Að totta sannleikann blandaðan spýtti

Ef Bandaríska byltingin er skoðuð ofan í kjölinn, forsendur hennar, aðstæður og sú stjórnarskrá sem var rituð í tilefni hennar, birtist eitt flottasta samsæri sem sagan á. Hrein og tær hugarblekking sem er augljós um leið og réttu punktarnir eru tengdir.

Ég trúi varla að ég hafi komið auga á það, en útskýringin er flóknari en stöðuuppfærsla leyfir. Hins vegar, sé samsæriskenningin rétt, þá birtast önnur samsæri sem eru dálítið spes.

Ísis er gott dæmi um þetta. Þér er sagt að uppreisnarhópur nokkur þúsnd vígamanna vopnaðir handsprengjum og handvélbyssum hafi á einum mánuði hernumið hálft Írak og fjórðung Sýrlands,sem þá voru þegar vígvædd með skriðdrekum og herþotum.

Svipað og ef Íbúar Glasgow myndu á tveim helgum hertaka Írland, Skotland og þriðjung Englands með sama hætti.,

Svo sérðu stærsta herveldi samtímans hóta að fara í stríð við þá vegna þriggja blaðamanna, en þetta er alltílæ því þú hatar og óttast Íslam, sem eru trúarbrögð 1.200 milljón manna. Svo heldurðu líklega að veröldin sé nákvæmlega eins og sögubækur í skóla kenndu þér. En vittu til, þá varstu bara krakki og gáðir ekki hvaða heimildir sögubækurnar notuðu.

Sorrý stína, veröldin er dáldið öðruvísi en þú heldur ef þú tottar bara sannleikann frá Rúv, 365 og Hádegismóum.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.