Hatursegð eða orðræða haturs

Síðustu árin hef ég fylgst grannt með hugarglæpum hins vestræna heims. Sérstaklega þá  hvernig orðræða Evrópu og Norður-Ameríku notar jöðrun, þöggun og jafnvel refsingu þeirra sem viðra skoðanir sem eru pólitískt- eða menningarlega rangar eða taldar af einhverjum vera glæpsamlegar.

img-coll-0697Þá er forvitnilegt að almenningur á Íslandi virðist lítið meðvitaður um það ástand sem varir í mörgum nágrannalöndum okkar og öðrum lýðræðis ríkjum sem við viljum bera okkur saman við.

Um þessar mundir situr í fangelsi, í Þýskalandi, maður að nafni Horst Mahler. Hann er hálfnaður að afplána tólf ára fangelsisdóm fyrir að trúa ekki hinni opinberu og lagalega réttu útgáfu af Helförinni. Hann er virtur lögmaður sem á að baki litríka sögu í stjórnmálum, allt frá öfga-vinstri til öfga-hægri.

Orðið öfga er sett hér inn til að varðveita pólitíska réttsýni. Sem afurð ríkis-uppeldis eins og aðrir Íslendingar og brjóstmylkingur fyrirsagnafjölmiðlunar landsins og innlendra fréttaskýringa, veit ég hvar á að setja öfga forskeytið þegar rætt er um rétta heimssýn.

Fólk með rétta heimsmynd þótti eðlilegt að á hinum myrku miðöldum var brenndur á báli, píslarvotturinn Giordano Bruno, fyrir að boða og kenna heimsmynd á borð við sólmiðjukenningu og hnattkenningu, fjarlægar sólir og vetrarbrautir, sem nú þykja sjálfsagður hluti nútíma heimsmyndar.

Margir miða sig gjarnan við Bruno, því þó líf hans hafi verið eyðilagt fyrir öfga-hyggju af rétt-sýnu fólki þá sigruðu hugmyndir hans að lokum. Þó er nafn hans svo til óþekkt meðal ríkis-innprentaðra lesenda fyrirsagnafjölmiðlunar.

Í menntakerfi okkar starfar vammlaust og vandað fólk og fjölmiðlamenn (karlar og konur) sem leggja sig fram um að veita heiðarlega og vandaða umfjöllun. Ekki reynt að varpa rýrð á gott fólk, heldur er skáskotið á þá sem taka við menntun á þann veg að hún verður að innprentun eða dæmir heiminn í gegnum rörsýn yfirborðslesturs.

Slíkir samþykkja oft að setja megi fólk með rangar skoðanir í algjöra bælingu og þöggun, eða ákæra fyrir hatursorðræðu, án þess að átta sig á að orðið sjálft er afbökun á hugtakinu hatursegð. Stundum er óskýr munurinn á Orðræðu (Discourse) og Segð (Expression).

Árið 2015 var lögfræðingur í Þýskalandi, Sylvia Stolz, dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir ræðu sem hún hélt árið 2012 á ráðstefnu um Tjáningarfrelsi í Sviss.

Henni var boðið þangað því frá 2008 sat hún í fangelsi fyrir að verja Ernst Zundel, í réttarhöldum, fyrir skoðanaglæp.  Zundel fór í fimm ára fangelsi fyrir skoðanir sínar og Stolz í þrjúoghálft ár fyrir að verja hann. Nú situr hún í fangelsi fyrir að halda ræðu um það.

Áður hafði Ernst Zundel þolað tvenn réttarhöld í Kanada og sat þar mánuðum saman í einangrunarvist áður en hann var sendur til Þýskalands og líf hans var kerfisbundið lagt í rúst síðustu þrjá áratugi fyrir skoðanir.

Hvað sem okkur þykir um Zundel, en hann er harður friðarsinni, þá hljótum við að spyrja hvort miðöldum sé lokið eða gætu komið aftur. Stutt er síðan sósíalísk ríki, bæði til hægri og vinstri, drápu fólk fyrir skoðanir. Svo vitnað sé í Voltaire; Ef maður ver ekki skoðanir fólks sem manni mislíkar, þá glatar maður réttinum til sinna eigin.

Við Íslendingar höfum ævinlega verið stolt af frjálsri hugsun og menningarlegri víðsýni. Getum við sætt okkur við að fámennur hópur skoðana-elítu og rörsýnisfólks með sterk áhrif geti ofsótt fyrir skoðanaglæpi eða þaðan af verra?

Sjálfur rita ég mikið um menningarmál. Mörgum þykir að sú menningarrýni eigi hvorki að heyrast né fá umræðu. Þá þykir mörgum að þar sem ég missteig mig á þyrnibraut lífsins, hafi ég ekki rétt á að tjá skoðanir vegna þess eins hvers kyns manneskja ég sé. Skiptir þá litlu þó búið sé að mæla bæði dóm og ljúka refsingu. Mörgum þykir að vammlausir einir megi mæla.

Það er mér enginn harmur hverjum finnst hvað um mína persónu eða orðræðu. Það hefur þó skerpt sýn mína á menningarvitund samtíma okkar að mæla á eigin skinni hver heimssýn og þroski samfélags okkar sé varðandi rétt-hugsun og öfga-hugsun eða hvort fólk eigi rétt á að tjá skoðanir, utan sem innan rammans.

Aldraður heiðursmaður að nafni Robert Faurisson, franskur prófessor, hefur verið ofsóttur svo harkalega gegnum árin að við lá að hann dæi eftir eina af tíu líkamsárásum. Hann hefur verið margsektaður af Frönskum dómstólum og reynt hefur verið að dæma hann í fangelsi.

Hann hefur rangar skoðanir á hinni opinberu sögurýni.

Háðfuglinn Dieudonné, franskur borgari af Afrískum uppruna er vinur hans og hefur oft tekið upp fyrir hann hanskann. Hann er ofsóttur í heimalandi sínu síðustu árin, af hinu opinbera, og telja margir að hann sé í lífshættu fyrir skoðanir sínar.

Stóra spurningin í mínum öfga-huga er þessi; Hvers vegna eru nú tveir Íslendingar, sem báðir eru menntaðir fræðimenn, annar í lögfræði og hinn í Lúterskri guðfræði, ofsóttir af Lýðveldinu fyrir skoðanir sem byggjast á þeirri trú sem nær níutíu prósent landsmanna hafa lýst yfir í fermingu að þeir aðhyllist, heimssýn sem Lýðveldið er lagalega skuldbundið til að verja?

 Eftirskrift

Þegar þessi grein var rituð, voru bæði Ernst Zundel og Robert Faurisson á lífi en þeir hafa síðan báðir látist af náttúrulegum ástæðum, blessuð minning.

  • Robert Faurisson (born Robert Faurisson Aitken; 25 January 1929 – 21 October 2018) was a British-born French academic. ~Wikipedia
  • Ernst Christof Friedrich Zündel; 24 April 1939 – 5 August 2017) was a German publisher and pamphleteer. ~Wikipedia

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.