Tag Archives: Saga
EES frá 1662
Sumarið 1662 hélt elítan á Íslandi svonefndan Kópavogsfund þar sem tveir æðstu embættismenn Íslenska Þjóðveldisins skrifuðu undir erfðahollustu við konung Danmerkur. Síðan riðu þeir til Alþingis á Þingvöllum og fengu hollustusamninginn viðurkenndan og þar með lögfestan. Sagt er að þeir hafi skrifað undir samninginn undir hótun vopnavalds frá sendimanni konungs og kannski er það rétt. Íslensku embættismennirnir voru þó ekki einir á ferð, því ævinlega þegar lögsögumenn og goðar riðu … Lesa meira
Málþóf og hringavitleysa
Um þessar mundir eru ýmsir þingmenn meirihlutans á hinu svonefnda Alþingi að kvarta yfir að fáeinir þingmenn minnihlutans skuli beita málþófi á þingi, og gefa í skyn að hrein mannvonska sé þar á ferð. Nokkrir Íslenskir þingmenn hafa beitt málþófi bæði á Ríkisþingi Lýgveldisins frá 1944 og undir forvera þess Konungsríkinu frá 1918 til 1944. Stundum hefur það komist í fjölmiðla og stundum í kjaftasögur. Hér áður var stundum rætt … Lesa meira
Hjarðhegðun er fyndin
Nýlega sat ég í náttúrulaug úti á landi, sem er svosem ekkert merkilegt. Hvaða Íslendingur hefur ekki farið í náttúrulaug ef hann veit af henni á ferðum sínum? Við öll – tja, næstum öll – elskum landið okkar ofar öllu öðru. Ef frá er talið Sjálfið og Skaparinn. Þeir sem ekki trúa á skapara verða bara að sætta sig við að hafa skapað sig sjálfir. Svo sem margir landar mínir … Lesa meira
Hitler og Eva dóu södd lífdaga í Svíþjóð
Hér kemur ein samsæriskenning fersk úr smiðjunni. Síðustu mánuðina áður en Berlín féll 2. maí 1945 höfðu ýmsir yfirmenn Þýska ríkisins verið í verulega virkum samskiptum við ýmis sendiráð í Svíþjóð. Eins og margir vita voru virkustu samskipti möndulveldanna við bandamenn í gegnum sendiráðin í Svíþjóð þegar ræða þurfti við Sovétríkin en í gegnum Portúgal þegar ræða þurfti við vesturhlutann. Þó var rætt mikið við vesturhlutann einnig í Stokkhólmi. Vitað … Lesa meira
Nýtt heimsskipulag er tálsýn
Hugmyndin að „The New World Order“ (NWO) og endurtekning þessarar hugmyndar í gegnum söguna er blekking. Í fáein ár hef ég bara haft þetta á tilfinningunni en ekki séð hvernig ég gæti rökstutt það. Þetta hugtak er vel þekkt í gegnum nær allar mýtur síðustu sex þúsund ár. Hún er ekki ótengd þrá fólks í breytingar. Þrá sem oft er óraunhæf því sjaldan er rætt eða hannað hvernig breytingarnar eiga … Lesa meira
Hin kristna menning tapaði sálu sinni og fangaði þína
Þegar fylgjendur Jósúa Maríusonar týndu lífi sínu fyrir trú sína þótti þeim það fagnaðarefni, enda hafði forsprakki þeirra sjálfur týnt lífi fyrir trú sína og þeir trúðu að sálarlíf sitt væri eilíft en egóið forgengilegt. Þegar Míþras dýrkandinn Konstantín keisari umbreytti Míþras trú sinni í ríkistrú og skipti um nafn á henni þá umbreyttist og útþynntist boðskapur spámannsins. Enda stendur boðskapur hans ekki fyrir það sem hin svonefnda Kaþólska Kirkja … Lesa meira
Hin tigna og frjálsa Íslands sál
Öldina sem Íslendingar urðu til var hér krökkt af laxi, silungi, og fleygri veiðibráð. Þá höfðu refir, ernir, smyrlar og fálkar átt hér griðland án samkeppni við manninn en urðu brátt að hopa. Eins og allir vita hafa ernir verið hundeltir í gegnum aldirnar því þeir bæði taka lömb en geta einnig náð ungabörnum. Eins og með öll stóru rándýrin þá lifa þau erfiðu lífi og eiga þvi erfiðara uppdráttar … Lesa meira
Mín Íslenzka arfleifð
Forfeður mínir komu til þessa lands, til að lifa frjálsir án afskipta ríkisvalds. Þeir virtu trúfrelsi og heiður. Þeir stofnuðu héraðsþing í 39 héruðum til að íbúar héraðs gætu tekið beinan þátt í mótun laga og rétta. Þeir völdu árlega fulltrúa héraðsþings til að ríða til Alþingis og móta landslög. Hinn vinnandi maður var sá sem stóð þær raunir sem á hann stóðu. Tungu sína hafði hann í heiðri, forfeður … Lesa meira
Boltinn og risinn
Í spádómsbók Daníels er því lýst hvernig heimsveldi hins illa verða mölvuð af sigri hins góða. Þar er heimsveldunum líkt við risa. Lýsing á risanum er eftirfarandi: 32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, 33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir. Mismunandi er hvernig menn túlka drauminn. Er þetta betur útskýrt í bók minni „Orðatal um Biblíuna.“ … Lesa meira
Endurreist Þjóðveldi 2013
Hugmyndin að Endurreist Þjóðveldi fæddist óvart. Sem áhugamaður um heimspeki og trúmál hef ég aldrei haft áhuga á stjórnmálum og lítinn á samfélagsmálum. Ef eitthvað er hafði umræða stjórnmála og ýmissa samfélagsmála gert mig fráhverfan þeim vettvangi. Í raun var það þrennt sem varð kveikjan að viðsnúningi mínum. Þegar ég þróaði „Ferli hins jákvæða vilja“ lærði ég hvernig reiður og bitur maður getur umsnúið eigin persónu til jákvæðrar og skapandi … Lesa meira
Sagan þín er mikilvæg
Á hverjum degi heyrirðu sögu og oft margar. Við heyrum fólk í daglega lífinu segja frá því sem á daga þess drífur. Við heyrum frásagnir af kunningjum vina okkar og vinum ættingja. Við heyrum frásögur í útvarpi og sjáum sögur í sjónvarpi. Dagblöðin segja okkur sögubúta og hver einasta saga á samlegð. Samlegðaráhrif hverrar sögu við allt sem þú veist og hugsar mátast við heimssýn þína og mótar viðhorf þín. … Lesa meira
Benjamín, spámaður Guðs
Þegar ég heyrði fyrst um Benjamín H. J. Eiríksson var það í lítilli frásögu innan kunningjanetsins. Ég hef þá verið liðlega tvítugur. Spjallið var á þá leið að hann hefði verið merkur hagfræðingur, en hefði geggjast og áliti sig vera Jesú endurholdgaðan. Ég var meðlimur Votta Jehóva á þessum tíma og að sjálfsögðu var þar litið niður á alla sem ekki voru sömu trúar og þeir. Í dag er ég … Lesa meira