Á hverjum degi heyrirðu sögu og oft margar. Við heyrum fólk í daglega lífinu segja frá því sem á daga þess drífur. Við heyrum frásagnir af kunningjum vina okkar og vinum ættingja.
Við heyrum frásögur í útvarpi og sjáum sögur í sjónvarpi. Dagblöðin segja okkur sögubúta og hver einasta saga á samlegð.
Samlegðaráhrif hverrar sögu við allt sem þú veist og hugsar mátast við heimssýn þína og mótar viðhorf þín. Hver einasti bútur fyllir upp í púsluspil hugans.
En hver er þín saga?
Alveg frá því þú varst smábarn hefur hvert atvikið rekið annað í tilveru þinni og þar er einnig samlegð. Smám saman valdirðu þér búta úr umhverfi þínu til að smíða persónuleika þinn og móta afstöðu þína til veruleikans. Smám saman pússaðir þú skoðanir þínar í afstöðu og úr henni skópst þú persónustyrk þinn, eða þig.
Saga þín geymir helling af smábrotum sem þú hefur kannski löngu gleymt. Öll þessi smábrot safnast saman og sumt af því sem fellur í skuggann á fullt erindi til þín í dag. Hins vegar er svo algengt – sérstaklega í veröld ótta og kvíða – að við veljum bara vondu brotin. Við gleymum smám saman góðu brotunum sem minna okkur á hve sterk við erum, og hve lífið er frábært.
Við sem erum í Ferlinu erum ekki á þessum vonda stað. Við endurpúslum söguna okkar. Við tökum vondu púslin eitt af öðru og horfum á þau.
Svipað og setja vatnspoll í sólarljósið, þar sem þú veist að hann gufar upp. Smám saman tökum við nýja afstöðu og veljum að horfa á púslið við hliðina, þetta gleymda og góða og við drögum það fram. Oftar en ekki er það gert úr litum sem ekki gufa upp og innan um verða vondu púslin – sem áður drottnuðu yfir huganum og hjartanu – að litlum skuggum innan um sterku brotin.
Að þessu sögðu viljum við ekki henda öllu vondu sem gerst hefur, því skuggar þess móta sterku litina. Við vitum öll að erfiðu kaflarnir styrktu hina góðu, og við eigum þá jafnt hinum, en við viljum nýta styrkinn í sögunni okkar. Við viljum vera stolt af henni, því við eigum hana og hún gerði okkur bæði sterk og falleg.
„Jákvæða ferlið“ er hljóðbók á ferlid.not.is sem dregur saman marga góða þætti úr „Ferli hins jákvæða vilja.“