Tag Archives: Fangelsi hjartans

Þegar djöflum er boðið í vírusa-dans

img-coll-0590

Þú gengur einhversstaðar innan um fólk, eða bara hvar sem er, og eitthvað ósýnilegt í loftinu getur komist að þér og drepið þig. Þannig líður mörgum í dag. Jafnvel þó hægt sé að rökræða það í drasl og sýna fram á að kvíðinn sé óraunsær, þá er hann raunverulegur í vitund þess sem kvíðir, og hann stjórnar hegðun hans. Kvíði er þegar við óttumst eitthvað sem er óáþreifanlegt eða óvitrænt … Lesa meira


Gáfnaljós og Fræðimenn munu seint fá skilið Grínskaða

img-coll-1534

Hitti í dag tvo bókasafnsfræðinga sem hvorki vissu hvernig sögurnar um jólasveininn urðu til né heldur hvar í völundarhúsinu ég fyndi þjóðsögurnar. Fannst þeim frekar heimskuleg staðhæfing mín að sögur yrðu til við sögusteina í umsjá trölla. Ennfremur hvarflaði ekki að þeim að taka mark á frásögu Letihaugs sjálfs um hvernig hann og Stúfur framkölluðu jólasveinana fyrst. Allir vita nottla hvernig Jólasveinarnir urðu til eða hvernig þeir komast á einni … Lesa meira


Hryðjuverk hugans

img-coll-0610

Fyrir hálfum þriðja áratug var ég meðlimur í trúfélagi sem lagði stund á hryðjuverk. Mestur hluti þeirrar starfsemi var fólginn í því að banka á dyr hjá fólki og bjóða saklausum fórnarlömbum uppá samræður um Biblíuna. Þeim sem létu fanga sig, var boðið uppá Biblíunám. Eins og allir vita þá eru trúarbrögðin talin í okkar samfélagi uppspretta illsku, heilaþvottar, styrjalda og alls kyns forpokunar á borð við að bæla frjálsa … Lesa meira


Af vændi og nöfnum

myndband

Þegar elítan ræðir um vændi notar hún aldrei nafngiftina „Íslenskar hórur“ og hún forðast af alefli að skilgreina „Leyndardóminn um vændi.“ Í umræðunni (eða spunanum) þykir vill tvennt gleymast: Annars vegar hvar séu mörk þess að Valdstjórnin eigi að hafa algjört vald yfir persónu þinni og líkama? Hins vegar hvers vegna Valdstjórnin hefur nú þegar eignarhald á nafngift þinni? Þá mætti spyrja sig hvort kennitala og varnarþing Valdstjórnar sé skilgreint í Stjórnarskrá … Lesa meira


Dáleiddur smálánasauður

img-coll-0328

Banki hefur einkarétt á að koma ávísunum Seðlabankans í umferð. Seðlabankinn hefur einkaleyfi til að prenta ávísanir. Þú kallar það ýmist seðla eða penínga. Þú mátt kalla það hvað sem er; prentaðan pappír, ávísanir, eða blekkingu. Því pappírinn er verðlaus. Eina ástæða þess að hann virkar er sú að allir trúa blekkingunni. Bankinn kemur pappírnum í umferð í gegnum lánastarfsemi. Uppskrift hennar er þessi: Þú færð milljón að láni og … Lesa meira


Staðið á breiðum herðum Vilmundar og Benjamíns

img-coll-0195

Ég hef lesið „Hér og nú“ eftir Benjamín H. J. Eiríksson, best menntaði og færasti hagfræðingur sem þjóðin hefur átt og að auki spámaður Guðs. Maður sem var hátt settur í erlendum gjaldeyrisbanka áður en hann varð háttsetttur í Íslenzka fjármálakerfinu. Maður sem var innvígður í valdakerfið um árabil, vel lesinn, vel sigldur og verulega djúpur að innsæi í alþjóðamál iðnveldanna, samsetningu innlenda valdakerfisins og ekki síst í mannlegt eðli. … Lesa meira


Afplánun er auðveld

gudjon-img--0047

Fyrst þegar komið er til afplánunar er mætt á Skólavörðustíg 9 í Reykjavík. Þegar þangað er komið verður maður fyrir léttu áfalli. Aðstæður samrýmast í engu því sem nútíma Íslendingur á að venjast. Húsnæðið myndi kannski teljast lúxus fangelsi í Brasilíu eða Nígeríu. Nú vilja margir góðborgarar að fangar megi dúsa í sem verstum húsakynnum og lýsa þannig sjálfum sér vel. Það er rétt sem Páll Winkel segir í greinastúf á … Lesa meira


Afstaða sannleikans

img-coll-0123

Eins og allir vita bjó Gandhi og starfaði í Suður Afríku árin 1893 til 1914 er hann samþykkti að flytja til Indlands þar sem hann hélt áfram baráttu sinni fyrir „afstöðu sannleikans“ sem hann nefndi á Indversku Sathyagraha. Það kann að bera í bakkafullan lækinn að nota tækifærið og segja fáein orð um þessa kraftmiklu afstöðu í dag, í minningu stórmennisins Nelson Mandela. Mér þykir þó upp á Íslensku, að … Lesa meira


Krabbamein hugans

ferlid-009

Eftirfarandi er úr „Veikleiki verður að styrk“ úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ … Ég hef fundið í fáeina daga að ég hef verið daufur í dálkinn. Þó er daufur í dálkinnkannski ekki réttnefni. Segjum frekar orkulítill og magnlaus. Meiri áhugi á að spila leiki frekar en starfa og fundið fyrir kvíða og hjartslætti. Ekki beinlínis verið þunglyndur en haft minni trú á sjálfan mig og verið vondaufur. Ekki haft sterka trú … Lesa meira


Fangelsi hjartans og Hjólfar hugans

ferlid-014

Frelsi er eitthvað sem við öll elskum. Frelsi til að ferðast, frelsi til að trúa, frelsi til að kjósa, frelsi til að eiga okkar eigið. Við viljum vera frjáls og við viljum ekki láta hefta okkur í neinu. Við þolum ekki þegar aðrir binda okkur á klafa og þrengja að okkur. Við þolum ekki þegar við erum blekkt til að veita málstað brautargengi í  stjórnmálum og vera lítilsvirt með sviknum … Lesa meira


Tilurð Ferlisins

ferlid-033

Höfundur ferlisins heitir Guðjón Elías Hreinberg. Hann var uppalinn við einelti og fjölskyldan sundraðist snemma vegna sjálfsmorðs föðurins. Á fullorðins árum var hann lengi að finna sinn farveg og flæktist milli starfa. Hann var oft þjakaður af þunglyndi og eirðarleysi. Hann átti erfitt með að lifa með miðilshæfileikum og velktist oft í trúmálum vegna þess. Meðvirkni lék hann grátt í samböndum. Þar kom að innibyrgð reiði og vonleysi leiddi til … Lesa meira


Uppgjör við vindmyllur vonskunnar

1998-safn-039

Fortíð mín er óskrifað blað og framtíðin þegar rituð. Bíddu nú við, þetta er ekki alveg rökrétt. Ég hef lifað sem fangi fortíðar svo langt sem ég sé inn í hana. Ég hef mótað viðhorf dagsins í dag eftir því sem fólki finnst og verið fangi væntinga minna um viðurkenningu annarra. Svo vaknaði ég upp, og gerði upp fortíðina. Ég gerði litla sögu um atriði sem skiptu mig miklu, og … Lesa meira