Vopnuð lögregla fjölgar hryðjuverkum

Lögreglan hefur skotið íslenskan borgara og saksóknari hvítþvegið það. Lögreglan hefur blindað borgara með eiturúða og setur 11 sinnum fleiri í einangrunarvist án dóms en Danir gera sem þó eru 15 sinnum fjölmennari en við.

Fleira mætti tína til, en vopnuð lögregla á almannafæri skelfir mig meira en einhverjir bavíanar frá útlöndum, í það minnsta hefur hún framið fleiri hryðjuverk á Íslandi. Auk þess er nær útilokað að komast inn í landið með vopn og sprengiefni, hvað þá að samræma nokkurn hlut framhjá símakerfinu.

Því miður neyðumst við til að þegja yfir auknum vopnaburði ofbeldisfólks í einkennisfatnaði, annars yrði sviðsett hryðjuverk hér til að skelfa fólk með lága greindarvísitölu. Því miður er sá hópur með fleiri atkvæði.

Hafa skal í huga að í öllum tilfellum sviðsettra hryðjuverka deyja hryðjuverkamennirnir og eru því aldrei dregnir í dómssal að bera vitni eða til frásagna. Aldrei er hægt að sannreyna það sem okkur er sagt um ódæðisfólkið eða bakgrunn þeirra. Fólk sem efast, er jafnan úthrópað, og í kjölfarið er stjórnvaldsnetið riðið þéttar utanum borgarana.

Allt framangreint eru mælanlegar staðreyndir.

Að lokum skal minna á, að ef Lýgveldið velur vopn til verndar elítu sinni, þá ætti það að skammast sín til að fjarlægja vættina úr skjaldarmerki sínu. Þjóðveldismenn vilja frekar vætti en vopn.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.