Af vændi og nöfnum

Þegar elítan ræðir um vændi notar hún aldrei nafngiftina „Íslenskar hórur“ og hún forðast af alefli að skilgreina „Leyndardóminn um vændi.“ Í umræðunni (eða spunanum) þykir vill tvennt gleymast:

  • Annars vegar hvar séu mörk þess að Valdstjórnin eigi að hafa algjört vald yfir persónu þinni og líkama?
  • Hins vegar hvers vegna Valdstjórnin hefur nú þegar eignarhald á nafngift þinni?

Þá mætti spyrja sig hvort kennitala og varnarþing Valdstjórnar sé skilgreint í Stjórnarskrá og einnig hvort eignarréttur einstaklings yfir sjálfum sér og mörk þess réttar sé til í lagalegum skilningi?

Mannanafnanefnd ákveður hvað þú mátt heita en svo er einnig algengt að útlendingar séu skyldaðir í blóðprufur. Nú getur læknir úrskurðað þig heiladauðan og rifið úr þér líffærin. Enginn ræðir – alveg sama hver umræðuspuninn er – hver séu eðlileg takmörk ríkisins og elítunnar sem hefur tekið sér eignarrétt þar á bæ.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.