Tag Archives: Skapandi hugsun

Frumspekilegt gildi jólasveinsins

img-coll-0329

Þegar Leppalúði hitti Grænlenska tröllkarlinn Oolaorsoq í fyrsta sinn, stóðu þeir lengi og horfðu í glyrnurnar hvor á öðrum. Álengdar fór Grýla hamskiptum og þóttist vera klettur meðan elsti sonur hennar Letihaugur horfði á feður sína, óvitandi hvað hann ætti að hugsa, og beið. Í leyni á bak við þar næsta fjall lá Grínskaði, eldri bróðir Leppalúða og glóðu í honum glyrnurnar meðan hann beið eftir Tröllkarlaslag. Nokkuð sem gerist … Lesa meira


Verkfæri markþjálfunar í Ferlinu

Photo1441a

Þú ætlar að breyta venju á borð við fara fyrr að sofa. Svo hefst skemmtilegt efni í sjónvarpinu og þú gleymir háttatímanum. Svo vaknarðu þreyttur og hugsar „ég fer alltaf seint að sofa og get ekki breytt því“. Margir nota lista í svona vanda. Ferlið hefur ekki áhuga á listum og skipulagi. Þegar þú ætlar að vaka lengur eða fá þér súkkulaði manstu ekki listana. Flóknar útskýringar á flókinni tækni … Lesa meira


Hugarhvörf og brautir mannshugans

myndband

Orðið Hugarhvarf er nýyrði í Íslenzkri tungu og er þýðing á enska orðinu Mindspot. Hugarhvarf er eins og „hola á vegi“ sem þú forðast að lenda ofaní en slíkar holur eru oft nefnd Hvörf. Allir vita hversu óþægilegt það er að aka á hraðbrautum landsins og lenda í hvarfi á veginum. Það er eins með hugarhvarf, það er hugsun sem bærir á sér þegar eitthvað óþægilegt kemur upp í umræðum … Lesa meira


Greindu Sauði frá Höfrum og Íslenzka frá Umskiptingum

tviburar

Íslendingar vita um það sem þeim er sagt frá: … um Pentagon papers og Air America. … um áframhaldandi loftárásir og vopnasmygl Nató til Líbýu. … um muninn á Shia og Sunni og stríðið á milli þeirra. … um Valerie Plame og Joe Wilson. … um Howard Zinn og „People’s history of the United States.“ … um David Irving og Ernst Zundel. … um loftárásir Bandamanna í síðara stríði. … … Lesa meira


Hvernig Herkúles sigrar Hýdruna vondu

img-coll-1130

Ég hef sagt ákveðinn grunnboðskap nokkuð oft, stundum upphátt svo einhver heyri og stundum í rituðu máli í von um að einhver lesi, oftar þó gefið í skyn. Ósjaldan fæ ég á tilfinninguna að fáir fatti merkinguna, aðallega vegna viðbragðanna, svo mér hættir til endurtekningar. Þegar ég var kennari á tölvunámskeiðum byrjaði ég oft fyrsta tímann á „hæ ég er Gaui, ég endurtek mig aldrei.“ Ég þurfti fyrir vikið að … Lesa meira


Hvað er frumleg hugsun í þróun menningar?

tviburar

Ég veit ekki til þess að nokkru sinni sé haldin ráðstefna hérlendis með umræðum af þvi tagi sem Chomsky, Freire eða Neill myndu ræða sem menntun. Af öllum menntaljósvitunum hér lendis sem ég hef hingað til rætt við – sem auðvitað mun allir segja þér að við höfum bezta menntakerfi í heimi – segja þér flestir “ha” ef ég droppa einhverju þessara þriggja nafna.   Fyrra myndskeið httpv://www.youtube.com/watch?v=Ml1G919Bts0   Síðara … Lesa meira


Veruleiki er þversnið af dulhyggju allra samtímis

img-coll-0136

Það er sterk tilhneiging meðal fólks að trúa því að „þú sért það sem þú trúir” og einnig að sú sýn sem þú hugsar mest um sé sú sýn sem þú dregur fram í dagsljósið. Sé þetta rétt hugnast mér lítt hvað fólk er mest að hugsa um. Alls staðar virðist spilling, eigingirni, þröngsýni, ofbeldi í orði og æði, ábyrgðarlausar ástir og umfram allt taumlaus sjálfselsk græðgi og sinnuleysi. Það … Lesa meira


Eyðimörk hugans og blindur áttaviti

tviburar

Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum. Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama … Lesa meira


Um endurvakinn útlegðardóm

img-coll-0326

Útlegðardómur Þjóðveldis getur aðeins verið framkvæmdur gagnvart fólki sem brotið hefur af sér gegn öðru fólki án tillits til veru sinnar í ríkiskerfi. Þjóðveldi getur ekki dæmt nokkurn mann fyrir að brjóta lög Lýðveldis frekar en Þjóðverjar geti dæmt mann fyrir lögbrot í Frakklandi eða öfugt. Hins vegar er til skilgreining á hugtakinu glæpur til mannkyni og að sama skapi er óhjákvæmilegt að til sé hugtakið glæpur gegn þjóð. Slíkt … Lesa meira


Virk samskipti við fólk eða tvívíða merkimiða

gudjon-img--0308

Áðan tók ég rútu í fyrsta sinn í tólf ár. Það var alveg eins og í fyrsa skipti og dálítið gaman að fylgjast með fólkinu raða sér um borð. Þar sem ég sat gat ég horft á fólk rétt áður en það kæmi um borð. Fyrir utan innganginn var par í faðmlögum og átti greinilega erfitt með að skiljast að. Hugurinn hvarflaði til þeirra skipta í fortíðinni sem ég hafði … Lesa meira


Sniðgengi er ekki óvirkni

img-coll-0565

Þú vilt að elitan geri eitthvað fyrir þig, því þú gafst henni verðlaust atkvæði? Elítan er ekki land og þjóð, ég er ekki land og þjóð, þú ert ekki land og þjóð. Þjóðin hefur þó selt vald sitt fyrir sama verð. Ég veit hvað ég er að gera fyrir land mitt og þjóð en ég veit ekki hvað þú ert að gera. Meðan ég veit ekki hvaða afstöðu þú hefur … Lesa meira


Elítan er sálarlaust skrímsli

img-coll-0474

Meðlimir elítunnar eru ekki fólk heldur sálarlaus skrímsli. Aðeins sálarlaust skrímsli sendir „Fulltrúa valdstjórnar“ til að bera barnafjölskyldur út af heimilum sínum. Aðeins sálarslaus skrímsli leiða heiðarlegt fólk inn í dómssal til þess að rífa af þeim heimilið og færa það opinberri stofnun sem gleymt hefur tilgangi sínum. Elítu pakk sem heldur að fólkið í samfélaginu séu sauðir og kyngi endalaust setningum á borð við „þetta eru lögin“ eða „þetta … Lesa meira


Græðum stjórnlaust

img-coll-0194

Við horfum á þorskinn, álið, ferðamennina og nöldrið þegar við ræðum efnahagsmál. Mig undrar ímyndunarafl vorrar þjóðar. Því engin þjóð í heimi hér, hefur betri menntun. Hún er afbragð annarra þjóða í skapandi hugsun og andlegri dýpt. Tökum því  snúning sem ég hef beðið eftir árum saman. Beðið þess að mér betri menn sjái og rökstyðji betur en ég. Eins og allir vita er ég fyrst og fremst heimspekingur og … Lesa meira


Daginn eftir hrun

img-coll-0099

Þegar hrunið kom á sínum tíma fæddust mér tvær hugmyndir, sem ég hef áður ritað um. Vissulega veit ég ekki hvort þær hefðu verið framkvæmanlegar. Daginn eftir að guð Geirs blessaði Ísland – því til eru margir guðir og Geir nefndi aldrei hvern þeirra hann ákallaði – hugsaði ég: „Banna skal útflutning á þeim hundruðum stórra vinnutækja sem brátt verða seld úr landi. Þjóðnýta alla fjármögnunarbanka jafnharðan og þeir falla. … Lesa meira


Skapandi hjátrú

gudjon-img--0028

Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita. Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu … Lesa meira


Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna

jolasagan

Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp. Þar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna … Lesa meira


Lögmál aðlöðunar

img-coll-0246

Margir hafa séð myndina The Secret þar sem mest er lagt út frá hugtaki sem á ensku nefnist „Law of Attraction“ sem kennt er víða og við flest þekkjum. Í Ferlinu er þetta lögmál vissulega notað. Hér eru tekin fáein dæmi um hvernig megi skoða virkni þess. Lögmál aðlöðunar: Ef þú hugsar mikið um að þú hefur skort – þá laðarðu að þér skort. Ef þú hugsar mikið um að „þig … Lesa meira


Andleg fróun vitsmuna-apans

tviburar

Að fróa sjálfum sér er göfug og falleg athöfn í lífi sérhverrar manneskju. Hins vegar á sama tíma mikið feimnismál. Það er hverri manneskju feimnismál að þurfa frekar að fróa sjálfri sér en finna sér mótleikara: Ef enginn vill leika með manni, þá er það ávísun á að vera lúser. Við erum apategund sem nefnist „Homo Sapiens Sapiens“. Já við erum dýr – en okkur finnst við ekki vera dýr. … Lesa meira