Innihald menningar er styrkur hennar

Fyrsta merkið um að menning hafi glatað innri meiningu sinni og styrk sést á því þegar hún byrjar að mæla alla skapaða hluti. Líttu á fjölmiðlun, allt er framsett í mælanlegum málum.

img-coll-0148Annað merki er þegar samfélagið, í öllum lögum þess, missir getuna til að viðurkenna innihald hvors annars og sameinast um innihald.

Þá upphefst mikið af reiði, tilfinningadrama, skeytingarleysi, fordómum eða dómhörku jafnhliða dómgreindarleysi en umfram allt mikilli ásókn í munað og munúð.

Þriðja skrefið er rýrnun siðferðis er stuðli að styrk, rósemd, og skapandi huga en ofgnótt af siðferði óheiðarleika, sýndarmennsku og ábyrgðarleysis.

Saga mannsins hefur margsýnt að þegar menning glatar innihaldi sínu er skammt til þess að hún hrynji.

Yfirleitt tekur þá við hrárri og harðari menning og við sjáum slíka nú þegar rísandi á austurhimni og vaxandi ringulreið innan okkar eigin við þeirri ógn.

Ekki er vitað um mörg tilfelli þar sem hrörnun af því tagi sem hér er lýst hefur snúið við; en þar sem það hefur tekist er aðferðin einföld. Vörpun fyrir róða á munaði, munúð og einstaklingshyggju til að upphefja dyggðir á borð við fórnfýsi, vinnusemi og samheldni.

Þetta síðasta er yfirleitt framkvæmt með samræðu, sögum og leikjum þar sem áheyrendur eru beinir þáttakendur. Þar er endurreist tilfinningin „að tilheyra“ sem er önnur sterkasta hvöt mannsins.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.