Skapandi hjátrú

Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita.

Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu dýr.

Veiðiþjófar eru hundeltir og skotnir en stundum dæmdir í fangelsi. Þeim er í rauninni sama því tvennt ræður veiðiþjófnaði í Afríku.

Í fyrsta lagi viðgengst viss tegund spillingar þar, því embættismenn eru alls staðar eins, og einnig er mikið af fátækum mönnum sem eru til í tvöföld árslaun fyrir eina tönn eða hönd.

Auðveldara væri að fara laumulega leið. Að koma því inn hjá töfralæknum og vúdú prestum í viðkomandi löndum að téð dýr séu á heilög einhverjum goðum og öndum. Drápi þeirra fylgi vissar bölvanir í núlífi og álög í eftirlífi. Ekki ósvipað og hinar heilögu kýr Indverja. Kenndu fólki að trúa rétt og það hagar sér rétt.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.