Grafskrift

Þetta er glósa sem ég vona að verði óþörf næstu áratugi, en sé hún nauðsynleg gæti verið gott að hafa hana. Að mér gengnum bið ég eftirlifendur að hafa þetta í huga:

  • Komi prestur nærri útför minni mun ég ganga aftur og ofsækja þá sem bera á því ábyrgð. Þó trúaður sé þá hata ég skipulögð trúarbrögð eins og pestina.
  • Forfeður mínir kusu bálför ef þess væri kostur. Við Bakkakot í Skorradal er bezti staður hér á jörð, þar handan við ána er kirkja.
  • Félagar mínir í hundasport.is og nánustu vinir vita hvað gera skal við dýrin mín. Ekki má undir neinum kringumstæðum hleypa blóðfjölskyldu minni nærri dýrum mínum.
  • Ég hef minni áhuga á ræðum og minningargreinum og því meiri áhuga á vandaðri tónlist og gleði. Listi yfir þá tónlist sem mér hugnast best er neðst.
  • Stutt er betra en langdregið og veisla er betri en minningarathöfn. Betra væri fólki að syngja og dansa en að hlusta á sálmagaul og minningartal.
  • Skrif mín segja allt um mig sem segja þarf, en ljóð á borð við “Road less traveled”, “The Raven” og “The Captain of my Soul” hafa merkingu í mínum eyrum (þó leiðast mér ljóð).
  • Ef einhverjar veraldlegar eigur má meta til fjár vil ég að þeim sé ráðstafað til hlutlausrar starfsemi í anda dýravelferðar, veikra barna eða skapandi menntunar. Mér hugnast lítt að eftirlifandi aðstandendur hagnist á dauða fólks.

Sem fyrr segir eru þetta minnisglósur sem vonandi lifa lengi ónotaðar.

Mörg skrifa minna fjalla um hættuleg efni í stjórnmálum og trúmálum. Ennfremur virðist mér létt að vekja reiði í samtíma mínum, sérstaklega hjá yfirborðsheilögu fólki.

Því er mikilvægt að vinir mínir viti að þessi færsla er til. Sérstaklega þar sem ég á enga fjölskyldu og er alls ekki í þeim hugleiðingum að verða aftur hluti slíks.

Tónlist

  • Lifnar aftur við, eftir Grétu Salóme, er besta lag í heimi.
  • Elizabeth “Susan” Erens er eina konan sem getur flutt lagið Argentina eftir Andrew Lloyd Webber.
  • Elizabeth “Susan” Erens hefur einnig flutt lag sem heitir “I belong to me”.
  • Faithless gerði lag sem ég fæ aldrei leið á en það heitir “We come one” en margir textar Rollo í Faithless enduróma hjá mér. Tarantula, Tweak your nipple og Salva Mea.
  • Eitt lag er öðrum lögum fegra sem heitir “Ísland er land þitt”.
  • Lagið “Án þín” er eitt af fegurri lögum enginn síngur það þó eins og Eivör.
  • Gethsemane eftir Andrew Lloyd Webber í flutningi Steve Balsamo er eitt af mínum uppáhalds.
  • Not afraid með Eminem á sérstakan stað í sál minni.
  • Níunda Symfónía Beethovens er tær snilld.
  • Pachelbel Canon framkallar göfgi kyrrðarinnar.

Síðast uppfært í desember 2014.

 

Comments are closed.