Þegar frelsingjar reisa þingin sín stjórna þeir sér sjálfir. Blekking huga þíns er að þegar þú ætlar að berjast gegn spillingu valdsins, samþykkir þú að valdið stýri þér að ofan.
Hugmynd þess er svo rótgróin að þú heldur að ríki sé raunverulegt, en það er bara hugmynd sem er trúað.
Taktu eftir hvernig meginmiðlar og elítan hefur kennt þér að horfa bara á spuna dagsins í dag. Þegar þú reiddist yfir að fjögur hundruð þúsund milljónum var rænt, voru þeir fljótir að finna sökudólg. Rétt eins og Hanna Birna á alla reiði þína gegn spilltri elítu en á meðan horfirðu ekki á embættisvald, aðstoðarmenn eða stjórnmálamenn.
Taktu einnig eftir því að hefði ég sett orðið stjórnarskrá í fyrstu málsgrein hefðirðu ekki lesið færsluna og enginn fjölmiðill minnir þig á hvað hún er. Jú þú veist að hún er hornsteinn laganna, en það er líka blekking. Því hún er annars vegar siðferðissáttmáli þjóðar og hins vegar samningur milli valdakerfis og þjóðar.
Ef þú hefur ekki lesið siðferðissáttmála þjóðar, hvert er þá siðferði þjóðar? Hver skilgreinir það og elur þig upp í að velja það? Fjölmiðlar eða kennarar eða hver? Hvert kærirðu brot á samningi valdakerfis við þjóð? Hvernig fellur samningurinn úr gildi? Hvernig gerirðu nýjan við nýtt kerfi? Var það kennt í lífsleikni?
Stýrðu þér sjálf(ur) og þegar þér er ógnað, vertu þá vatnið, því vatnið á sér mörg form og ræður sér sjálft; eins og draugur. Engin valdstjórn getur stjórnað draug. Rétt eins og banki sem engar innistæður hefur, hann hrynur; og missir getuna til að bera þig út.
Stjórnarskrá er samningur valdakerfis við þjóð. Valdakerfið mun skjóta þig ef þú kærir það fyrir samningsbrot. Hvert kærir þjóðin samningsbrot?
Þess vegna var fólk beitt ofbeldi á Austurvelli veturinn 08/09. Þess vegna voru gamlingjar bornir utan úr hrauni í fyrra. Þess vegna var Sævar skotinn á færi. Þess vegna eru komnar vélbyssur til landsins.
Páll Skúlason prófessor: