Tag Archives: Staðfesta

Að læra á notaða saumavél er ekkert grín

saumavel-s22

Fyrir rétt rúmlega tveim árum keypti ég notaða „Singer 22“ saumavél í endurvinnslunni á 5’000 krónur. Viku síðar fór ég á frítt saumavéla-námskeið á vegum Rauða krossins. Þá kom strax í ljós að ekki var hægt að nota saumavélina, svo ég skutlaði henni í viðgerð (sem kostaði 11’000 krónur) og lærði á eina af saumavélum Rauða krossins. Þegar saumavélin kom heim úr viðgerð (en það kostaði Dísel olíu að skutla … Lesa meira


Ég á mér sýn

tviburar

Ég á mér engan draum, enga von, né markmið; ég er ekki neitt í hafsins ólgusjó utan eitt lítið tár. En ég á mér sýn, göfuga hreina og skýra, hún er minn vilji og mín braut. Hún er mér vegvísir í myrkri og skýli í vondum veðrum. Hún er sú að göfgi mannsandans sé myrkri hans meiri og að minn andartaks draumur í fljóti þess góða í mannsins sál sé … Lesa meira


Persónuleg hugleiðing um að halda sig við efnið

gudjon-img--0054

Enska síðan mín – logostal.com – er smátt og smátt að saxa á íslensku síðuna mína – hreinberg.is – og sumpart að taka framúr. Sem er verulega sérstakt. Í fyrsta lagi geta pennar af mínu tagi sjaldan gert sér vonir um mikla lesningu og sérstaklega ekki þegar blandað er saman jafn mörgum og ólíkum straumum og ég geri. Enn síður þegar skoðanir eru jafn langt út fyrir rammann og mínar … Lesa meira


Kerfisfólk stjórnar með hugmynd sem er trúað

img-coll-0406

Eitt af því sem við föttum ekki er að ríkishugmynd er hugmynd. Aðal ástæðan er sú að engin önnur hugmynd ríkir yfir okkur og þá sjaldan að skipt hefur verið um ríkiselítuna hefur það kostað byltingu. Þannig er ríkishugmyndin meitluð í vissan stein í vitund okkar og við tökum hana sem gefna. Taka skal þrjú skýr dæmi sem sýna þetta svart á hvítu. a) Hinn almenni borgari tekur sjaldan eftir … Lesa meira


Hin tigna og frjálsa Íslands sál

img-coll-0131

Öldina sem Íslendingar urðu til var hér krökkt af laxi, silungi, og fleygri veiðibráð. Þá höfðu refir, ernir, smyrlar og fálkar átt hér griðland án samkeppni við manninn en urðu brátt að hopa. Eins og allir vita  hafa ernir verið hundeltir í gegnum aldirnar því þeir bæði taka lömb en geta einnig náð ungabörnum. Eins og með öll stóru rándýrin þá lifa þau erfiðu lífi og eiga þvi erfiðara uppdráttar … Lesa meira


Mín Íslenzka arfleifð

gudjon-img--0027

Forfeður mínir komu til þessa lands, til að lifa frjálsir án afskipta ríkisvalds.  Þeir virtu trúfrelsi og heiður. Þeir stofnuðu héraðsþing í 39 héruðum til að íbúar héraðs gætu tekið beinan þátt í mótun laga og rétta. Þeir völdu árlega fulltrúa héraðsþings til að ríða til Alþingis og móta landslög. Hinn vinnandi maður var sá sem stóð þær raunir sem á hann stóðu. Tungu sína hafði hann í heiðri, forfeður … Lesa meira


Fimm skref til óhamingju

gudjon-img--0020

Fyrir mörgum árum kom út bók á ensku – sem ég held að hafi verið þýdd – og var titilinn svona: „Seven habits of highly effective people.“ Ekki er vonum að spyrja að bókin varð metsölubók. Síðustu ár hefur efni af þessu tagi – eða sjálfshvatningar og sjálfsþróunar efni – verið afar vinsælt á Íslandi. Segja má að við séum fimm til sjö áratugum á eftir Bandaríkjunum hvað þetta varðar, … Lesa meira


Hvað virkar

img-coll-0205

Þegar ég fór fyrst til sálfræðings var ég að flýja sársauka, eða bara vanlíðan. Ég var þá ungur maður, um það bil þrátíu og fimm ára gamall, og blessunarlega vel makaður í sambúð. Svo liðu fjögur ár og ég lærði margt, bæði um mig og aðra. Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var að fólk heyrir ekki það sem sagt er við það. Ótrúlegt ekki satt? Þegar einhver … Lesa meira


Að hugsa rétt

ferlid-017

Tilvitnun úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“: … Árið 1940 kom innrás Þjóðverja í Frakkland, Belgíu og Holland. Þeir sigruðu þessi lönd á innan við mánuði og hernumdu þau. Rúmu ári síðar höfðu þeir lagt undir sig Balkanskagann og Grikkland, voru meðan í stórsókn í Norður Afríku. Þeir ógnuðu Bretlandi með kafbátahernaði og loftárásum meðan þeir réðust inn í Rússland og mölvuðu hervél Rússa. Í ársok 1942 réðu þeir yfir Evrópu … Lesa meira


Lögmál aðlöðunar

img-coll-0246

Margir hafa séð myndina The Secret þar sem mest er lagt út frá hugtaki sem á ensku nefnist „Law of Attraction“ sem kennt er víða og við flest þekkjum. Í Ferlinu er þetta lögmál vissulega notað. Hér eru tekin fáein dæmi um hvernig megi skoða virkni þess. Lögmál aðlöðunar: Ef þú hugsar mikið um að þú hefur skort – þá laðarðu að þér skort. Ef þú hugsar mikið um að „þig … Lesa meira