Hugarhvörf og brautir mannshugans

Orðið Hugarhvarf er nýyrði í Íslenzkri tungu og er þýðing á enska orðinu Mindspot. Hugarhvarf er eins og „hola á vegi“ sem þú forðast að lenda ofaní en slíkar holur eru oft nefnd Hvörf.

Allir vita hversu óþægilegt það er að aka á hraðbrautum landsins og lenda í hvarfi á veginum. Það er eins með hugarhvarf, það er hugsun sem bærir á sér þegar eitthvað óþægilegt kemur upp í umræðum eða við lesningu.

Þegar hugurinn sér beina braut framundan þá líður einstaklingnum vel en hugsun hins dáleidda hefur tilhneigingu til að forðast hugarhvörfin eða bregðast harkalega við þeim óþægindum sem það veldur að lenda á þeim.

Í umræðum fólks um menningar- og samfélagsmál sneyðir fólk hjá því að hugleiða hlutlæg rök og hverfur í huglæg rök sem það síðan ver með kjafti og klóm. Það er oft erfitt að skilja hvers vegna vel gefið fólk snýr oft í forðabúr rökleysu til að forðas rökhyggju,

þegar maður áttar sig á að það er að forðast Hugarhvörf, þá skilur maður betur framvindu orðræðunnar og hvernig samtíma ástandið mótast af þessari sálfræði. Yfirleitt veit einstaklingur ekki af þessum hugarhvörfum og þau eru ekki alltaf öðrum augljós en ef maður veit að þetta er til er maður fljótari að átta sig á því.

Þjóðfélagsverkfræðin er vel meðvituð um tilhneigingu fólks til að stjórnast af hugarhvörfum og nýtir sér það rækilega.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.