Tag Archives: Stjórnarskrá
Sáttmálar og réttlæti
Hugleiðing um hvað sé sáttmáli, hvernig réttlæti sé skilgreint og munurinn á Manneskju og Mannveru. Kafli 20 í Annarri Mósebók (Exodus) skilgreinir boðorðin tíu. Gyðingar og Kristnir telja þau skipanir en ekki leiðbeiningar og að þau séu til allra manna. Múslímar viðurkenna Biblíuna og líta Kóraninn sem þriðja Testamentið, þeir viðurkenna einnig boðorðin tíu. Boð má túlka sem tilboð frekar en fyrirmæli. Þau séu þá tilmæli sem velja má að … Lesa meira
Ábyrg smiðja vandaðs ástands
Af farvegi þess að gaumgæfa þegar hugmynd verður að hugtaki og að frumspekilegur trassaskapur er varasamur. Píanistinn Yuja Wang útskýrði eitt sinn í viðtali að hún hefði ánægju af að tjá tónverk eftir Rússneska tónsmiði (Composers) og bætti við að hún hefði ánægju af rökvissri og stærðfræðilegri nálgun þeirra. Síðan bætti hún við að Beethoven væri djúpur og heimspekilegur en lét ósagt hvað henni fyndist persónulega. Í öðru viðtali örfáum … Lesa meira
Úlfar og kosningar
Undanfarnar vikur hef ég fylgst með nokkurri eftirvæntingu með aðdraganda kosninga, allt frá því að tilkynnt var í herbúðum Ríkisstjórnar að sitjandi stjórn færi frá völdum og myndi boða til kosninga. Það er ætíð spennandi að fylgjast með framvindu stjórnmála okkar Íslendinga, enda má segja að við séum jafn mörg lénsríki og íbúar landsins eru margir. Hver hefur sína vel ígrunduðu skoðun og umræður eru oft bæði heitar og litskrúðugar. … Lesa meira
Laun Biskups eða þjóðhöfðingja kirkjuríkisins
Þó nokkkur umræða hefur skapast síðustu daga um launamál Biskups hinnar svökölluðu Þjóðkirkju en réttnefni hennar er Lútersk evangelísk kirkja Íslenska Lýðveldisins. Áhugavert er að þjóðfélagsverkfræðingar hófu umræðuna viku fyrir jól. Í mínum huga virkar það sem árás trúleysingja á kirkjusókn og þeir einu sem þeyta þessu áfram á samfélagsmiðlum eru trúleysingjar sem trúa á orðhengilshátt og peníngaþvaður. Eitt besta dæmið um tómleika samtímans og fátæklegt gildismat er grein sem … Lesa meira
Leitin að plagginu mikla, stjórnarskrá Lýðveldisins frá 1944
Veturinn 2014 til 2015 kom upp sú spurning í Djúpköfun hjá FrelsiTV hvort Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland frá 1944 væri til sem raunverulegt plagg eða ekki. Vaknaði sú samsæriskenning að plaggið væri skáldverk sem hentaði elítunni. Axel Pétur Axelsson setti sig í samband við þær stofnanir sem líklegastar væru til að varðveita skjalið og eftir nokkuð streð fékk hann ljósmyndir af skjalinu. Í kjölfarið ákvað ég að gera slíkt hið sama. … Lesa meira
Áttavillt skapandi hugsun
Þegar rætt er um úrræði kemur oft ginnunga gapið í ljós. Hvarvetna í bloggheimum, eða í umræðunni almennt, heyri ég fólk hrópa á lausnir. Margir koma með tillögur að breytingum en nær enginn með tillögur að umbreytingu. Endurreist Þjóðveldi er eina tillagan sem fram hefur komið síðustu áratugi, og jafnvel aldir, sem kemur með raunhæfa og einfalda tillögu að umbreytingum. Ekki nóg með það heldur mun hún virka á mettíma … Lesa meira
Sáttmáli þjóðar og ríkis
Þegar frelsingjar reisa þingin sín stjórna þeir sér sjálfir. Blekking huga þíns er að þegar þú ætlar að berjast gegn spillingu valdsins, samþykkir þú að valdið stýri þér að ofan. Hugmynd þess er svo rótgróin að þú heldur að ríki sé raunverulegt, en það er bara hugmynd sem er trúað. Taktu eftir hvernig meginmiðlar og elítan hefur kennt þér að horfa bara á spuna dagsins í dag. Þegar þú reiddist … Lesa meira
Eyðimörk hugans og blindur áttaviti
Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum. Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama … Lesa meira
EES brýtur þjóðarsáttmálann
Lestu samantekt EES samningsins og lestu svo stjórnarskrána frá 1944. Lestu svo almenn hegningarlög, og notaðu svo Netið: Athugaðu hverjir samþykktu þennan samning sem er hrein landráð. Ég er á móti því að Lýðveldismafían tróð alþjóðasamningi og valdaafsali upp á þjóð sem krafðist þess að geta kosið um samninginn. Samning sem þar að auki er brot á samningi stjórnkerfis við þjóðina. Er til yfirlit yfir hversu mörg lög frá Brussel … Lesa meira
Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín
Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum. Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna. Þó … Lesa meira