Rányrkja opinberra stofnana

Skuldin á bak við Bröttukinn 7 var spunnin eftir vel þekktri uppskrift:

Desember 2007
Höfuðstóll 11 milljónir.
Eign 6 milljónir.
Kaupverð 18 milljónir.

September 2010
Skuld 18 milljónir.
Eign – mínustala.
Matsverð eignar 16 milljónir.

Desember 2011
Uppboð fyrir Íbúðalánasjóð (opinber stofnun) á vegum Sýslumanns (opinber stofnun): Hæsta boð, slegið og selt, 3 milljónir.

Júlí 2013

Héraðsdómur Reykjaness (opinber stofnun) dæmir leigjanda (áður eiganda) til útburðar vegna 200.000 króna skuld sem samið hafði verið um, að kröfu Íbúðalánasjóðs (opinber stofnun), og skal framkvæmast af Sýslumanni Hafnarfjarðar (opinber stofnun). Verjandi, enginn. Þolandi er langtíma atvinnuleytandi sem missti starf hjá opinberri stofnun fyrir að krefjast faglegra vinnubragða en í réttlætt af bletti á fortíð hans.

Bodun

Ljóst má vera hverjum þeim sem reikna kann, að eignarýrnun sem hér átti sér stað var vegna Verðtryggingar og Stýrivaxta. Hið sama er að gerast um allt land, frá hruni og fyrir hrun. Síðustu fjögur ár hafa að meðaltali verið bornar út fjórar  fjölskyldur á dag.

Þetta er lögleg rányrkja sem aðeins verður stöðvuð þegar Þegnar Lýðveldis breyta sjálfum sér í borgara Þjóðveldis og afskrifa sjálfir þessa rányrkju. Hið sama á við hin ólöglegu gengislán.

Bankar ýttu að fólki að taka lán til hægri og vinstri, bæði gengislán og verðtryggð. Stjórnmálafólk og meginfjölmiðlar kepptust við að sannfæra fólk um að taka lán og að kerfið myndi ekki hrynja. Þegar kerfið hrundi var almenningur látinn blæða, í stað þess að bæði bankar og almenningur bæru skaðann saman.

Nú eru fjögur ár liðin frá hruni og kominn tími til þess að bankar beri sjálfir skaðann. Höfum í huga að erlendu sjóðirnir – sem enginn veit hvað heitir – fengu skuldir þjóðarinnar með 40% afslætti.

Þolandinn í þessu staka máli er langtíma atvinnuleytandi.  Sagan á bak við atvinnumissinn – sem var brot á mannréttindum – er skilgreind í bókinni Varðmenn kvótans. Hvers vegna bregst Íbúðalánasjóður svo hart við smáskuld sem er í virku en munnlegu samkomulagi? Getur verið að það tengist baráttu minni fyrir endurreistu lýðræði á Íslandi?

Trúir Lýðveldið því að mannréttindi og mannleg reisn hverfi við þöggun? Heldur kerfið að fólk verði hrætt við að rugga bátnum að eilífu?

Daginn sem Endurreist Þjóðveldi nær eitt þúsund borgurum, verða allir útburðir stöðvaðir, hvort sem vanskil eru vegna almennra lána eða húsnæðislána. Daginn sem þú slæst í þann hóp færist sá dagur nær.

Daginn sem tíu þúsund markinu er náð, endurreisum við héraðsþingin. Þetta er ekki loforð heldur spá.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.