Tag Archives: Menning

Getur menningin gufað upp?

img-coll-0512

Ef Menning er saga hugsunar og verði hugsunin útdregin (Abstract) fásinna, hlýtur siðmenningin sem byggist á henni, að hefja frjálst fall. Séu greind ættar- og mægðatengsl stjórnmálafólks, ritstjóra og forstjóra stofnana, sést að á að giska tvöhundruð manns stjórna landinu og að fjölskyldur þeirra hafa stýrt þjóðinni í að minnsta kosti tvær aldir. Þetta er mælanlegt og því engin kenning. Hér er stórlega alhæft og hægt er að greina hvernig … Lesa meira


Lýgveldið ku hafa margar stofnanir

img-coll-0868

Þegar jafnlaunavottunin var sett í lög á Ríkisþingi Lýðveldisins – sem ég uppnefni Lýgveldið – þá rann það í gegn eins og kók sem er drukkið með röri. Sárafáir veittu því athygli að innan ríkisins – eins og Lýðveldið er títt uppnefnt – hafa verið til lög um laun og jafnrétti í marga áratugi. Hvergi sá ég spurt, hvað þá heldur rætt málefnalega, hvort hér væri vitleysa á ferðinni. Sjálfur … Lesa meira


Innihald menningar er styrkur hennar

img-coll-0148

Fyrsta merkið um að menning hafi glatað innri meiningu sinni og styrk sést á því þegar hún byrjar að mæla alla skapaða hluti. Líttu á fjölmiðlun, allt er framsett í mælanlegum málum. Annað merki er þegar samfélagið, í öllum lögum þess, missir getuna til að viðurkenna innihald hvors annars og sameinast um innihald. Þá upphefst mikið af reiði, tilfinningadrama, skeytingarleysi, fordómum eða dómhörku jafnhliða dómgreindarleysi en umfram allt mikilli ásókn … Lesa meira


Lýðræði tilfinninga eða rökhugsunar

tviburar

Þeir sem bera virðingu fyrir vilja lýðsins, hafa ekki litið upp úr bók allt sitt líf. Lýðurinn er í eðli sínu fljótfær og grunnhygginn. Ekki fólkið í lýðnum, heldur hópsálin. Þetta er einfalt að sannreyna. Næst þegar þú ert í matarboði, partýi, eða annars konar samkvæmi, skaltu reyna eftirfarandi: Reyndu að snúa samræðum frá Desperate Houswives yfir í gildi þess að slökkva á sjónvarpstækjum og iðka kyrrðina við samræður, bóklestur … Lesa meira