Tvær leiðréttingar og ein skýring

Í grein minni „Að mismuna hundafólki? sem birt var í Morgunblaðinu 24. apríl 2013, rita ég á einum stað „Matís hefur reglur? en átti að vera „Mast hefur reglur.? Biðst ég velvirðingar á að leiðrétting féll milli þilja og dróst.

Greinin er birt undir nafninu Elías Ívarsson, en margir þekkja skrif mín betur undir nafninu Guðjón E. Hreinberg, en ég heiti fullu nafni Guðjón Elías Hreinberg Ívarsson. Sumt fólk trúir að ég hafi skipt um nafn af félagslegum ástæðum en hið rétta er að ég hef, í gegnum árin, ýmist verið ávarpaður Guðjón eða Elías, eftir atvikum og aðstæðum, sem er óþarflega flókið. Faðir minn hét Ívar Hreinberg Jónsson.

Fólk sem þekkir orðræðu mína í gegnum árin vita að enginn feluleikur er hér á ferð. Vildi ég því birta útskýringu á einföldun flækjunnar, sem er fyrst og fremst af persónulegum ástæðum, þessu til staðfestingar.

Í grein minni „Frumspekilegt gildi jólasveinsins? sem birt var í Morgunblaðinu 9. desember 2018, rita ég „Grínskaði, eldri bróðir Letihaugs? en átti að vera „Grínskaði, eldri bróðir Leppalúða.? Biðst ég velvirðingar á að leiðrétting hefur tafist.

 

Þessi færsla var rituð 7. febrúar 2021 og samdægurs send Morgunblaðinu til birtingar.

 

This entry was posted in Annað efni and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.