Tag Archives: Morgunblaðið

Getur menningin gufað upp?

img-coll-0512

Ef Menning er saga hugsunar og verði hugsunin útdregin (Abstract) fásinna, hlýtur siðmenningin sem byggist á henni, að hefja frjálst fall. Séu greind ættar- og mægðatengsl stjórnmálafólks, ritstjóra og forstjóra stofnana, sést að á að giska tvöhundruð manns stjórna landinu og að fjölskyldur þeirra hafa stýrt þjóðinni í að minnsta kosti tvær aldir. Þetta er mælanlegt og því engin kenning. Hér er stórlega alhæft og hægt er að greina hvernig … Lesa meira


Tvær leiðréttingar og ein skýring

tviburar

Í grein minni „Að mismuna hundafólki? sem birt var í Morgunblaðinu 24. apríl 2013, rita ég á einum stað „Matís hefur reglur? en átti að vera „Mast hefur reglur.? Biðst ég velvirðingar á að leiðrétting féll milli þilja og dróst. Greinin er birt undir nafninu Elías Ívarsson, en margir þekkja skrif mín betur undir nafninu Guðjón E. Hreinberg, en ég heiti fullu nafni Guðjón Elías Hreinberg Ívarsson. Sumt fólk trúir … Lesa meira


Sáttmálar og réttlæti

img-coll-0511

Hugleiðing um hvað sé sáttmáli, hvernig réttlæti sé skilgreint og munurinn á Manneskju og Mannveru. Kafli 20 í Annarri Mósebók (Exodus) skilgreinir boðorðin tíu. Gyðingar og Kristnir telja þau skipanir en ekki leiðbeiningar og að þau séu til allra manna. Múslímar viðurkenna Biblíuna og líta Kóraninn sem þriðja Testamentið, þeir viðurkenna einnig boðorðin tíu. Boð má túlka sem tilboð frekar en fyrirmæli. Þau séu þá tilmæli sem velja má að … Lesa meira


Ábyrg smiðja vandaðs ástands

img-coll-0608

Af farvegi þess að gaumgæfa þegar hugmynd verður að hugtaki og að frumspekilegur trassaskapur er varasamur. Píanistinn Yuja Wang útskýrði eitt sinn í viðtali að hún hefði ánægju af að tjá tónverk eftir Rússneska tónsmiði (Composers) og bætti við að hún hefði ánægju af rökvissri og stærðfræðilegri nálgun þeirra. Síðan bætti hún við að Beethoven væri djúpur og heimspekilegur en lét ósagt hvað henni fyndist persónulega. Í öðru viðtali örfáum … Lesa meira


Vægi jaðarsettrar sýnar (óstytt útgáfa)

2019-10-5623-klippt

Fimm þjóðabrot söfnuðust hérlendis saman og höfðu án deilna sammælst um að kalla eylandið Ísland. Fræðimenn álíta að sá fyrsti hafi byggt sér varanlegt ból á því Herrans ári 874. Ýmsir eru ártalinu ósammála og halda því fram að hér hafi þá verið byggð í það minnsta í þrjár aldir. Það skiptir þó ekki máli því dálítið annað gerðist sem að mati frumspekinga er merkara. Án deilna sameinuðust þessi þjóðabrot … Lesa meira


Ef siðrof hjúpar varanlegt Ástand

img-coll-0493

Þegar forkólfar fréttamiðla og stjórnmála úthrópa innlend fyrirtæki sem starfa í öðrum þjóðríkjum fyrir vafasama viðskiptahætti, gætu þeir óvart eða viljandi litið framhjá heimdraganum. Í Evrópskri menningu skulu viðskiptahættir vera með ákveðnu sniði og við erum alin upp við að líta sjálfkrafa svo á að sé farið út fyrir þann ramma, sé spilling á ferðinni og allir vita að spilling er illska og mannvonska. Spilling er hugtak sem menning allsstaðar … Lesa meira


Úlfar og kosningar

img-coll-0916-a

Undanfarnar vikur hef ég fylgst með nokkurri eftirvæntingu með aðdraganda kosninga, allt frá því að tilkynnt var í herbúðum Ríkisstjórnar að sitjandi stjórn færi frá völdum og myndi boða til kosninga. Það er ætíð spennandi að fylgjast með framvindu stjórnmála okkar Íslendinga, enda má segja að við séum jafn mörg lénsríki og íbúar landsins eru margir. Hver hefur sína vel ígrunduðu skoðun og umræður eru oft bæði heitar og litskrúðugar. … Lesa meira


Vefsetur ríksins eða glanstímarit

img-coll-0584

Fólk sem almennt rýnir í útgefið efni ríkiskerfa, hérlendis sem erlendis, lítur á vefsíður og vefsetur opinberra stofnana og ráðuneyta sem hluta útgefins efnis. Löng hefð er fyrir því að sagnfræðingar, blaðamenn, háskólaborgarar og almennir rýnendur nálgist útgefið efni af þessu tagi sem frumheimildir og gerir kröfu um klassíska nálgun við framsetningu þess og áreiðanleika í tíma. Áreiðanleiki í tíma snýst, auk framsetningar og forms, um aðgengileika, rithátt, heimildatraust og … Lesa meira


Frumspekilegt gildi jólasveinsins

img-coll-0329

Þegar Leppalúði hitti Grænlenska tröllkarlinn Oolaorsoq í fyrsta sinn, stóðu þeir lengi og horfðu í glyrnurnar hvor á öðrum. Álengdar fór Grýla hamskiptum og þóttist vera klettur meðan elsti sonur hennar Letihaugur horfði á feður sína, óvitandi hvað hann ætti að hugsa, og beið. Í leyni á bak við þar næsta fjall lá Grínskaði, eldri bróðir Leppalúða og glóðu í honum glyrnurnar meðan hann beið eftir Tröllkarlaslag. Nokkuð sem gerist … Lesa meira


Trúarofsóknir hinna trúlausu

guyellis copy

Í mínu uppeldi var aldrei haldið að mér trú né heldur latt til hennar. Satt að segja hef ég ekki minnsta grun um andlegt líf foreldra minna. Aðeins hef ég örlitla sýn á andlegt líf ömmu minnar í föðurlegg en hún átti virkan þátt í uppeldi mínu. Satt að segja má túlka sögu okkar Íslendinga og Herúla frá árinu 1000, þegar við fyrst þjóða skilgreindum lagalegt trúfrelsi, sem eina langa varðveislu … Lesa meira


Íhald í krýsu

img-coll-0830

Þegar ég gerðist íhaldsmaður hafði það tekið mig nokkrar vikur að þora því. Ástæðan er einföld; Jafningjaþrýstingur samfélagsins var búinn að venja mig við það frá blautu barnsbeini að hægra megin væru arðræningjar Kapítalismans og að hinn illi Sjálfstæðisflokkur stæði þar vörð. Ég hafði oft séð hvernig fólk í samfélagsnetinu var tekið á beinið með miklum yfirlýsingum og eineltis-ræðum ef það lýsti yfir stuðningi við flokk jötnanna, því var ljóst … Lesa meira


Hatursegð eða orðræða haturs

img-coll-0697

Síðustu árin hef ég fylgst grannt með hugarglæpum hins vestræna heims. Sérstaklega þá  hvernig orðræða Evrópu og Norður-Ameríku notar jöðrun, þöggun og jafnvel refsingu þeirra sem viðra skoðanir sem eru pólitískt- eða menningarlega rangar eða taldar af einhverjum vera glæpsamlegar. Þá er forvitnilegt að almenningur á Íslandi virðist lítið meðvitaður um það ástand sem varir í mörgum nágrannalöndum okkar og öðrum lýðræðis ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. … Lesa meira