Leitin að plagginu mikla, stjórnarskrá Lýðveldisins frá 1944

Veturinn 2014 til 2015 kom upp sú spurning í Djúpköfun hjá FrelsiTV hvort Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland frá 1944 væri til sem raunverulegt plagg eða ekki. Vaknaði sú samsæriskenning að plaggið væri skáldverk sem hentaði elítunni.

img-coll-0757Axel Pétur Axelsson setti sig í samband við þær stofnanir sem líklegastar væru til að varðveita skjalið og eftir nokkuð streð fékk hann ljósmyndir af skjalinu. Í kjölfarið ákvað ég að gera slíkt hið sama.

Í lok ágúst mánaðar 2015 hóf ég leitina og skjalfesti hvert skref hennar. Skjölun þessi fór fram þrem myndskeiðum sem ég hef síðan fjarlægt af YouTube. Í leiðinni rýndi ég í Þjóðskrána og tel mig hafa fært sterk rök fyrir að Forseti lýðveldisins sé aðeins Forseti ríkisráðs og að Lýðveldið sé Lýgveldi.

Lauk leitinni með ágætum árangri og þakka ég starfsmönnum Þjóðskjalasafns sem að málinu komu fyrir þáttöku þeirra í að leiða málið til lykta.

Í kjölfarið á þessari leit vakna tvær spurningar: Var Árni Magnússon hluti samsæris til að afmá hluta af þekkingararfi þjóðarinnar og fela einhverja hugsun? Getur verið að Kópavogsfundurinn 1662 hafi verið ólögmætur?

Sem aftur vekur þá áleitnu spurningu hvort allar þær þrjár stjórnarskrár sem Lýgveldið hvílir á, séu einnig ólöglegar en við skulum hemja okkur. Þó samsæriskenningar séu skemmtilegar þá er betra að hafa á þeim vissan heimil og breyta þeim, skref af skrefi, í rannsóknir.

 Myndskeiðin sem minnst var á hér að framan eru nú hluti mynskeiða safns mín sem geymt er á archive.org og er tengt frá forsíðu not.is

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.