Mín Íslenzka arfleifð

Forfeður mínir komu til þessa lands, til að lifa frjálsir án afskipta ríkisvalds.  Þeir virtu trúfrelsi og heiður. Þeir stofnuðu héraðsþing í 39 héruðum til að íbúar héraðs gætu tekið beinan þátt í mótun laga og rétta.

Þeir völdu árlega fulltrúa héraðsþings til að ríða til Alþingis og móta landslög. Hinn vinnandi maður var sá sem stóð þær raunir sem á hann stóðu. Tungu sína hafði hann í heiðri, forfeður sína og ættir. Hann mat sjálfan sig einskis, en málstaðinn alls, þegar tekist var á.

Gunnar leit til hlíðar og neitaði að fara, þó á honum stæðu spjótin. Hann vissi hver hann var, fyrir hvað hann stóð, og mótaði sitt líf, og framtíð þessa lands, með vilja, festu og heiður að vopnum. Vel má vera að hann hafi tapað, enda veginn, en manstu hvað þeir heita sem vógu hann eða manstu hver hann var? Hvers virði er þinn heiður?

Hversu margir gáfust upp og flýðu land í kreppunni miðri? Margir sem hæst rífa kjaft í bloggheimum búa erlendis. Saknarðu þeirra sem flýðu af hólmi, meðan við hin endurbyggjum landið okkar?

Sumir vilja núna græða undir hatti Evrópu því þar sé allt svo gott.

Manstu fyrir stuttu síðan árum þegar lá við stríði við Rússa vegna eldflaugavarna í Evrópu? Einnig þegar Rússar tefldu refskák í Georgíu. Núna liggur á að óttast stríð vegna Úrkaínu. Manstu eftir stríðinu á Balkanskaga fyrir fimmtán árum, sem kostaði lífið marga tugi þúsunda fólks. Veistu hve margar styrjaldir voru háðar í Evrópu á síðustu 200 árum?

Á Íslandi hefur ríkt friður og ró, menn yrkja ljóð, byggja sín ból, og rita bókmenntir. Þeir senda unga fólkið til mennta út í heim. Menntun er okkar auður og hvernig við nýtum menntun okkar: Þau gildi sem þjóðin stendur á traustum fótum

Ég ætla að vera frjáls íslendingur í frjálsu landi, og græða á hinum klikkaða heimi þarna úti, og heiðra þannig víkingana sem sigldu hingað út, en skruppu reglulega út í heim að græða.

Við trúðum einu sinni á álfa en núna á vísitölur. Spurning hvort var okkur meira til heilla. Allt er hugmyndum háð.

Þegar hinum almenna manni er gefinn kostur á að bera ábyrgð og sýna hvað í honum býr mun hann standa sig jafn vel og fræðingar og sem best hugsandi menn (eða betur því hann á skýrari hagsmuna að gæta). Fræðingar eiga það enn til að pissa upp í vindinn. Gleymum ekki að menntun hins almenna stúdents er á pari við marga menntuðustu menn liðinna alda.

Hugsun stjórnkerfis okkar eru sniðið að liðnum tímum. Tæknigeta, hraði og menntun nútímans er slík að við getum umbreytt aðstæðum okkar og tekið risastór skref áfram á mettíma.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.