Tag Archives: Lýðræði

Hjarðhegðun er fyndin

Photo1283

Nýlega sat ég í náttúrulaug úti á landi, sem er svosem ekkert merkilegt. Hvaða Íslendingur hefur ekki farið í náttúrulaug ef hann veit af henni á ferðum sínum? Við öll – tja, næstum öll – elskum landið okkar ofar öllu öðru. Ef frá er talið Sjálfið og Skaparinn. Þeir sem ekki trúa á skapara verða bara að sætta sig við að hafa skapað sig sjálfir. Svo sem margir landar mínir … Lesa meira


Leitin að plagginu mikla, stjórnarskrá Lýðveldisins frá 1944

img-coll-0757

Veturinn 2014 til 2015 kom upp sú spurning í Djúpköfun hjá FrelsiTV hvort Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland frá 1944 væri til sem raunverulegt plagg eða ekki. Vaknaði sú samsæriskenning að plaggið væri skáldverk sem hentaði elítunni. Axel Pétur Axelsson setti sig í samband við þær stofnanir sem líklegastar væru til að varðveita skjalið og eftir nokkuð streð fékk hann ljósmyndir af skjalinu. Í kjölfarið ákvað ég að gera slíkt hið sama. … Lesa meira


Umræðan ytra og mystískur veruleiki

img-coll-0302

Ég þreytist seint á að vekja athygli á Chris Hedges. Af þeim sem vilja vekja „samræðu lýðræðis“ og hvetja fólk til að finna til eigin vægis er hann tvímælalaust einn sá færasti í málefnaflutningi. Afar virtur og viðurkenndur blaðamaður til langs tíma, vel menntaður og hugsandi. Ég er ekki nauðsynlega sammála öllu sem hann segir, enda skiptir það ekki öllu. Samræða lýðræðis snýst einmitt um að heyra hvað aðrir hafa … Lesa meira


Spuninn um Evrópuflörtið

tviburar

Það var aldrei ætlun Elítunnar, í raun og veru, að sækja um ESB aðild. Frá fyrsta degi var ljóst að umsóknin yrði dregin til baka. Fjölmiðlar voru hins vegar notaðir á ísmeygilegan máta til að a) telja þjóðinni trú um að umsókn væri eftirsóknarverð og b) að láta hana halda að umsóknin væri raunhæf. Sjálfmenntaðir sáu í gegnum hvorutveggja og hið sama er uppi á teningnum núna; meginmiðlar gera í … Lesa meira


Sáttmáli þjóðar og ríkis

tviburar

Þegar frelsingjar reisa þingin sín stjórna þeir sér sjálfir. Blekking huga þíns er að þegar þú ætlar að berjast gegn spillingu valdsins, samþykkir þú að valdið stýri þér að ofan. Hugmynd þess er svo rótgróin að þú heldur að ríki sé raunverulegt, en það er bara hugmynd sem er trúað. Taktu eftir hvernig meginmiðlar og elítan hefur kennt þér að horfa bara á spuna dagsins í dag. Þegar þú reiddist … Lesa meira


Dáleiddur ríkissauður

tviburar

Vantar þig sönnun fyrir því að þú ert dáleiddur þegn ríkis sem notar orðið lýðræði með áróðurslegum orðhengilshætti? Þarftu sönnun fyrir að fulltrúalýðræði er blekking siðlausrar elítu? Vantar þig sönnun fyrir því að mótmæli og byltingar eru hluti sama kerfis, eins og skuggahlið tunglsins? Vantar þig nýtt kerfi? Nýja nálgun? Nýja hugsun? Kanntu að þróa nýtt kerfi? Hvað var þér kennt í skóla, að vera þáttakandi í núverandi hugsun eða … Lesa meira


Að elska orðagjálfur

gudjon-img--0008

Það er oft sem ég las ekki allan textann í fréttum fjölmiðla. Sérstaklega um stjórnmál. Það er svo mikið af faglegu orðagjálfri. Mér verður oft óglatt þegar stjórnmálamenn og þeirra háttvirti orðhengilsháttur reynir að útskýra að þeir hafi staðið við loforðin eins og frekast var unnt – þó það sjáist ekki. Sem minnir á hvernig starfsfólk ráðuneyta og stofnana iðkar ákveðna mállýsku innan tungutaks faglegs orðagjálfurs. Mállýsku sem er betur … Lesa meira


Leiðtoginn er úreltur

img-coll-1162

Hjarðhegðun er hið náttúrulega úrval spendýra. Við fylgjum sjálfkrafa þeim aðila sem virðist hæfastur til að leiða okkur til betri afkomu. Þetta náttúruval gerist sjálfkrafa innra með okkur og er mjög erfitt að stjórna því með innri rökræðu. Þú vilt ekki vera viljalaust dýr sem lætur ókennda náttúru leiða þig áfram en alveg sama hvað þú reynir, þá sérðu þetta ævinlega eftirá. Hve margir einstaklingar í sögu þinni, hvort sem … Lesa meira


Nýtt Ísland í hnotskurn

img-coll-0296

Það fyrsta sem þú hugsar við fyrirsögn á borð við „Endurreist Þjóðveldi“ er „afturhvarf til forneskju.“ Þú hefur rétt fyrir þér, og um leið er hugur þinn blekktur. Hugsjónin fyrir endurreist Þjóðveldi er þess eðlis að ekki er hægt að taka afstöðu eftir fyrirsögn eða fimm mínútna tímaritsgrein. Höfum í huga að flest skrif á Vefnum eru í eðli sínu tímaritsgreinar. Þó má vekja spurningar og leyfa lesandanum að svara. … Lesa meira


Ekki gamalt heldur nýtt

img-coll-0207

Hugmyndin að nýju Íslandi er ekki ný af nálinni. Þessi hugmynd birtist, á því sem næst hverri öld frá landnámi. Við megum ekki gleyma því að Íslenska þjóðin fæddist vegna þess að nýbúar árið 900 vildu nýtt land og nýtt samfélag. Við erum svo upptekin af því að rífast og jagast – um misstór málefni – að við gleymum því hvaðan við komum. Við gleymum því að gildin sem þjóðin … Lesa meira


Rányrkja opinberra stofnana

bodun

Skuldin á bak við Bröttukinn 7 var spunnin eftir vel þekktri uppskrift: Desember 2007 Höfuðstóll 11 milljónir. Eign 6 milljónir. Kaupverð 18 milljónir. September 2010 Skuld 18 milljónir. Eign – mínustala. Matsverð eignar 16 milljónir. Desember 2011 Uppboð fyrir Íbúðalánasjóð (opinber stofnun) á vegum Sýslumanns (opinber stofnun): Hæsta boð, slegið og selt, 3 milljónir. Júlí 2013 Héraðsdómur Reykjaness (opinber stofnun) dæmir leigjanda (áður eiganda) til útburðar vegna 200.000 króna skuld … Lesa meira


Lýðræði tilfinninga eða rökhugsunar

tviburar

Þeir sem bera virðingu fyrir vilja lýðsins, hafa ekki litið upp úr bók allt sitt líf. Lýðurinn er í eðli sínu fljótfær og grunnhygginn. Ekki fólkið í lýðnum, heldur hópsálin. Þetta er einfalt að sannreyna. Næst þegar þú ert í matarboði, partýi, eða annars konar samkvæmi, skaltu reyna eftirfarandi: Reyndu að snúa samræðum frá Desperate Houswives yfir í gildi þess að slökkva á sjónvarpstækjum og iðka kyrrðina við samræður, bóklestur … Lesa meira