Allar byltingar hafa gert nákvæmlega tvennt. Annars vegar skipt um yfirborðsvaldhafa en ekki skriffinnakerfið eða efnahagskerfið – sem eru þeir einu sem hafa völd.
Byltingar hafa hins vegar eyðilagt helling fyrir fullt af fólki og sjaldan neinum verið til góðs ef nokkru sinni. Í öllum tilfellum situr almúginn eftir með dáleitt ennið og bíður þess að Jesú afmái ábyrgð þess á syndum sínum sem aðallega eru sinnuleysi, afstöðuleysi og forpúkun.
Kærleikur er ekki „elska alla þjóna öllum“ heldur byggist á grjótharðri afstöðu. Satyagraha er hugtak sem Gandhi notaði yfir þetta sama.
Afstaðan felst í að neita ofbeldisseggjum um að stjórna sér, og stundum krefst það þess að taka við höggum, falla, og standa upp aftur. Enginn ofbeldismaður hefur þann styrk að geta horfst til lengdar í augu þess sem hann ræðst gegn, því sá sem stendur fastur fyrir og veit hvað hann stendur fyrir er ætíð tífalt til hundrað fallt sterkari.
Afstaða kærleikans felst einnig í sannleiksást; sá sem iðkar kærleika leitast eftir að sjálfmennta sig og fræða aðra, og þannig myndast samfélag og það er eina leiðin til að virkja sombíaskrílinn og vekja til dáða, og þá meina ég til þeirra dáða að standa fyrir eitthvað annað en neysluviðmið og ábyrgðarleysi.
Þetta er meirihluti þess sem StóriJ var að kenna og fólk skildi hann þangað til Konstantín breytti honum í skurðgoðið Míþras. Til gamans skeyti ég inn fyrirlestri Arun Gandhi um Satyagraha, sem hann hélt á minningarathöfn um Martin Luther King Jr.
httpv://www.youtube.com/watch?v=l6J2HI0DXvA
MLK eins og hann er oft nefndur í enskri ræðu og riti beitti þessu kraftmikla verkfæri í sínu starfi. Óþarft er að kynna hversu áhrifamikill hann var og einnig má í þessu sambandi benda á starf Malcolm X sem framan af var ofbeldis-activisti en snérist síðar og beitti þá aðferðum Satyagraha. Ég veit þó ekki (enn) hvort hann notaði hugtakið sjálft þó hann hafi vissulega beitt kjarnorku þess.