Tag Archives: Trú

Fjórir vættir, fjórar höfuðáttir, fjögur frumefni

img-coll-0815

Ég las stutta hugleiðingu í fjölmiðli fyrir fáeinum árum þar sem yfirskriftin var einföld; Bænin. Eins og allt trúað fólk á ég persónulegt samband við bænina sjálfa en ekki endilega við vættinn sem beðið er til. Þessi fullyrðing kann í fljótu bragði að virðast frekar djörf og því krefst hún útskýringa því hún er flókin. Trúað fólk biður reglulega og óreglulega. Sumir hafa vanið sig á að fara með kvöldbæn … Lesa meira


Samfélag óttans og vindar hugans

img-coll-0286

Þegar við tökum okkur vald yfir eigin huga og síðan sál, þá meinum við rjómatotturunum að leiða huga okkar áfram í blindni. Við tökum í raun vald yfir þeim; því sá sem leiðir okkur beitir óhjákvæmilega þeim refsivendi sem hann óttast sjálfur. Ef sá vöndur er þér merkingarlaus, því þú hefur vald yfir afstöðu þinni, þá brýturðu vald hans á bak aftur og þar með sigrar þú heiminn. Þetta er … Lesa meira


Þegar hugmynd er trúað þá stjórnar hún huganum

img-coll-0202

Eitt af því sem við erum ekki alin upp við, það er að spyrja spurninga. Þvert á móti erum við vanin við að fá svörin og að við séum skrýtin ef við spyrjum spurninga. Með hverjum áratugnum þrengist svo ramminn um hvaða spurningar séu innan ramma og hverjar séu utan. Ég hef oft bent á að öll mannleg meðtekning (Perception) sé háð trú og að ómeðvituð trú okkar á veröldina skapi … Lesa meira


Sannleikar elítunnar þyrla upp moldviðri hugans

img-coll-0222

Ástæðan fyrir því að almenningur trúir fjölmiðlum er tvíþætt. Fyrri þátturinn er sá að fjölmiðlar segja frá viðburðum og atvikum. Viðburður er sumsé eitthvað sem gerist en atvik er eitthvað sem einhver segir frá s.s. tilkynningar stjórnvalda og annarra. Síðari þátturinn eru amerískar bíómyndir um blaðamennsku sem hafa dáleitt almenning til að trúa á hinn baráttuglaða rannsóknarblaðamann og hugrekki hans til að fletta ofan af spillingu. Við sem köfum dýpra, … Lesa meira


Vertu vatnið vinur minn

img-coll-0108

Síðan ég tók við God’s Will og opnaði fyrir það sem hún stendur fyrir, hefur streymt til mín innsæi á hluti sem ég hef hvergi séð ritað um eða neina halda fram. Svo fór ég að rannsaka netið. Þar sá ég að undir teppi meginmiðlunar og hins lögleidda „menntakerfis” var straumur af fólki að segja sömu hluti, segja frá sams konar innsæi, ekki bara í okkar samtíma heldur í samtíma … Lesa meira


Sé prúttað við Guð kemur verðið á óvart

gudjon-img--0305

Ég man ekki hvort það var í Kóraninum eða Biblíunni. En það var útskýrt fyrir trúuðum að ástæða þess að Hebrear urðu að flakka í eyðimörkinni í eina kynslóð var aðeins að hluta til sú að þeir reistu skurðgoð (Gullkálfinn) meðan Móse var á Sínaí fjallinu. Hin ástæðan var mun áhugaverðari. Hún var sú að kynslóðin sem kom út af Egyptalandi – eða út úr hinu táknræna heimskerfi ótta og … Lesa meira


Að totta sannleikann blandaðan spýtti

tviburar

Ef Bandaríska byltingin er skoðuð ofan í kjölinn, forsendur hennar, aðstæður og sú stjórnarskrá sem var rituð í tilefni hennar, birtist eitt flottasta samsæri sem sagan á. Hrein og tær hugarblekking sem er augljós um leið og réttu punktarnir eru tengdir. Ég trúi varla að ég hafi komið auga á það, en útskýringin er flóknari en stöðuuppfærsla leyfir. Hins vegar, sé samsæriskenningin rétt, þá birtast önnur samsæri sem eru dálítið … Lesa meira


Kraftur hinnar fönguðu sálar

img-coll-0237

Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni. Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær. Hinn mannlegi einstaklingur … Lesa meira


Að leggja moskur að jöfnu við sjálfssprengifólk

tviburar

Nokkuð sem meginmiðlar segja þér ekki, er að múslímaheimurinn er 1.200 milljónir manna og það er alvörufólk með alvöru menningu. Pínuoggulítiðsmávegis öðruvísi en okkar, en hvorki betri né verri en okkar. Við erum bara svo ofmenntuð að við sjáum það stundum betur á okkar hátt en þeirra. Stundum er fólk of upptekið af að leggja moskur saman við sjálfssprengi öfgamenn, sem eru jafn reiðir þeim sjálfum, til að sjá að … Lesa meira


Kreddan er útför hinnar lifandi trúar

img-coll-0208

Trú er í samtíma okkar jöðruð (marginalised). Manneskja sem er trúuð er séð sem þröngsýn og skammsýn sem lifi í takmörkuðum og gamaldags heimi. Hún hangi í tilbeiðslu á úrelta eða hálfúrelta hugmynd um yfirskilvitlega veru sem hafi dálítið öfgakenndar mannlegar tilfinningar á borð við litróf afbrýði og fyrirgefningar og margt þar á milli. Enn fremur er sýnin á gildi trúar orðin bjöguð, jafnvel af prestunum sjálfum. Kraftaverk fortíðar séu … Lesa meira


Trú er einkamál en gildi eru samfélagsmál

einherji 2

Allir vita líklega að ég er illa smitaður af þeirri skynvillu sem kallast trú. Eins og flestir vita er ekki til lyf við því frekar en ást en samt hallast margir að því að til séu lyf við andstæðum þessara tilfinninga. Það skiptir mig engu máli hvort aðrir trúa einhverju eða engu, og alls ekki hvernig þeir gera það. Mér finnst trú hvers og eins vera hans einkamál frá vöggu … Lesa meira


Þú ert hvatningin

img-coll-0118

Það kemur viss dagur og hann kemur hjá okkur öllum. Sum hafa áður fengið hann í öðru lífi á öðrum stað í tíma og rúmi. Stundum æfum við hann aftur og aftur og aftur og í hvert sinn erum við sterkari, pússaðri og ríkari. Stundum höfum við þurft að falla, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur jafn oft og við höfum staðið aftur upp. Í hvert sinn segjum við í … Lesa meira


Skapandi hjátrú

gudjon-img--0028

Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita. Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu … Lesa meira


Lífskrafturinn

ferlid-006

Trú er viðkvæmt umræðuefni í nútímanum og oft flókið. Þegar ég var í „12 sporunum“ hitti ég oft fólk sem sagði við mig „Ég get ekki notað þau, ég þoli ekki allt trúar kjaftæðið.“ Hvað á að segja við mann sem er stoltur af trú sinni á að enginn Guð sé til, svo hann nýti sér mátt trúar? Þú breytir ekki trú annarra, og virðing fyrir annarra trú er Ferlinu … Lesa meira


Kvíði

ferlid-007

Brot úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ um úrræði við kvíða: … Sá sem missir allt verður hræddur. Að missa heimili sitt, eða fjölskyldu sína eða starfsframa sinn, eða félagslíf sitt. Að verða fyrir ástarsorg, að missa aleiguna og standa eftir einn. Að verða fyrir einelti í starfi og missa starfið vegna afstöðu fólks til fortíðar sem þú hefur unnið úr og verða fyrir aðkasti víðar af sömu sökum. Vera án … Lesa meira


Ótti við Guð

AngryJesus

Jesú sagði á sínum tíma „hver sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta eru mögnuð orð og gott að trúa þeim. Þeir sem trúa þeim trúa að þeir muni lifa að eilífu. Vera alltaf til, og að það kosti ekki neitt. Viltu fá allt fyrir ekkert? Jesú sagði einnig „hver sá sem vill bjarga lífi sínu mun glata því og hver sá sem fórnar því mun … Lesa meira