Þegar menning verður einskis virði innan frá

Í rauninni hefur enginn áhuga á breytingum til batnaðar. Engar fréttir eru sagðar af þúsundum landsmanna á vergangi. Enginn þrýstingur á valdakerfið að hlýða þjóðinni. Fólk í sama kaupæðis og afþreyingar algleymi og áður, fljótandi áfram bíðandi þess að sér sé reddað.

img-coll-0170Hið eina sem blífur er reiðigjóstur athugasemda til hægri og vinstri á síðum fréttamiðla og stöðulínum á samfélagsmiðlum.

Reiðin er alls ráðandi, ýmist hjá þeim sem hafa tapað fé eða eignum vegna bólunnar eða þeirra sem sakna þess þegar kaupa mátti meira eða ferðast meira eða afþreyjast meira.

Í miðri kreppunni erum við samt í 1% minnihluta mannkyns; þeirra sem hafa það best, og við erum nákvæmlega ekkert að leggja af mörkum í tíma, greind eða sköpun sem gefur samtímamenningu heimsins neitt gildi. Við erum sömu innihaldslausu úrþvættin og fyrir hrun eða alla síðustu öld.

Við, ekki þið, erum þarna. Því þó margir séu að reyna að klifra upp úr hyldýpi sjálfselsku og skyndimunúðar egósins, þá skiptir það engu meðan restin eru sömu sauðirnir og þeir sem staurfestu frelsarann sem þeir tilbiðja, því við erum öll í sama bát strönduðum á sama skeri.

Þeir sem hrópuðu hann dauðan vor hinir sömu og höfðu fylgt honum en snéru við honum baki þegar þeir sáu að hervaldið gat fangelsað hann, því þeir höfðu trúað að hann myndi frelska þá frá útlendri áþján; svipað og þjóðin í dag sem bíður þess að fólk sem hefur atvinnu af að gefa gyllt loforð og að svíkja þau jafnharðan reddi meiri kaupgetu.

Samtímamenning okkar er ekki tímans virði að vera lýst. Hugsandi fólki væri ráðlegra að eltast við skyndimunúð eins og hinir þar til mannkynið klárar sjálfsvíg sitt. Sjálfsvíg sem framið er af lýð sem sturtar eitri yfir náttúruna í bið eftir því að einhver reddi þeim mengunarlausum þægindum.

Við erum þannig áttavillt, djúpt í iðrum tómlátrar menningar sem er full af lýsingum á eigin ágæti. Ómeðvituð sem einstaklingar um nauðsyn sjálfsmenntunar og treystum hálfdáleidd á mötun miðla og menntakerfis ásamt ráðdeild kosinna leiðtoga sem við þó völdum af tilbúnum matseðli þannig útbúnum að við gleymdum að innan um alla réttina vantar fisk.

Hér fylgir til dæmis tengill í upplýsingar um ástand mengunar í heiminum. Bæklingurinn er á PDF formi og bæði skýr og skiljanlegur. Það sem hann segir þó ekki er hver beri ábyrgðina. Allt sem máli skiptir – eða svo til allt – kemur hér fram, nema hvar ábyrgðin liggur.

Undirmeðvitundin heldur að ábyrgðin liggi hjá forstjórum iðnaðar og efnahagsmála ásamt stjórnmála fólki.

Tökum til gamans dæmi um olíunotkun. Fyrir 20 árum notuðu Bandríkjamenn tæpar átta milljónir af olíutunnum daglega … það hefur líklega aukist á tuttugu árum. Vissulega er þetta vandamál en hver mikið af þessari notkun er persónuleg ábyrgð? Erum við meðvituð um að við höfum val, bæði með því að sýna fordæmi og með því að vekja samræður við aðra?

Vitum við til að mynda hversu mengandi olíuhreinsunin sjálf er? Getur það verið að við séum orðin svo vön því að vera mötuð á viðeigandi upplýsingum og flæði viðburða og ákvarðanatöku orðið svo óstimulerandi að við herum hætt að leita upplýsinga?

Er ástæða fyrir því að upplýsingaflæðinu er stýrt þannig að við sjáum það sem við þurfum að sjá en ekki það sem þeir þarfnast að við sjáum ekki? Hversu hátt hlutfall af hráolíu verður að bensíni, eða Diesel, eða plasti, eða malbiki, eða bíldekkjum?

Punkturinn er sá að það er okkar eigin einkaneysla sem er að menga heiminn. Ef neysla okkar væri vitræn – sem krefðist samræðu fólks og sjálfsmenntunar – þá væri mengun í lágmarki. Iðnaðurinn hvílir á okkar eigin herðum. Við erum hins vegar alin upp sem heimskir fylgjendur og því er fjandi erfitt að breyta.

Við yppum því bara öxlum, því við mengum ekkert er það? Er það? Er það?

  • Olíuhreinsun fyrir skipin og bílana.
  • Kolabruni fyrir málmhreinsun fyrir sömu bíla og skip.
  • Öll föt innflutt.
  • Allt grænmeti innflutt.
  • Tveir þriðju allrar fæðu innfluttur.
  • Hvernig eru þessar vörur framleiddar?
  • Megnið af frítíma eytt í mötun frá ljósvakamiðlum, nær engin skapandi hugsun eða samræða í samfélaginu.

Við erum framúrskarandi? Jú við höfum hreint vatn og gufuhita, en erum við að nota okkar sérstöðu til einhvers? Erum við að leysa einhver vandamál? Erum við einhvers virði?

Það er vaxandi umræða í Vesturheimshreppi að fyrirtæki hafi þar sömu réttarstöðu og einstaklingar, og mér sýnist að hérlendis hafi stofnanir og stærri fyrirtæki, og þá sérstaklega fjármagns stofnanir, hafi sterkari réttarstöðu en einstaklingar, enn verra er að engin umræða fer fram um þetta.

38. grein stjórnarskrár Þjóðveldis tekur sérstaklega á þessum þætti:

38. Fyrirtæki og/eða stofnun hefur veikari rétt en réttur einstaklings gagnvart lögum og eignarrétti. Nánari túlkun þessa ákvæðis skal skilgreind hjá Alþingi og samþykkt í þjóðaratkvæði á 30 ára fresti.

Við erum svo aftarlega á merinni á okkar litla og á margan hátt einangraða landi og það er í raun eðlilegt því samfélagið er svo lítið. Það er fólk sem tengist t.d. Þjóðveldinu sem ekki skrifar athugasemdir eða lætur vita neins staðar að það sé með okkur af ótta við að missa störf. Umræðan er þess vegna svo erfið, fólk á erfitt með að sýna afstöðu til mála.

Því meira sem ég sé ástandið, bæði siðferðislega og efnahagslega, liggur mér við svima því við erum svo nærri hyldýpisbrúninni. Það þarf nær ekkert til að koma af stað Kjarnorkustríði og margir vísindamenn vara við að jafnvægið í náttúrunni sé byrjað á skjálfta sem ekki verði stöðvaður nema við breytum öllu okkar kerfi strax.

Við erum þó byrjuð að breyta þessu. Það er ekki langt í að Þjóðveldið rís. Því fólk er byrjað að spyrja sig spurninga, farið að efast um allt elítukerfið eins og það leggur sig. Þó er enn nokkur vegur í að hinn upplýsti einstaklingur vakni til vitundar um eigin ábyrgða á ástandi eigin menningar.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.