Hver vill Grýlu eiga

Í grunnskólanámi hér á landi er kennt að Noregskonungur vildi eignast Ísland. Í þeirri frásögu kemur fram meðal annars að Noregskonungur bað Alþingi Íslendinga að gefa sér Grímsey. Íslendingar vildu ekki gefa Noregskonungi Grímsey, enda gæti hann komið þangað hulduher sem síðan gæti hertekið Ísland.

Það er gaman að svona grýlum en því þetta er rugl. Noregskonungur hefði hvenær sem hann vildi getað sent hingað hulduher. Að endingu eignaðist Noregskonungur Ísland. Man einhver hvernig?

Í lok Sturlungu aldar var landið magnvana af innbyrðis deilum og vígaferlum. Þetta var á sama tíma og Snorri Sturluson var veginn. Snorri heitinn var höfundur Egilssögu, Snorra Eddu og Heimskringlu.

Snorri átti ærin pólitísk samskipti við Noregskonung og var ekki einn um það. Um tíma vann hann að því að Ísland yrði hérað í Noregi en þegar hann gerðist aftur Þjóðveldissinni var hann veginn af konungssinum. Við lok Sturlungualdar gáfust Þjóðveldissinnar upp fyrir konungssinum og gamli sáttmáli tók gildi, sem gerði okkur aftur Norska.

Nokkru síðar eignaðist Danakonungur Noreg og Ísland þar með. Þetta gerðist án hulduherja erlendisfrá og með ýmsum pólitískum vélabrögðum.  Grýla er skemmtileg. Það er auðvelt að óttast að Rússar eða Kínverjar vilji eignast landið.

Kínverskar fjárfestingar eru algengar um allan heim, Asíu, Afríku, Bandaríkjunum og Evrópu. Bandarískt efnahagslíf er háð Kínverskum fjárfestingum. Hvergi í þessum ríkjum reyna Kommúnistagrýlur að ráðskast með þjóðirnar sem þeir fjárfesta í. Kínverjar eiga Hong Kong, borgríki sem Bretar réðu í 150 ár og íbúar Hong Kong hafa sama frelsi og þeir vöndust áður.

Þeir sem lesa mannkynssögu og vita hvernig Kínverjar hugsa. Þeir hafa forðast útþenslustefnu og landvinninga í nærri tvöþúsund ár. Allt frá því að þeir uppgötvuðu að viðskipti eru mun ábatasamari.

Víða um heim eru lítil hverfi og byggðir þar sem kínversk viðskipti blómstra, umhverfi sínu til hagsbóta. Slík hverfi eru um allan heim, og það í mestu friðsemd. Þetta kemur ekki fram í nútímafjölmiðlun. Okkar nútímalega upplýsta kynslóð fær að eiga sínar Grýlur.

Fjölmiðlar blása upp grýlur af kínverskum eftirlaunaþegum í Golfi norður í Grímsstaðaeyðimörk. Golfið fer fram í héraði sem enginn Íslendingur vill búa á og færri ferðast um. Nærri helmingur Vesturíslendinga er ættaður frá þessu eyðibýla-hálfhálendi, en þeir gáfust upp á að búa þar og fóru vestur um haf. Vegurinn þar um er ófær hálft árið.

Meðan hinn almenni maður óttast kommúnista  talar enginn illa um ríkisstjórnina. Meðan Vinstri Grænir hamast á Kínagrýlunni, man enginn að báðir eru jafn langt til vinstri. Þetta heitir spuni.

Man einhver eftir Rússagrýlunni? Hingað til hefur engin erlend þjóð haft áhuga á að eignast landið okkar. Það er varla að við viljum búa hér sjálf. Dönum var slétt sama þegar við slitum sambandinu, og reyndu aldrei að halda okkur með valdi. Kaninn fór um leið og hann sá sér færi á því.

Stærstu verktakaframkvæmdir síðustu ára voru unnar af erlendu vinnuafli á launum hjá erlendum verktökum. Íslendingar fengust ekki til þeirrar vinnu því verktakinn borgaði mjög lág laun. Án þeirra framkvæmda hefði 2007 þenslan aldrei átt sér stað. Það voru EES reglur sem skylduðu okkur til að bjóða verkið út svo erlendur verktaki tók það á sig. Íslenskir verktakar fengu ekki þessa vinnu

Frjálslynd félagshyggja er ekki mikið fyrir erlenda fjárfestingu af neinu tagi. Erlendir aðilar sem fjárfesta eða lána fé hingað til lands, vilja vexti og ágóða aftur úr landi, jafnvel meira en það. Samfélag okkar hefur hins vegar hrópað og kallað eftir erlendri fjárfestingu frá hruni. Ef menn eru ekki sjálfum sér samkvæmir eiga þeir enga fjárfestingu skilið, hvorki Kínverska Ameríska eða Evrópska.

Á sínum tíma lifðum við á því að selja Síld til Rússneskra kommúnista, sem sýndu í verki að þeir höfðu engan áhuga okkur, nema sem varðaði síld. Spunafólk veit að þjóðin þegir um óstjórn meðan fjölmiðlar og fólk skelfur undan Kínagrýlu.

Við eigum sjálf að fjárvesta af viti, í okkur sjálfum, og græða  á því sjálf.

Svo segir enginn neitt við því að Evrópusambandið er að endurtaka leik Noregskonungs: Að dæla fé í sína menn hér. Sagan endurtekur sig ef þú skilur hana ekki.

 

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>