sitt yrðu endurskilgreind. Hvoru tveggja er siðlaust en er það lögmætt að embættismenn ríkisins geti þrýst á lagasetningu um sjálfa sig?

Stjórnarskrá Lýðveldisins tekur skýrt fram að ekki megi ritskoða orðræðu á landinu nema hún ógni almennu velsæmi. Hvernig tókst að umsnúa almennu velsæmi á landinu, síðustu tvo til fjóra áratugi, þannig að siðrof og rökrétt óraunsæi er orðið viðtekið ástand? Auðvelt er að tíunda hvernig búið er að bylta almennu velsæmi og gera það Apalegt frekar en Mannlegt, af nógu er að taka, en fyrirsögnin hefur að mínu mati verið rökstudd.

 

Ritað 8. mars 2021 og sent Morgunblaðinu til birtingar.

Birtingu var hafnað og loks beiðni um birtingu dregin til baka.

http://hreinberg.is/?tag=morgunbladid

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.