Tag Archives: Samfélag

Piparkökuhúsið og Hrafnagúndi

img-coll-0502

Sumir halda að ég sé eitthvað á móti Guðna Th. Alls ekki, af og frá. Ég hef lesið sumt eftir hann og hann er ágætur penni, skrifar frekar persónulegan stíl en fágaðan, þó dálítið litlausan. Allir sem ég þekki sem hafa hitt hann, bera honum vel söguna. Hann er ægivel giftur, þó mér finnist fáránlegt að forsetafrú sé útlendingur (hvort heldur Dorrit eða Elíza) þá eru þær báðar framúrskarandi sem … Lesa meira


Siðrof þjóðar eða mín fyrring

tviburar

Þegar maður hefur tuðað nógu lengi um eitthvað sem manni finnst vera augljóst og einfalt, en fær takmörkuð viðbrögð og eyðir í það mikilli orku, hlýtur að koma að endurmati. Er það þess virði að reyna að orða það sem ekki virðist hægt að bera fram? Margar hugleiðingar um ástandið í þjóðmálum enda á að sýna manni umræðan virðist stýrð í hrunadans penínga pælinga lýðs og elítu annars vegar og … Lesa meira


Að heila heila Þjóðarsál

tviburar

Það er vita allir að það er vont að bæla tilfinningar sínar og afneita sjálfum sér. Þetta brýst oft út fyrr en varir, stundum í neyslu, stundum í eyðslu, stundum í skapofsa, stundum í drama, stundum í ofbeldi, og einhverju fleiru vondu. Það sem sjaldan er gefinn gaumur að, er að þegar heil þjóð bælir tilfinningar sínar (pirringur út í stjórnmálamenn er annað) og afneitar meiningu sinni, þá brýst það … Lesa meira


Áttavillt skapandi hugsun

img-coll-0213

Þegar rætt er um úrræði kemur oft ginnunga gapið í ljós. Hvarvetna í bloggheimum, eða í umræðunni almennt, heyri ég fólk hrópa á lausnir. Margir koma með tillögur að breytingum en nær enginn með tillögur að umbreytingu. Endurreist Þjóðveldi er eina tillagan sem fram hefur komið síðustu áratugi, og jafnvel aldir, sem kemur með raunhæfa og einfalda tillögu að umbreytingum. Ekki nóg með það heldur mun hún virka á mettíma … Lesa meira


Egó er atóm í sameind rotnandi heims

tviburar

Samfélag án innihalds veit ekki hvaðan það kemur, hvar það er, hvert það stefnir, né heldur hvers vegna. Það hefur enga getu til að skapa sér ríkan tilgang og ef það reynir það mun það valda meiri skaða en venjulega. Nóg er hve miklum skaða það veldur venjulega. Sem betur fer eru atóm slíks samfélags á sama róli nema dreift skipulega um greinar trésins, upptekin við að rífast um hver … Lesa meira


Eyðimörk hugans og blindur áttaviti

tviburar

Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum. Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama … Lesa meira


Sniðgengi er ekki óvirkni

img-coll-0565

Þú vilt að elitan geri eitthvað fyrir þig, því þú gafst henni verðlaust atkvæði? Elítan er ekki land og þjóð, ég er ekki land og þjóð, þú ert ekki land og þjóð. Þjóðin hefur þó selt vald sitt fyrir sama verð. Ég veit hvað ég er að gera fyrir land mitt og þjóð en ég veit ekki hvað þú ert að gera. Meðan ég veit ekki hvaða afstöðu þú hefur … Lesa meira


Þjóðveldishátíð 2014

gudjon-img--0091

Það er stutt í þjóðveldishátíð lýðræðis Íslendinga. Í fyrra var haldin sú fyrsta í átta hundruð ár. Hátíð sem er tileinkuð lýðræði, frelsi og sjálfræði. Eins og ljóst er af greinum Þjóðveldisfélagsins er málefnið risastórt. Hvernig við getum yfirgefið Lýðveldið og leyft því að rotna í eigin spillingar haug en jafnhliða endurreist hugsun Þjóðveldis á frelsis vilja Íslensku þjóðarinnar. Við ætlum ekki að gera þetta með byltingu né ófriði. Við … Lesa meira


Eldfærin endursótt

img-coll-0132

Eitt sinn var sagt frá því að gömul norn sendi ungan uppgjafahermann inn í tré að sækja eldfæri. Síðan upphófst allskyns dirrindí fyrir dátann en sögulok fyrir skessuna. Það er eins með Íslenzka lýðveldið. Hvað sem það veltir sér upp úr orðagjálfri milli þingnefnda eða valdahópa ráðuneytanna. Innan þessa valdakerfis er ekki lengur neitt lýðræði, sama hvað háttvirtur þingmaður eða aðrir reyna að kveikja í með ónýtu tundri. Skessan hefur … Lesa meira


Bréf frá sjálfsmorðingja

notis-front-014

Í fáeinar vikur hefur bók verið að fæðast í hugskotinu – sem betur fer afar stutt – sem fjallar um sjálfsmorð og það samfélagsmein sem það er. Orð mín sem betur fer afar stutt tekur til þess að ég ætlaði aldrei að skrifa hana. Hún fæddist nýlega sem hugmynd. Ég hef aldrei litið svo á að þetta efni sé inni á mínu áhugasviði. Auk þess sem mín bíða verkefni sem … Lesa meira


Litadýrð í blómagarði

img-coll-0204

Ég var svo lánsamur sem ungur piltur að alast upp í sveit. Ég var einnig svo lánsamur þegar ég var drengur, að komast að því að til var samkynhneigt fólk. Ennfremur var ég svo lánsamur að mér var kennt af fullorðna fólkinu að bera virðingu fyrir fólki sem er öðruvísi en ég sjálfur. Þegar ég var drengur fannst mér þó óþægilegt að til væru drengir sem þættu aðrir drengir sætir. … Lesa meira


Rányrkja opinberra stofnana

bodun

Skuldin á bak við Bröttukinn 7 var spunnin eftir vel þekktri uppskrift: Desember 2007 Höfuðstóll 11 milljónir. Eign 6 milljónir. Kaupverð 18 milljónir. September 2010 Skuld 18 milljónir. Eign – mínustala. Matsverð eignar 16 milljónir. Desember 2011 Uppboð fyrir Íbúðalánasjóð (opinber stofnun) á vegum Sýslumanns (opinber stofnun): Hæsta boð, slegið og selt, 3 milljónir. Júlí 2013 Héraðsdómur Reykjaness (opinber stofnun) dæmir leigjanda (áður eiganda) til útburðar vegna 200.000 króna skuld … Lesa meira


Sársaukaflótti

ferlid-003

Við lifum í neyslusamfélagi sem elur okkur á hugsanabjögun. Við eigum að leysa öll vandamál, greina þau og afgreiða. Útskýring sé til við öllu og allt megi flokka niður. Fjölmiðlar eru gott dæmi um þetta: Allt er metið í tölum. Við erum hætt að rýna í eigin hegðun og alin á að það sé tabú. Enginn má gagnrýna annan fyrir neitt og stutt í móðgunargirni hjá flestum. Rétt svo má … Lesa meira


Sagan þín er mikilvæg

ferlid-004

Á hverjum degi heyrirðu sögu og oft margar. Við heyrum fólk í daglega lífinu segja frá því sem á daga þess drífur. Við heyrum frásagnir af kunningjum vina okkar og vinum ættingja. Við heyrum frásögur í útvarpi og sjáum sögur í sjónvarpi. Dagblöðin segja okkur sögubúta og hver einasta saga á samlegð. Samlegðaráhrif hverrar sögu við allt sem þú veist og hugsar mátast við heimssýn þína og mótar viðhorf þín. … Lesa meira