Heiður er horfinn úr tísku en líður aldrei úr gildi

Við getum ekki tapað. Þjóðveldið ríkti í fjórar aldir og fólk trúði svo sterkt á frelsi sitt og samábyrgð að þó þjóðveldið hefði engan her þá barðist fólk hiklaust í fjóra áratugi fyrir að halda því.

Þetta var fólk sem trúði á sjálft sig, heiður, og „hið góða óútskýranlega.“ Hver trúir á Lýðveldið? Hvað stendur það fyrir? Á hvað trúir lýðveldiselítan annað en spillingu og einkavinahagsmuni?

Munt þú verja lýðveldiselítuna falli þegar lýðurinn streymir skuldlaus yfir í Þjóðveldi og reisir þar beint lýðræði og hreinsar burt spillinguna?

Getur einhver svarað þessu skoti? Ég veit að hálfamerískir dramasjúklingar sjónvarpskynslóðarinnar geta það ekki, en eru einhverjir Íslendingar þarna úti?

Það kom nýlega fram góður punktur á Facebook veggnum hjá mér: Að Ísland væri ekki venjulegt þjóðríki. Að það hegðaði sér ekki þannig. Á vissan hátt segir eftirfarandi tilvitnun úr Lögreglulögunum (nr. 90 frá 1996) allt um það:

„ 3. Valnefnd velur nema í lögregluskólann úr hópi umsækjenda [og eru ákvarðanir hennar um val nema endanlegar].3) Nefndina skipa fimm menn, einn tilnefndur af [ráðherra],4) einn af ríkislögreglustjóra, einn af [Lögreglustjórafélagi Íslands],1) einn af Landssambandi lögreglumanna og einn af skólastjóra Lögregluskóla ríkisins er skal vera formaður nefndarinnar.“

Ef stjórnkerfið væri lýðræðislegt á borði þá myndi það veita þér aðgang að mótun sinni. Ennfremur myndi lögregla þess standa með þér gegn valdboðinu að ofan. Þess vegna getum við ekki tapað, því við vitum hvað við stöndum fyrir en þau hafa engan heiður.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.