Eyðimörk hugans og blindur áttaviti

Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum.

Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama lögmáli. Einhver smíðar hana, vottar hana, og ber hana á borð.

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=lmOrSCg_SHs

 

Bezta leiðin fyrir þig til að rýna í sannleiksgildi* þeirra fullyrðinga sem hér eru bornar fram er ekki sú að rýna í vottun þeirra eða vottun heimsmyndar þinnar, heldur að gá að öðru. Sjáðu hvernig rangar hugmyndir eru þaggaðar – jafnt þær nothæfu sem þær ónothæfu.

Þeir sem benda á nakin fatnað keisarans, eða þann möguleika að hann sé nakinn; enda utangarðs og í útskúfun. Oft er beitt uppskrift sem Gandhi benti á; fyrst þykjast þeir ekki heyra í þér, síðan hlæja þeir að þér (gera þig fávitalegan í augum annarra), síðan berjast þeir gegn þér, og síðan sigrarðu (ef þú hefur sterkari afstöðu og sterkari trú).

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=NnG4lpcn9aM

 

Aðal málið er þetta; ef þú hefur ekki sjálfstæða hugsun þá býrðu í dáleiddum huga sem veit ekki hvernig hann var dáleiddur eða samþykkti dáleiðsluna. Þeir sem vita ekki af dáleiðslunni hafa aldrei litið út fyrir borðstokk þeirrar mötunar sem hagsmuna-aðilar valdakerfis hafa beitt, þeir sem vita að þeir eru dáleiddir ákváðu að fórna hugsjónum sínum og gildum fyrir skemmri hagsmuni.

Tökum dæmi af umræðunni um stjórnarskrá. Umræðan er stýrð og hún er leiðinleg. Fyrir vikið treystirðu þeim sem stýra umræðunni til að leiða þig áfram með fyrirsögnum og áróðri.

Hafir þú hins vegar vilja og þrek til að lesa stjórnarskrána og beita Netinu sem verkfæri til að lesa fleiri þá muntu sjá að Umræðan er ekki Samræða. Smám saman ferðu að sjá hvað stjórnarskrá er; ekki hvort það sem er í henni sé gott eða vont, heldur að hún er undirstaða alls samfélagsins og á meðan einingar – eða einstaklingar – þess eru ekki í virkri samræðu um mótun hennar; þá breytist ekki neitt heldur skiptir aðeins um ásjónu.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.