Það er búið að spá verðbréfahruni frá því gjaldeyrishrunið átti sér stað haustið 2008. Meginmiðlar snerta ekki þetta efni, það hefur enginn nein svör, engar lausnir, engin úrræði. Ennfremur myndi slík kreppa verða fimmfalt verri.
Þú fengir ekki réttar gallabuxur í langan tíma og þyrftir að nota gamlan Android eða úreltan iPhone allt að hálfu ári lengur en viðunandi.
En það er ekkert mál að afgreiða svona kreppur, hafi samfélagið skapandi hugsun við stýrið, en í núverandi iðnaðar- og peníngakerfi er engin skapandi hugsun og hefur ekki verið um aldir.
Hvað með vísindin segirðu? Jú vissulega er skapandi hugsun til í ýmsum afkimum en líttu nánar ofan í hana. Það eina sem fékk að vaxa upp úr henni voru stríðsvélar og þægindahringur fyrir sauðdáleyddan neytendaheim sem er tilbúinn í stríð við nágranna sína og drepa fólk fyrir rangar hugmyndir.
Allt draslið er niðurnjörvað í eigingirni, ótta, kvíða, vantraust, ofbeldi, dómshyggju og flokkadrætti (ríkir, fátækir, millistétt, skrýtnir, o.s.frv. )
Við erum ekkert betri en Conqistadorarnir sem rústuðu Mið- og Suðurameríku fyrir fjórum öldum. Við vitum aðeins meira og höfum betri tól, en við erum sama pakkið. En þú sérð það ekki af sömu ástæðu og þeir sjá það ekki.
Enginn þolir að vera sýndur sannleikurinn um sjálfan sig og allir eltast við að fegra sjálfan sig í augum annarra, enginn er tilbúinn til að axla raunhæfa ábyrgð á sjálfum sér eða umvherfi sínu og fyrir vikið lifir hvert einasta okkar í dýflissu eigin sjálfsblekkinga og sjálfsheilagleika. Ég er ekki undantekningin, þó ég sé náttla gull og gersemi, eins og þú.