Dáleiddur smálánasauður

Banki hefur einkarétt á að koma ávísunum Seðlabankans í umferð. Seðlabankinn hefur einkaleyfi til að prenta ávísanir. Þú kallar það ýmist seðla eða penínga.

img-coll-0328Þú mátt kalla það hvað sem er; prentaðan pappír, ávísanir, eða blekkingu. Því pappírinn er verðlaus. Eina ástæða þess að hann virkar er sú að allir trúa blekkingunni.

Bankinn kemur pappírnum í umferð í gegnum lánastarfsemi. Uppskrift hennar er þessi: Þú færð milljón að láni og borgar fimm milljónir til baka. Það nefnist efnahagslíf og er verndað af siðspilltum stjórnmálalýð sem þrífst á faglegu orðagjálfri.

Þessi siðspillti stjórnmálalýður er í raun valdalaus en er haldið uppi af embættiselítunni sem eru handhafar valdsins. Ef þú skoðar lög og sjónarskrá (fólk les ekki texta með orðinu s-jó-narskrá, enda stjarfdáleitt) sérðu tvennt.

Stjórnmálamenn eru ekki bundnir af loforðum sínum og erfitt er að reka embættismenn. Á bak við þessar tvær elítur er skuggavald þeirra sem fjölmellur benda aldrei á, topparnir í Félagi frjálsra frímúrara (sem er leynilífsskoðunarfélag) annars vegar og hins vegar þjónar hinnar alþjóðlegu bankamafíu.

Þetta er verndað af lögum og bundið í orðaspuna. Tókstu eftir milljóninni sem varð að fimm milljónum? Hefurðu tekið eftir að orðaspunarnir eru í sjónvarpi og dagblöðum? Hefurðu tekið eftir að þér FINNST þú ekki geta verið án þeirra?

Spuni vikunnar: Smálánafyrirtæki lána þér tíu þúsund kall í dag og hirða fimmþúsund kall fyrir það á morgun. Það er siðlaust því það hækkar skuldina um 50%. Efnahagslíf hækkar skuldina 500% með verðtrygging og stýrivöxtum auk vaxta. Þú sérð þetta á greiðsluáætluninni með láninu og finnst það í lagi.

Líttu á athugasemdirnar við frétt um smálánin og segðu mér hverjir eru dáleiddir sauðir og hverjir ekki.

Það er enginn munur á Smálánafyrirtækjum og öðrum Bönkum. Að þú trúir þessum spuna segir allt um dáleiðslu elítunnar yfir huga þér. Eina ástæðan fyrir að elítan er að heilaþvo þig er að veiðileyfi bankanna á heimili þitt, buddu og hugsun nær ekki utan um þessa samkeppni.

Ég ætla að gefa þér tvö hint. Annars vegar nær ekki einkaleyfi bankanna yfir smálánafyrirtækin. Hins vegar er bankamafían undir ægiham IMF (ags) og síðustu tólf ár hafa hermenn Vesturheimshrepp gert hverja innrásina á fætur aðra í þau ríki sem ekki eru undir IMF.

Vissir þú að fyrstu smálánafyrirtækin spruttu fram í Bangladesh og urðu síðar útbreidd í þriðja heiminum og hafa í þriðja heiminum verið álitin mikil blessun? Síðustu árin hafa þau verið ýmist hálfkæfð eða leidd inn í bankamafíuna í hinu miðstýrða Iðnveldi.

Vissir þú að meðan þau þrifust þóttu þau vera djarfasta leiðin sem fram hefur komið til að virkja fátæka til framtakssemi og vaxtar, og að meðan þau þrifust voru þau afl jákvæðrar umbreytingar?

Besta leiðin til að dáleiða þig er að hafa þig a) við sjónvarpstækið og b) að í verslunarferð og að halda þér við athugasemdakerfin yfir þvættingjaspunum.

Aftur spyr ég; hver er dáleiddur sauður? Hver notar ennþá einkabanka, plastkort og meginmiðla? Því ég veit að þú vilt breytingar en þú ert ekki búin(n) að fatta hvernig þeim er komið á.

Eina leiðin er að grasrótin semji nýja stjórnarskrá og hefji samræður í grasrótinni sem lengst frá tölvuskjánum. Þar er virknin og vöxturinn. Við erum byrjuð á þessu og ég segi eins og Jesú (sem 75% þjóðarinnar trúir á): Þú ert annað hvort að taka þátt í breytingum eða taka þátt í ofríkinu.

Dáleiðslan er algjör. Í þessari viku Smálán, sem eru augljós heilaþvottur. Í síðustu viku Lekamálið, vikuna á undan Víglundsmálið. Hvað var vikuna á undan? Hvað hækkar sjórinn árlega? Ó, fjölmiðlar þegja um það.

Þú ert sauður í hjörð. Ó, slíkir munu ekki landið erfa.Í alvöru talað, ætliði að halda áfram að tuða á netinu, eða koma og gera eitthvað líflegt? Við eigum þetta.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.