Lýðræði tilfinninga eða rökhugsunar

Þeir sem bera virðingu fyrir vilja lýðsins, hafa ekki litið upp úr bók allt sitt líf. Lýðurinn er í eðli sínu fljótfær og grunnhygginn. Ekki fólkið í lýðnum, heldur hópsálin. Þetta er einfalt að sannreyna.

Næst þegar þú ert í matarboði, partýi, eða annars konar samkvæmi, skaltu reyna eftirfarandi:

tviburarReyndu að snúa samræðum frá Desperate Houswives yfir í gildi þess að slökkva á sjónvarpstækjum og iðka kyrrðina við samræður, bóklestur eða í einrúmi, þegar fólk sé heima hjá sér. Enginn mun taka mark á slíku rugli. Farðu því næst fram í eldhús, bíddu smástund, og 20% gestanna munu koma til þín og halda áfram samræðum.

Hópsálin er aldrei djúp, eðli hennar leyfir það ekki, en fólk hefur gaman af að hugsa og ögra sjálfu sér. Eftirfarandi er slík ögrun.

Lýðræði er eðlilegt og sanngjarnt stjórnarform okkar.

Þetta erum við öll sammála um. Við vitum öll – og það er hafið yfir allan vafa – að án lýðræðis byggjum við undir kúgun einræðis. Annaðhvort konunga eða einræðisherra. Við vitum einnig – og sagan hefur sannað – að slíkt er vont fyrir frelsi fólks og auðlegð.

Til eru – og hafa verið – fjöldi einræðisríkja þar sem fólki leið vel, en það ræðum við ekki um.

Hægri sósíalistar hafa ekki þessa lýðsjálfsögðu skoðun. Lýðræði er vissulega gott, og við viljum það, en okkur er sama þó einræði ríki líka. Um forsendur þess verður rætt í öðrum pistli.

Bíddu nú við:

  • Búa vesturlönd við lýðræði?
  • Í hverju felst lýðræði?
  • Nýtur þú lýðræðis?
  • Íslendingar notuðu lýðræði í 350 ár áður en Norðmenn og síðar Danir tóku hér konungsvald?
  • Veistu hvernig það lýðræði var framkvæmt?

Mergur málsins er sá að lýðræði getur átt margar myndir og sú mynd sem við notum er ekki hafin yfir allan vafa. Við notum þetta lýðræði því hvorki má ræða lýðræðið, efast um það, né endurskoða það.

Reglulega sprettur upp sú umræða að rétt sé að endurskoða stjórnarskrá Lýðveldisins og um það eru margar umræður. Nærri allar umræður um stjórnarskrá eru ýmist í blaðaskrifum eða á Alþingi. Hinn almenni maður ræðir ekki um lýðræði, vill ekki ræða það, eða trúir ekki að hægt sé að ræða það.

Trú eða Tabú

Við trúum öll á lýðræði eða umfram allt: Við trúum ekki að hægt sé að breyta því, og höfum aldrei rætt önnur form þess. Slík umræða er tabú.

Tabú er nafn yfir skoðanir og viðhorf sem lýðurinn hefur tamið sér. Þegar þú ræddir við fólk í samkvæminu barðistu við tabú. Vindmyllur Don Kíkóta voru tabú. Allir vita að vindmyllur eru ekki risar!

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>