Tag Archives: Hræðsla

Virðing vekur virðingu.

img-coll-0277

Eins og við höfum flett ofan af, síðan Þjóðveldið var endurreist í júní 2013, þá hélt það velli til 1662, að því var vikið til hliðar af viðbjóðslegu og sönnuðu samsæri. Þegar ég samdi bókina „Endurreist Þjóðveldi 2013“ óraði mig ekki fyrir hversu mikla dýpt ég hafði dottið niður á, ég hafði fátt til hliðsjónar annað en draum Fjallkonunnar, örfáar fálmkenndar sýnir, sterka siðferðiskennd og hugmyndir um menningu okkar sem … Lesa meira


Hryðjuverk eru falskir vitar í dáleiðslu skuggavaldsins

img-coll-0304

Það eru um það bil tvö ár síðan ég ákvað að kynna mér aðeins menningarheim eins fimmta hluta jarðarbúa. Ég þekki minn fimmta því ég er alinn þar upp og ég þekki sérstaklega vel skuggann af okkar eigin sjálfsblekkingaheimi. Stór orð? Ég nennti þó ekki að lesa endalausar áróðursgreinar með eða móti þessum menningarheim. Vissulega ákvað ég að lesa „þeirra heilögu ritningu“ og hef kynnt mér hana nægilega vel í … Lesa meira


Læmingjar eru jánei systkini valdaklíkunnar

tviburar

Lygar og áróður þeirra sem eiga völdin – og þáttaka þeirra sem hafa völdin – eru versti viðbjóður sem ég hef orðið vitni að. Ég hef grúskað í hverju sem mig langar að grúska í frá því ég man eftir mér eins og saklaus kurrandi ugla, voða gaman, stjarfdáleiddur. Svo varð ég einn daginn uppiskroppa með meginefni og fór að grúska í utangarðsefni og fann jafnvel utangarðsefni sem utangarðsfólkið hefur … Lesa meira


Ótti við Íslam er óttahvötin ómenguð

img-coll-0250

Ástæðan fyrir að Iðnveldið er svo hrætt við Íslam er ekki Múhameð og ekki öfgamenn sem fremja ofbeldisverk í skjóli hans. Hver sá sem lesið hefur Kóraninn eða rannsakað Múhameð veit að hann var jafn mikið á móti ofbeldi og Jósúa Maríuson – þessi sem þú trúir á síðan í fermingu. Einnig var hann jafn hrifinn af fyrirgefningu og aðrir spámenn eingyðistrúarinnar. Fyrsta súra – eða bók – Kóransins tekur … Lesa meira


Tjáningarfrelsi og rannsóknarréttur múgsefjunar

img-coll-0088

Það sem er áhugavert varðandi lokun léns IS-samtakanna er þetta: Fjöldi fólks, þar á meðal fólk sem annars eru ötulir verjendur tjáningarfrelsis, hefur talað eins og það sé ekki bara sjálfsagt mál, heldur nauðsynlegt að loka svona vefsíðum. Ekki hefur hins vegar útskýrt með skýrum hætti hvaða lög eiga að hafa verið brotin með þessari vefsíðu. Aðeins hefur verið bent á grein í Almennum hegningarlögum að refsivert sé hér á … Lesa meira


Frelsi frá kvíðaröskun

img-coll-0251

Vorið 2001 fékk ég vægt taugaáfall, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ég var hins vegar lánsamur hvað snerti ráðgjöf því góður vinur tók eftir þessu og benti mér á úrræði. Það er ekki öllum gefið að taka eftir hvað bærist innra með vinum sínum enda höfum við öll grímur. Á þessum árum var aðalstarf mitt að kenna vefsíðugerð og forritun. Ég kunni því vel að fela hvað bærðist … Lesa meira


Litadýrð í blómagarði

img-coll-0204

Ég var svo lánsamur sem ungur piltur að alast upp í sveit. Ég var einnig svo lánsamur þegar ég var drengur, að komast að því að til var samkynhneigt fólk. Ennfremur var ég svo lánsamur að mér var kennt af fullorðna fólkinu að bera virðingu fyrir fólki sem er öðruvísi en ég sjálfur. Þegar ég var drengur fannst mér þó óþægilegt að til væru drengir sem þættu aðrir drengir sætir. … Lesa meira


Hver vill Grýlu eiga

vikings

Í grunnskólanámi hér á landi er kennt að Noregskonungur vildi eignast Ísland. Í þeirri frásögu kemur fram meðal annars að Noregskonungur bað Alþingi Íslendinga að gefa sér Grímsey. Íslendingar vildu ekki gefa Noregskonungi Grímsey, enda gæti hann komið þangað hulduher sem síðan gæti hertekið Ísland. Það er gaman að svona grýlum en því þetta er rugl. Noregskonungur hefði hvenær sem hann vildi getað sent hingað hulduher. Að endingu eignaðist Noregskonungur … Lesa meira


Uppgjör við vindmyllur vonskunnar

1998-safn-039

Fortíð mín er óskrifað blað og framtíðin þegar rituð. Bíddu nú við, þetta er ekki alveg rökrétt. Ég hef lifað sem fangi fortíðar svo langt sem ég sé inn í hana. Ég hef mótað viðhorf dagsins í dag eftir því sem fólki finnst og verið fangi væntinga minna um viðurkenningu annarra. Svo vaknaði ég upp, og gerði upp fortíðina. Ég gerði litla sögu um atriði sem skiptu mig miklu, og … Lesa meira