Ég heiti Guðjón E. Hreinberg og viðheld tveim bloggsíðum. Þessi er á Íslensku en hin á Ensku. Ég skrifa oft á ensku, því mér finnst það ögrandi.
Ég hef viðhaldið vefsíðu síðan 1995 og starfað við vefsíðugerð og forritun frá 2001. Árin 1993 til 1997 gaf ég út tímarit um tölvur sem nefndist ET-blaðið. Þegar þeirri útgáfu lauk fór ég í tölvukennslu og var það aðalstarf mitt í átta ár.
Vefsetur eru ætíð fljótandi fyrirbæri og meira í ætt við tímarit en bækur. Vettvangur til að viðra skoðanir og aðrar hugsanir, sem máli kunna að skipta á líðandi sund. Sum setur verða eins og bækur sem standast tímans tönn. Mörg eldri skrif mín á Netinu eru horfin, aðallega því mér þóttu skrif mín ekki nægilega merkileg til varðveislu heldur voru þau fljótandi fyrirbæri. Hugleiðingar framsettar í tímans straumi þess andartaks sem þær urðu til.
Ég geymdi ekki fljótandi fyrirbæri (Fleeting moments). Hið eina sem er þess virði að geyma er það sem geymist í hjörtum, sálum eða minni, þeirra sem snerta.
Fæst okkar vita hvenær á að þegja, eða hvenær við höfum lokið máli okkar. Þetta er hið mannlega eðli, við berum í brjósti þá ástríðu eina að snerta annarra hjörtu og anda með orðum okkar og æði. Sá sem dýpst snertir er lengst minnst.
Er til verðugra markmið? Því eru öll orð álög og gæta þarf að því hvað sagt er, hvort það sé til skrælnunar eða vaxtar.
Ferilskrá
Hér er tengill íslenska ferilskrá.