Hugarhvörf og Saga mannshugans

Orðið Hugarhvarf er nýyrði í Íslenzkri tungu en ekki til í þeirri Íslensku. Þetta er þýðing á enska orðinu Mindspot og eru bæði orðin tengd þeirri heimspeki sem ég móta.

Hugarhvarf er samsett úr Hugur og Hvarf en hugur táknar líkamshugann eða þann huga sem heilinn notar og hvarf merkir holu í vegi. Allir vita hversu óþægilegt það er að aka á hraðbrautum landsins og lenda í hvarfi á veginum.

Þannig er eins með Hugarhvarf, að óþægilegt er að lenda í því þegar hugurinn sér beina braut framundan og hugsun hins dáleidda hefur tilhneigingu til að forðast hugarhvörfin eða bregðast harkalega við þeim óþægindum sem það veldur að lenda á þeim.

Ég hef útskýrt þetta betur í myndskeiði sem ég gerði á ensku þar sem ég útskýri betur að Mindspot er samskonar fyrir huganum og Blindspot er fyrir auganu. Segja má að meðfylgjandi þrenn myndskeið, öll frá sumrinu 2015, hafi Hugarhvarf sem undirtón.

 

Kleinuhringir og meitlaður hugur

 

Námskeið í nútíma menningu

 

Íslendingabyggð á Grænlandi og Flóttamenn í Evrópu

 

Það er nýlunda hjá mér að gera færslur hér á vefnum með spjallþáttum mínum á Youtube. Ég lofa engu sérstöku samræmi í þessari tilraun. Til að mynda er sama myndskeiðið birt tvisvar í síðustu tveim færslum, innan um önnur.

Að sama skapi lofa ég engu um það hvort öll myndskeið mín, sem ég hef gert á Íslenzku muni rata hér inn. Þó er aldrei að vita nema ég byggi hér upp – undir efnisflokknum Myndskeið – einhvers konar yfirlit um hvað ég vinn með í þessum myndskeiðum.

Hugsanlega væri það vert að gera þeim einhver skil, og ég skal fúslega viðurkenna að nú er ég að hugsa upphátt. Þannig séð má vel vera að texti í þessum færslum hér muni breytast í tímans rás.

 

 

This entry was posted in Myndskeið and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.