Efnisflokkur: Ferli hins jákvæða vilja

Ferlið er einföld og áhrifarík leið til að gjörsigra vanlíðan, upplifa aukinn kraft, lífsgleði og betri samskipti. Einnig eru til hljóðupptökur á ferlid.not.is sem fjalla um helstu þætti Ferlisins.

Fjórir vættir, fjórar höfuðáttir, fjögur frumefni

img-coll-0815

Ég las stutta hugleiðingu í fjölmiðli fyrir fáeinum árum þar sem yfirskriftin var einföld; Bænin. Eins og allt trúað fólk á ég persónulegt samband við bænina sjálfa en ekki endilega við vættinn sem beðið er til. Þessi fullyrðing kann í fljótu bragði að virðast frekar djörf og því krefst hún útskýringa því hún er flókin. Trúað fólk biður reglulega og óreglulega. Sumir hafa vanið sig á að fara með kvöldbæn … Lesa meira


Ímyndir og hlutverkaleikir

img-coll-0682

Ferli hins jákvæða vilja byggist umfram allt á tvennu. Annað er að ekki þurfi að muna langar og flóknar útskýringar frá einhverjum mislukkuðum gúrú eða uppskriftir í mörgum skrefum, heldur sé skrefið aðeins eitt. Hitt er að endurvirkja sinn eigin sköpunarkraft. Hluti þeirra aðferða sem Ferlið notar til að hjálpa manni að finna þennan kraft,  verða hvati til umbreytingar frá kvalafullu lífi til sjálfskrafts og sköpunar. Þær byggjast á að … Lesa meira


Verkfæri markþjálfunar í Ferlinu

Photo1441a

Þú ætlar að breyta venju á borð við fara fyrr að sofa. Svo hefst skemmtilegt efni í sjónvarpinu og þú gleymir háttatímanum. Svo vaknarðu þreyttur og hugsar „ég fer alltaf seint að sofa og get ekki breytt því“. Margir nota lista í svona vanda. Ferlið hefur ekki áhuga á listum og skipulagi. Þegar þú ætlar að vaka lengur eða fá þér súkkulaði manstu ekki listana. Flóknar útskýringar á flókinni tækni … Lesa meira


Hugurinn er háður aðstæðum og innri veröld

Myndin er af Landrover hræi úti í sveit

Síðla vetrar 2013 þurfti ég að vinna úr erfiðu máli og það lá þungt í. Ég neyddist til að færa gamla bílinn minn inn í garð svo hann yrði ekki dreginn daginn eftir. Ég á garðinn en ekki götuna og þar sem búið var að klippa af honum hafði Heilbrigðiseftirlitið sett miða á bílinn. Ég hafði tíu daga til að setja bílinn á númer eða fjarlægja hann að öðrum kosti. … Lesa meira


Frumskógur hugans villir og tælir

img-coll-0096

Meðan þú horfir á greinarnar á trénu er erfitt að sjá tréð í heild sinni. Meðan þú horfir á tréð í heild sinni er erfitt að sjá hin trén í kring nema sem skuggamynd. Þegar byrjað er að líta á skuggamyndirnar verður skógurinn yfirþyrmandi. Handan við skuggamynd trjánna glittir í fáfarinn stíg og til að komast á hann þarf að brjótast í gegnum beðjur og þungan undirgróður. Maður blóðgast á … Lesa meira


Frelsi frá kvíðaröskun

img-coll-0251

Vorið 2001 fékk ég vægt taugaáfall, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ég var hins vegar lánsamur hvað snerti ráðgjöf því góður vinur tók eftir þessu og benti mér á úrræði. Það er ekki öllum gefið að taka eftir hvað bærist innra með vinum sínum enda höfum við öll grímur. Á þessum árum var aðalstarf mitt að kenna vefsíðugerð og forritun. Ég kunni því vel að fela hvað bærðist … Lesa meira


Einelti sigrað á fimm mínútum

gudjon-img--0081

Við lifum í samfélagi aumingjadýrkunar. Engum má líða illa og allir eiga helst að brosa allan daginn. Enginn má benda á neitt sem aflaga fer því þá er hann neikvæður. Undir öllu þessu býr heiftarleg vanlíðan og þúsundir fólks streyma í lausnir – á borð við Ferlið – leitandi að andlegri næringu. Fáir þekkja kyrrð enda er hún bara leiðinleg, og þó þráir fólk kyrrð. Börn skipta um skóla til … Lesa meira


Afleiðingar kynferðisofbeldis gætu hjaðnað

img-coll-0122

Ég sat fyrir framan sálfræðinginn og gapti. Hann horfði á móti og leyfði mér að vinna úr því sem hann hafði sagt. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann kom mér á óvart enda í fimmta sinn sem ég sat í stólnum hjá honum, og ekki hið síðasta. Í fyrstu heimsókn minni hafði hann sagt mér hluti um sálarlíf sem staðfesti fyrir mér að ég þyrfti fleiri heimsóknir. Ég … Lesa meira


Uppskriftin að hamingju

img-coll-0128

Kannastu við alla listana sem við höfum í huganum frá morgni til kvölds og jafnvel í draumum. Hvernig við höfum ímyndir í hausnum og einnig í sálinni sem tákna svo margt sem við hendum oft illa reiður á. Kannastu við hvernig við reynum að greina niður í alls kyns hugarferla og mynstur allt það sem er að í eigin lífi og annarra. Kannastu við hvernig við skilgreinum flísarnar út í … Lesa meira


Ein hugsun, eitt skref

img-coll-0067

Það er auðvelt að segja „lífið er fullt af tækifærum“ og minnsta mál að tala við aðra eins og maður viti þetta. En ef þú í leyni hugsar stundum á þá leið að ekkert nýtt sé að gerast í lífi þínu, að þú sért í sömu sporum, að tækifærin séu ekki að koma til þín, þá veistu þetta ekki í raun. Ástæðan er einföld – eins og allt í Ferlinu. … Lesa meira


Þú ert hvatningin

img-coll-0118

Það kemur viss dagur og hann kemur hjá okkur öllum. Sum hafa áður fengið hann í öðru lífi á öðrum stað í tíma og rúmi. Stundum æfum við hann aftur og aftur og aftur og í hvert sinn erum við sterkari, pússaðri og ríkari. Stundum höfum við þurft að falla, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur jafn oft og við höfum staðið aftur upp. Í hvert sinn segjum við í … Lesa meira


Afstaða sannleikans

img-coll-0123

Eins og allir vita bjó Gandhi og starfaði í Suður Afríku árin 1893 til 1914 er hann samþykkti að flytja til Indlands þar sem hann hélt áfram baráttu sinni fyrir „afstöðu sannleikans“ sem hann nefndi á Indversku Sathyagraha. Það kann að bera í bakkafullan lækinn að nota tækifærið og segja fáein orð um þessa kraftmiklu afstöðu í dag, í minningu stórmennisins Nelson Mandela. Mér þykir þó upp á Íslensku, að … Lesa meira


Hugarmynstur nútímans

img-coll-1019

Fyrir meira en tveim árum hætti ég að horfa á sjónvarp með öllu. Reyndar hef ég slakað örlítið á síðustu mánuði og lít á stöku bíómynd, líklega tvisvar til þrisvar í mánuði. Mig langar í kjölfarið að skauta smávegis út á hálan ís með kenningu sem kraumar í mér. Upphaflega átti þetta sjónvarpslausa tímabil aðeins að vara frá ágúst mánuði og til jóla. Ástæðan var einföld, mig langaði að lesa … Lesa meira


Fimm skref til óhamingju

gudjon-img--0020

Fyrir mörgum árum kom út bók á ensku – sem ég held að hafi verið þýdd – og var titilinn svona: „Seven habits of highly effective people.“ Ekki er vonum að spyrja að bókin varð metsölubók. Síðustu ár hefur efni af þessu tagi – eða sjálfshvatningar og sjálfsþróunar efni – verið afar vinsælt á Íslandi. Segja má að við séum fimm til sjö áratugum á eftir Bandaríkjunum hvað þetta varðar, … Lesa meira


Fyndinn aldursmunur

gudjon-img--0019

Ég skrapp í bankann s.s. venjan er um mánaðmót. Sat ég þar, tíundi í röðinni, og hafði gaman af að horfa á fólk og ímynda mér sögu þess. Þótti mér margir, á öllum aldri, æði hoknir. Inn kom maður, hnarreistur og röskur, leit hann í kringum sig og horfði á fólk. Var hann greinilega vanur að lesa fólk og fljótur að fatta margt. Leit hann örsnöggt í augu mér og … Lesa meira


Hið heilaga nú

img-coll-0058

Hið heilaga nú nýtur mikilla vinsælda síðustu ár. Margir kennarar eru útblásnir af fullyrðingum þess að maður þurfi að lifa í núinu eða tengjast núinu og þar fram eftir götunum. Margir trúa þessum þvættingi. Ég trúði þessu líka hér áður – enda virkar þetta augljóst. Ef þú ert í núinu hefurðu varla áhyggjur af morgundeginum? Varla ertu að dragnast með fortíðina ef þú ert í núinu? Það virðist því augljóst … Lesa meira


Hljóðbókin „Jákvæða Ferlið“

gudjon-img-0083

Þar sem bókin „Ferli hins jákvæða vilja“ var enn ekki tilbúin voru góð ráð dýr. Ég var vissulega búinn að skrifa alla bókina. Hins vegar finnst mér hún of þykk því hún var á fjórða hundrað síður. Mér fannst þá og finnst enn að hún þurfi að minnka um helming. Auk þess er á stöku stað um endurtekningar að ræða, eða umræða sem fer yfir markið (Overkill). Þar sem Ferlið … Lesa meira


Út fyrir garðshliðið

ferlid-035

Í dag var ég eitthvað orkulítill og ekkert alltof jákvæður (já það gerist). Ég þurfti að sinna pappírsvinnu á bæjarskrifstofunni og ákvað að fara þangað fótgangandi. Það er jú hressandi „daufum huga“ að ganga daglega? Eftir að hafa viðrað hundana og fengið mér kaffi skellti ég mér af stað í bæinn. Ég þurfti ekki að fara víða en kom við á ýmsum stöðum auk bæjarskrifstofanna, bæði á leiðinni í bæinn … Lesa meira


Sem betur fer svekktur

ferlid-001

Allt sem þú hefur heyrt að sé rétt, gæti verið rangt. Allt sem aðrir hafa komið inn í hausinn þinn að “eigi að vera á hinn eða þennan veginn” gæti verið rangt. Vel er hugsanlegt að þitt eigið innsæi viti mun betur hvað máli skiptir, ef þú þorir út fyrir ramma viðtekinnar hugsunar. Allir sem þú lítur upp til, því þeir voru fullorðnir og lífsreyndari þegar þú varst barn, gætu … Lesa meira


Sein í toppstykkinu

ferlid-002

Þú veist aldrei hvaðan fólk er að koma. Ég fór inn í búð og stúlkan sem afgreiddi mig – ég var að biðja um ákveðna vöru – átti erfitt með að fatta hvað ég var að biðja um. Þangað til ég talaði hátt og skýrt. Ég hugsaði með mér “er hún eitthvað sein?” Ég stimplaði hana, “hún er hægvirk í toppstykkinu”! Svo þurfti ég eitthvað að spyrja meira og athuga … Lesa meira


Sársaukaflótti

ferlid-003

Við lifum í neyslusamfélagi sem elur okkur á hugsanabjögun. Við eigum að leysa öll vandamál, greina þau og afgreiða. Útskýring sé til við öllu og allt megi flokka niður. Fjölmiðlar eru gott dæmi um þetta: Allt er metið í tölum. Við erum hætt að rýna í eigin hegðun og alin á að það sé tabú. Enginn má gagnrýna annan fyrir neitt og stutt í móðgunargirni hjá flestum. Rétt svo má … Lesa meira


Sagan þín er mikilvæg

ferlid-004

Á hverjum degi heyrirðu sögu og oft margar. Við heyrum fólk í daglega lífinu segja frá því sem á daga þess drífur. Við heyrum frásagnir af kunningjum vina okkar og vinum ættingja. Við heyrum frásögur í útvarpi og sjáum sögur í sjónvarpi. Dagblöðin segja okkur sögubúta og hver einasta saga á samlegð. Samlegðaráhrif hverrar sögu við allt sem þú veist og hugsar mátast við heimssýn þína og mótar viðhorf þín. … Lesa meira


Óskaplega einmana

ferlid-005

Fólk er einmana, líka þeir sem hafa félagsskap. Enda engin furða, enginn hefur tíma til innihaldsríkra samskipta. Í dag eru samskipti mikið í farvegi smásetninga á Facebook og þegar spjallað er saman er það oftast í athugasemdum við sjónvarpið. Kannastu við fólk sem tekur „uppáhalds sjónvarpsþátt“ fram yfir samskipti við góðan vin? Talandi um sjónvarp. Er algengt að fólk ræði saman með sama hætti og í sápunum? Þegar barist er … Lesa meira


Lífskrafturinn

ferlid-006

Trú er viðkvæmt umræðuefni í nútímanum og oft flókið. Þegar ég var í „12 sporunum“ hitti ég oft fólk sem sagði við mig „Ég get ekki notað þau, ég þoli ekki allt trúar kjaftæðið.“ Hvað á að segja við mann sem er stoltur af trú sinni á að enginn Guð sé til, svo hann nýti sér mátt trúar? Þú breytir ekki trú annarra, og virðing fyrir annarra trú er Ferlinu … Lesa meira


Kvíði

ferlid-007

Brot úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ um úrræði við kvíða: … Sá sem missir allt verður hræddur. Að missa heimili sitt, eða fjölskyldu sína eða starfsframa sinn, eða félagslíf sitt. Að verða fyrir ástarsorg, að missa aleiguna og standa eftir einn. Að verða fyrir einelti í starfi og missa starfið vegna afstöðu fólks til fortíðar sem þú hefur unnið úr og verða fyrir aðkasti víðar af sömu sökum. Vera án … Lesa meira


Sorgarferli getur verið Sorgargjöf

ferlid-008

Að syrgja er eitt af því erfiðasta sem við göngum í gegnum. Hvort heldur sé látinn ástvinur, horfið ástarsamband, hlutir sem við áttum og „elskuðum að eiga“ – eða hlutir af okkur sjálfum. Við getum misst heilsu, líkamshluta, eða stöður í samfélagi. Hægt er að syrgja allt sem átt hefur og misst hefur. Jafnvel má ganga svo langt að syrgja skoðanir og tilfinningar sem við höfum kynnst. Ekki nóg með það … Lesa meira


Krabbamein hugans

ferlid-009

Eftirfarandi er úr „Veikleiki verður að styrk“ úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ … Ég hef fundið í fáeina daga að ég hef verið daufur í dálkinn. Þó er daufur í dálkinnkannski ekki réttnefni. Segjum frekar orkulítill og magnlaus. Meiri áhugi á að spila leiki frekar en starfa og fundið fyrir kvíða og hjartslætti. Ekki beinlínis verið þunglyndur en haft minni trú á sjálfan mig og verið vondaufur. Ekki haft sterka trú … Lesa meira


Hvað virkar

img-coll-0205

Þegar ég fór fyrst til sálfræðings var ég að flýja sársauka, eða bara vanlíðan. Ég var þá ungur maður, um það bil þrátíu og fimm ára gamall, og blessunarlega vel makaður í sambúð. Svo liðu fjögur ár og ég lærði margt, bæði um mig og aðra. Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var að fólk heyrir ekki það sem sagt er við það. Ótrúlegt ekki satt? Þegar einhver … Lesa meira


Hið einfalda viðhorf

ferlid-011

Ferli hins jákvæða vilja er einfalt viðhorf til lífsins: Að áhyggjur, þunglyndi, þróttleysi og vanlíðan sé ávallt spurning um viðhorf. Að vera háður neikvæðri hugsun og vanlíðan er ávallt erfitt. Hið síðara er ekki alltaf augljóst þar sem um hugsun er að ræða og við erum ekki vön að gagnrýna hugsun okkar. Hið síðara er ávallt augljóst því tilfinningar stjórna allri okkar líðan og við erum háð líðan. Oft fer … Lesa meira


Tilgangurinn er enginn

ferlid-012

Smám saman mótast tilgangur okkar út frá reynsluheimi. Fyrst mótast hann af skoðunum okkar, oft skoðunum sem við tókum í mót frá umhverfinu. Umhverfið í fjölskyldum okkar, síðar skólum og félagslífi gefur okkur viðhorf og skoðanir sem við nýtum sem vind í seglin, þegar við höldum út í heiminn og leitum okkur frama. Þegar frami finnst fara umhverfisáhrif – núningsáhrif – þeirra sem við lifum af að móta skoðanir okkar … Lesa meira


Ferli hins jákvæða vilja

ferlid-013

Nútímalíf er skemmtilega einkennilegt. Þunglyndi er daglegt líf margra. Reiði tröllríður heimilum. Vonleysi er viðvarandi víða. Yfirborðsmennska hefur meira vægi en gömul gildi. Draumar breytast í vonbrigði. Dómharka sjálfsögð en fyrirgefning erfið. Afar okkar og ömmur þurftu bréfaskriftir – sem tóku vikur – til samskipta við ástvini erlendis. Við höfum SMS og email. Fyrir einni kynslóð tók dagleið að ferðast frá Reykjavík til Akureyrar, á vondum vegum sem kallast þvottabretti. Í … Lesa meira


Fangelsi hjartans og Hjólfar hugans

ferlid-014

Frelsi er eitthvað sem við öll elskum. Frelsi til að ferðast, frelsi til að trúa, frelsi til að kjósa, frelsi til að eiga okkar eigið. Við viljum vera frjáls og við viljum ekki láta hefta okkur í neinu. Við þolum ekki þegar aðrir binda okkur á klafa og þrengja að okkur. Við þolum ekki þegar við erum blekkt til að veita málstað brautargengi í  stjórnmálum og vera lítilsvirt með sviknum … Lesa meira


Að snúa á hugann

ferlid-015

Úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“: … Ef þú gerir eitthvað sem þú gerir ekki nógu vel, þú hefur kannski oft gert einhver mistök, er algengt að hugsa „ég er svo ómöguleg.“ Þegar þú lærir að taka eftir þessum ómeðvituðu og vanabundnu hugsunum – en Ferlið kennir það – þá ferðu að stöðva þessa hugsun og snúa henni við. „Þetta voru mistök en ég er ekki ómöguleg.“ Fyrir vikið muntu fara … Lesa meira


Að kynnast sjálfum sér

ferlid-016

Fyrst þegar ég heyrði þetta sagt – þú þarft að kynnast sjálfum þér – fannst mér það asnalegt. Hreinlega fáránlegt. Því ég þekki sjálfan mig. Ég veit hvernig ég vil hafa morgunkaffið mitt, hvað mér finnst gott í matinn, hvernig sjónvarpsefni ég horfi á og hvaða skoðanir ég hef. Hananú. Ég hlustaði þó á manninn og hann útskýrði fyrir mér að þú getur ekki þekkt aðra fyrr en þú þekkir … Lesa meira


Að hugsa rétt

ferlid-017

Tilvitnun úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“: … Árið 1940 kom innrás Þjóðverja í Frakkland, Belgíu og Holland. Þeir sigruðu þessi lönd á innan við mánuði og hernumdu þau. Rúmu ári síðar höfðu þeir lagt undir sig Balkanskagann og Grikkland, voru meðan í stórsókn í Norður Afríku. Þeir ógnuðu Bretlandi með kafbátahernaði og loftárásum meðan þeir réðust inn í Rússland og mölvuðu hervél Rússa. Í ársok 1942 réðu þeir yfir Evrópu … Lesa meira


Áhugamál og frami

ferlid-018

Ertu í starfi sem veldur þér ánægju? Færðu útrás í áhugamálum? Áttu áhugamál? Maður nokkur sagði „ég þarf ekki áhugamál, því mér finnst gaman í vinnunni.“ Djúpt í árina tekið? Hefur tannlæknir ánægju af vinnunni? Hvað veist þú um það? Áhugamál er allt sem þú hefur áhuga á! Að spila Golf, eða fara á hestbak, nú eða prjónaskapur og sportbílar. Áhugamál eru svo mörg og við höfum öll áhuga á einhverju. … Lesa meira


Draumar og innra líf

img-coll-0033

Manstu það sem þig dreymir á nóttinni? Eru draumar kannski bara rugl? Hefur þú lent í því að koma einhversstaðar og kannast við að það hafi gerst áður? Getur verið að þig hafi dreymt fyrir því? Getur verið að þú vitir hvernig líf þitt mun fara? Allir hafa upplifað að draumar þeirra rætist. Við höfum öll lent í því að tilveran skammtar oft meira en það sem við látum okkur … Lesa meira


Heilsa

ferlid-020

Sama hversu mikið þú vinnur með hugsanir, tilfinningar og viðhorf. Þá skiptir máli hvernig þú hreyfir þig. Sá sem gengur rösklega í tuttugu mínútur daglega getur losað sig við  tíu kíló? Þeir sem fara stigann í stað lyftunnar eru kraftmeiri og þreytast síður. Þeir sem leggja bílnum lengra frá vinnunni upplifa minni streytu en aðrir. Flestir sem eru ósáttir við sjálfa sig nenna lítið að hreyfa sig. Hamingjusamt fólk er … Lesa meira


Samfélagslíf

ferlid-021

Einmana fólk kvartar yfir að fáir hringi, fáir komi í heimsókn og það eigi fáa vini eða nána kunningja. Þeir sömu eru yfirleitt uppteknir af eigin vandamálum og vanlíðan. Öruggt er að þú finnur fleiri vini ef þú hlustar meira og segir skemmtilega frá. Til er mikið af fólki sem þekkir ekki einmanaleika. Fólk sem á mikið af góðum kunningjum og vinum, eru áhugasamir um sögur annarra, og tala lítið … Lesa meira


Viðhorf og venjur

ferlid-022

Hver kannast ekki við þessa tilfinningu? Að vera með fáein kíló í yfirvigt og vilja breyta því ástandi. Vandinn er augljós: Ég borða meira en ég brenni. Lausnin er jafn einföld, að brenna meira eða borða minna. Ef lífið væri alltaf jafn einfalt á borði og í orði myndum við ekki þurfa lausnir eins og Ferlið. Ég hef tekið eftir því að ég borða meira þegar ég er leiður eða … Lesa meira


Útlit og framkoma

ferlid-023

Það er ekkert eins vont fyrir manneskju eins og að líta illa út. Nema kannski að lykta illa eða vera leiðinleg. Veistu hvað mikið er af fólki sem eyðir miklum tíma og miklu fé í að líta vel út? Eritt er að hitta og umgangast fólk þegar maður veit af útliti sínu og skammast sín fyrir það. Hefur þú hitt manneskju sem leit illa út í klæðaburði, en þér líkaði … Lesa meira


Trú

ferlid-025

Öll kerfi sem vinna með sjálfsrækt vinna með trú. Sum vinna með trú á sjálfan sig, aðrir með trú á æðri mátt, enn aðrir með trú á tilveruna. Ferlið er engin undantekning. Trú er einn kraftmesti þáttur í mannlegu samfélagi. Allir hafa ferðast í borgir sem prýða stórar og fallegar dómkirkjur. Að skoða dómkirkju og spyrja sig hvers vegna þeir tímdu að byggja hana harflar ekki að nokkrum manni. Við vitum … Lesa meira


Tilfinningalíf

ferlid-026

Dag einn leið mér illa, sársaukinn var yfirþyrmandi. Ekki man ég hvers vegna. Man hins vegar að ég fór í útivist þennan dag. Ég gekk einhvern spöl í fallegu landslagi en ég tók ekki eftir neinu – bara eigin vanlíðan. Ég stoppaði einhversstaðar og leit yfir farinn veg, bæði minn eiginn og í náttúrunni. Skyndilega vaknaði ég. Það sem olli vanlíðan minni, var bara tilfinning. Tilfinning er bara tilfinning. Tilfinning … Lesa meira


Eftirfylgni

molar-05

Allir þáttakendur í aðal námskeiði hafa aðgang að eftirfylgni. Eftirfylgni er vikulegir fundir undir stjórn leiðbeinanda. Fundirnir eru stuttir eða tveir tímar að hámarki. Þar er rifjað upp efni frá leiðbeinanda og einnig frjálst efni frá þáttakendum. Einn styrkur Ferlisins er einmitt sá, að fólk sem stundar það bætir sjálft við reynslusarpinn og þekkinguna. Börn eru velkomin á þessa fundi. Öll sjálfshvatningar námskeið ná mestum árangri á fyrstu vikunum, síðan dvína áhrifin. … Lesa meira


Lögmál aðlöðunar

img-coll-0246

Margir hafa séð myndina The Secret þar sem mest er lagt út frá hugtaki sem á ensku nefnist „Law of Attraction“ sem kennt er víða og við flest þekkjum. Í Ferlinu er þetta lögmál vissulega notað. Hér eru tekin fáein dæmi um hvernig megi skoða virkni þess. Lögmál aðlöðunar: Ef þú hugsar mikið um að þú hefur skort – þá laðarðu að þér skort. Ef þú hugsar mikið um að „þig … Lesa meira


Áhrifavaldar

img-coll-0087

Maður sagði „ég er vinir mínir.“ Ef þú umgengst fólk sem stundar mikla útivist ferðu fyrr eða síðar í útivist. Ef þú umgengst fólk sem skeggræðir stjórnmál kemstu ekki hjá því að mynda þér skoðun á stjórnmálum. Ef þú umgengst fólk með neikvæð viðhorf … Áhrifavaldar eru fleiri en vinir þínir og fjölskylda. Þeir eru allt sem hefur áhrif á hvernig þú hugsar og hugsanir þínar hafa áhrif á líðan … Lesa meira


Aðalnámskeið

ferlid-039

Mikið er til af aðferðum til að vinna bug á alls kyns meinum. Í samfélaginu eru til alls kyns úrræði með alls kyns uppskriftum að betra lífi, meiri hamingju og fleira og fleira. Ferlið er eins konar uppreisn gegn uppskriftum því þegar þú ert að taka þig á er erfitt að muna lista. Ef þig langar í súkkulaði, þá manstu ekki tíu skref til að grennast. Svo þegar þú ert … Lesa meira


Verkfæri

molar-08

Þú ætlar að breyta venju á borð við fara fyrr að sofa. Svo hefst skemmtilegt í sjónvarpinu og þú gleymir háttatímanum. Svo vaknarðu þreyttur og hugsar „ég fer alltaf seint að sofa og get ekki breytt því“. Margir nota lista í svona vanda. Ferlið hefur ekki áhuga á listum og skipulagi. Þegar þú ætlar að vaka lengur eða fá þér súkkulaði manstu ekki listana. Flóknar útskýringar á flókinni tækni er ekki … Lesa meira


Þunglynda sjónvarpið

img-coll-0001

Fólk sem upplifir þunglyndi sýnir einkenni þreytu, skorts á ímyndunarafli og minnkaða lífsgleði. Sést hefur að fólk sem horfir daglega á sjónvarp sýnir svipuð einkenni. Nýlega kom í ljós að sé sjónvarp og tölva tekin frá krónískum þunglyndissjúklingum, læknast 40% þeirra á tveim mánuðum. Sumt fólk hefur áhyggjur af að alls kyns rafbylgjur, frá símum, raftækjum, háspennulínum og fleiri galdraverkum, hafi áhrif á huga okkar. Jafnvel ELF bylgjur sem eru … Lesa meira


Tilurð Ferlisins

ferlid-033

Höfundur ferlisins heitir Guðjón Elías Hreinberg. Hann var uppalinn við einelti og fjölskyldan sundraðist snemma vegna sjálfsmorðs föðurins. Á fullorðins árum var hann lengi að finna sinn farveg og flæktist milli starfa. Hann var oft þjakaður af þunglyndi og eirðarleysi. Hann átti erfitt með að lifa með miðilshæfileikum og velktist oft í trúmálum vegna þess. Meðvirkni lék hann grátt í samböndum. Þar kom að innibyrgð reiði og vonleysi leiddi til … Lesa meira


Um Ferlið

ferlid-034

Tilveran er einföld, lífið stutt, og gaman að vera til. Eða það finnst flestum. Þó er algengt að fólk lifi við vanlíðan og ýmis konar andlega kvilla s.s. þunglyndi, depurð og kvíða. Ennfremur sést oft að ótti ræður ríkjum og þá svo bældur að sá sem stjórnast af ótta er e.t.v. ekki meðvitaður um það. Sjálfsvanmat og skortur á sjálfsvirðingu orsakar árekstra og frekari vanliðan. Ferli hins jákvæða vilja er … Lesa meira


Fullnæging og lagskipt vitund

img-coll-0153

Þegar karlmaður fær fullnægingu hverfur vitund hans um stund. Hann finnur fyrir konunni sem vekur hann, finnur fyrir sjálfum sér, og gleymir sér um stund. Eftir að hann lýkur sér af svífur á hann höfgi, og um stund er hann öruggur í örmum konunnar. Oft vakir konan um stund meðan höfgin svífur á karlinn. Væru þau úti í náttúrunni, eins og þetta var um árþúsundir, vakir hún meðan hann safnar … Lesa meira