Elítan forðast að rýna í skattaskjólin

Skattaskjól eru blekking elítunnar – eða skuggavaldsins í elítunni. Engin færsla getur farið inn á bankareikning í skattaskjóli án þess að skilja eftir sig slóð. Alltaf er hægt að rekja slóð.

img-coll-0174Þegar nöðrur embættiselítunnar væla um að skjólin gefi engar upplýsingar er um blekkingu að ræða.

Þær eru að lýsa því yfir – án þess að segja það beint – að þær vilji ekki rekja sýnilegar slóðir sín megin; með öðrum orðum vilji ekki stugga við skuggavaldinu.

Þjóðveldið hefur tvö tól til að bregðast við slíku. Annars vegar að Upplýsingastofnun ber skyldu til að rekja slóðir um hvaðeina sem héraðsþingin krefja hana um að rekja, auk þess sem stofnunin getur engum upplýsingum haldið leyndum.

Hitt er hinn forni útlegðardómur. Hann merkir að sá sem er útlægur getur ekki stundað vinnu né viðskipti meðan á útlegð stendur og viðkomandi nýtur engrar lagaverndar innan Þjóðveldis.

Þannig er útlegðardómur nærri því svipting ríkisborgararéttar. Hinn útlægi heldur þó ríkisfangi sínu en fær ekki afhent vegabréf enda sviptur lagavernd og þannig opinberri þjónustu. Reyni slíkur að eiga í viðskiptum í öðrum löndum þá getur hann ekki framvísað heilindum sínum – þ.e. gildum pappírum.

Reyni hann að nota leynifé sitt þá eru hann kærður fyrir rán, hreint og klárt. Upplýsingar eru jú málið og þegar einhver neitar að gefa upplýsingar þegar slóð hans er rakin hefur þá eitthvað að fela, ekki satt?

Það sem við verðum að átta okkur á, er að tími alræðis einstaklingshyggju er liðinn og nú rís jafnvægi einstaklings og samfélags. Hvernig það er gert get ég ekki sagt því ég get ekki talað fyrir munn samfélagsins, því ég er bara eitt stak sem viðrar skoðun sína.

Kynþokkafull stjórnarskrá Þjóðveldis tryggir einmitt að þú sem einstaklingur hefur bæði rödd og áhrif í mótun samfélagsins og að með beinu lýðræði og persónukjöri getur þú kæft spillinguna í fæðingu.

Að lokum mætti spyrja sjálfan sig; hvers vegna er ekki stofnunum lýðveldisins stýrt með lýðræði og hver ætti að vera eðlileg viðmið á hlutfallseign einstaklinga og fyrirtækja?

Er eðlilegt í hundrað þúsund manna bæjarfélagi að fimm einstaklingar eigi jafn mikið fé og hinir hundrað þúsund samanlagt? Á hvaða framlagi hvílir sá auður og það vald?

Ef flett er ofan af þessum spunum eða ef valdi elítunnar er ógnað er hún tilbúin að drepa þig. Munum Vilmund sem var ein harðasta ógnunin við elítuna, framdi hann sjálfsmorð eða ekki? Vald er ekki hið sama og hagsmunir og þeir sem girnast og eiga völd eru ekki tilbúnir að sleppa völdum. Elítan og skuggavaldið í henni er samsett úr sálarlausum valdaskrímslum.

Við megum ekki láta óttann buga okkur. Við verðum að tala við hvert annað og við verðum að yfirgefa valdakerfið. Þessar eru einu leiðirnar, vindurinn og vatnið.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.