Að hugsa rétt

Tilvitnun úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“:

… Árið 1940 kom innrás Þjóðverja í Frakkland, Belgíu og Holland. Þeir sigruðu þessi lönd á innan við mánuði og hernumdu þau. Rúmu ári síðar höfðu þeir lagt undir sig Balkanskagann og Grikkland, voru meðan í stórsókn í Norður Afríku. Þeir ógnuðu Bretlandi með kafbátahernaði og loftárásum meðan þeir réðust inn í Rússland og mölvuðu hervél Rússa. Í ársok 1942 réðu þeir yfir Evrópu og höfðu sigrað allar stríðsvélar sem stóðu gegn þeim. Vélar sem voru í tölum taldar fjórfald stærri og öflugri en þeirra.

Það tók tæp fjögur ár að reka þá heim aftur og miklar fórnir. Bandamenn voru í raun sigraðir en þeir neituðu að gefast upp! Hver orrustan á fætur annarri var töpuð og hvert landið á fætur öðru var hertekið. Þjóðverjar réðu allri Evrópu og höfðu sýnt í verki að þeir áttu öflugustu hervél heimsins um miðja 20stu öldina. Bandamenn neituðu að viðurkenna að stríðið væri búið.

Einn leiðtogi Bandamanna endurtók allan tímann „við höfum tapað orrustu en ekki tapað stríðinu“. Með gríðar átaki var morðóð stríðsvél Nasista eyðilögð – með viljann að vopni.

Þetta er Ferlið í hnotskurn. Þú hættir að setja þér markmið sem þú gefst upp á. Mér hefur mistekist í 25 ár að verða grannur. Siðan ég setti það í Ferli kemur þessi hugsun ekki upp nema örsjaldan. Hún gægist upp stöku sinnum en hún stjórnar ekki vitund minni um sjálfan mig. Ég næ alltaf tökum á henni.

Nýlega horfði ég á skemmtilegan sjónvarpsþátt og borðaði yfir mig á meðan (sem er gamalt mynstur). Þegar ég stóð upp fann ég hvað ég var saddur og í stað þess að lítillækka sjálfan mig með  gömlum hugarskrípum: „Þú borðar alltaf yfir þig“ eða „þú ræður ekki við sjálfan þig“ eða „þú hefur enga stjórn á þér varðandi mat“, sagði ég við sjálfan mig: „Ok, mér mistókst í dag, en það er ekki víst að mér mistakist á morgun“ því að megrunarferlinu er ekki lokið. …

Síðan þessi hugsun náði tökum á mér hef ég stöðugt verið að léttast. Ekki mikið, ekki í stökkum, heldur jafnt og þétt. Ég hef enn aukakíló og er þéttur á velli en  mér líður vel með það. Því mér líður vel með sjálfan mig, og ég veit að ég sigra að lokum.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.