Þegar maður hefur tuðað nógu lengi um eitthvað sem manni finnst vera augljóst og einfalt, en fær takmörkuð viðbrögð og eyðir í það mikilli orku, hlýtur að koma að endurmati.
Er það þess virði að reyna að orða það sem ekki virðist hægt að bera fram?
Margar hugleiðingar um ástandið í þjóðmálum enda á að sýna manni umræðan virðist stýrð í hrunadans penínga pælinga lýðs og elítu annars vegar og fyrrtrar orðræðu einmana heimspekings eða huglægu mati margra misáttavilltra kverúlanta, þar sem enginn veit hvort hann á að þegja eða hrópa hærra.
Það er engin niðurstaða – því umræðan sjálf er markmiðið – þannig hefur það verið frá syndafallinu.