Um endurvakinn útlegðardóm

Útlegðardómur Þjóðveldis getur aðeins verið framkvæmdur gagnvart fólki sem brotið hefur af sér gegn öðru fólki án tillits til veru sinnar í ríkiskerfi.

img-coll-0326Þjóðveldi getur ekki dæmt nokkurn mann fyrir að brjóta lög Lýðveldis frekar en Þjóðverjar geti dæmt mann fyrir lögbrot í Frakklandi eða öfugt.

Hins vegar er til skilgreining á hugtakinu glæpur til mannkyni og að sama skapi er óhjákvæmilegt að til sé hugtakið glæpur gegn þjóð.

Slíkt hugtak hefur þó verið nærri því til þegar menn hafa skilgreint hugtakið landráð en það hugtak hefur ævinlega verið nýtt sem afbrot gegn ríki. Eitt ríki getur ekki dæmt þig fyrir landráð gegn öðru ríki og því getur Þjóðveldi ekki dæmt neinn fyrir landráð gegn Lýðveldinu.

Hins vegar má ræða hugtakið glæpur gegn þjóð og við slíkum glæp hlýtur aðeins einn hugsanlegur dómur að vera til; útlegð úr ríkinu um tiltekinn tíma.

Þetta skildu menn í eldra Þjóðveldi er þeir dæmdu menn sem skógarmenn eða útlæga, að þá náði enginn lagalegur réttur þeim til verndar innan ríkisins þann tíma sem þeir völdu að verja innan ramma ríkisins og gat hver sem vildi vegið þá eða vegist að þeim án þess að dæmast fyrir.

Ævinlega þegar svæði í mannkynssögunni hefur reynt að skilgreina nýtt ríki innan landamæra eldra ríkis hefur það endað með skelfingu. Því er eðlilegt að menn hiki við að huga að málefni Þjóðveldis og lagalega er það á gráu svæði hvort endurreist þjóðveldi sé landráð gegn lýðveldi.

Lagalega er það á nægilega gráu svæði til þess að dómstólar Lýðveldis kæmust upp með að dæma Þjóðveldismenn fyrir landráð og það má búast við að þegar hreifingin vaknar að það verði reynt. Ennfremur er ljóst, bæði þjóðinni og ríkiskerfi lýðveldisins að dómstólar á Íslandi virðast komast upp með það sem þeim sýnist, ásamt „fulltrúum valdstjórnarinnar“ sem í daglegu tali nefnist Lögreglan.

Skelfilegt en satt, því þjóðin virðist ekki snúast til varnar gegn neinu af yfirgangi hinnar spilltu elítu.

Mannkynið er enn að slíta barnskónum í hugsun. Við erum enn fangar þeirrar hugsunar að til þess að útkljá deilur þurfi að berjast við þær, sem er úrelt fyrirbæri með öllu. Grein 20 í stjórnarskrá Þjóðveldis endurvekur útlegðardóma og grein 26 reynir að skilgreina glæp gegn þjóð.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.